Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 66
Hún hentist upp
á bakið á mér
Þá er það eina nóttina að mig
dreymir draum. Mér finnst ég
standa fyrir utan húsið þar sem ég
bý. Veður er gott og ég sný mér til
suðurs. Þá veit ég ekki fyrr til en
ókunnug stelpugála hendist upp á
bakið á mér, krækir handleggjun-
um utan um hálsinn á mér en fót-
unum fram fyrir mig, þannig að ég
er sem í skrúfstykki. Mér finnst ég
ætla að kikna undan þessu fargi
og bið stelpuna að fara af bakinu á
mér því ég sé veikur og þoli þetta
ekki.
Þá svarar hún: „Ég sleppi þér
ekki nema þú getir borið mig upp í
herbergið þitt.“
Svo mikil alvara og illkvittni
fylgir þessum orðum að mér
stendur þegar beygur af þeim.
Þessi kvenmaður minnir mig á
einhverja skottu eða draug sem ég
hef lesið um. Ég veit að ekki þýðir
annað að gera en eins og hún
skipar.
Ég staulast því af stað með hana
á bakinu. Þetta er mér óskapleg
þrekraun, því upp tvo stiga er að
fara og er sá seinni bæði brattur og
langur. Síðan þarf ég að fara í
gegnum forstofu og eldhúsið til að
komast inn í herbergið mitt. Þegar
þangað er náð er ég að þrotum
kominn. Þó drattast ég í áttina að
svefnbekknum mínum en féll þá
framyfir mig. Þó hef ég náð það
langt að ég lendi á bekknum.
Og í því vakna ég, laus við byrði
mína og sjúkdóminn líka, því upp
frá þessu fór mér dagbatnandi. Ég
endurheimti matarlystina og át nú
dag og nótt.
Ég man ekki nákvæmlega hve
lengi ég var búinn að vera í aftur-
bata þegar farið var með mig inn á
Vífilstaðahæli til skoðunar. Mig
minnir að yfirlæknirinn þar væri
Sigurður Magnússon. Að skoðun
lokinni sagði hann að á bakvið
lungun væru þrymlar á stærð við
krækiber.
Þá var læknir á Dalvík Sigurjón
Jónsson. Hefði hann ekki verið
þar, hefði Sigurður ekki sleppt
mér heim, því Sigurjón þótti góð-
ur læknir og ekki ókunnur
berklaveikinni á þessum árum.
Einhver meðul fékk ég ásamt
bréfi til Sigurjóns og átti ég að
hafa samband við hann þegar
heim væri komið.
Eftir lokin komst ég heim með
félögum mínum og allt kaupið
fékk ég óskert og bjóst ég satt að
segja ekki við því.
Báðir ánægðir
Þegar heim var komið fór ég
strax til Sigurjóns eins og ég hafði
lofað. Þetta sumar var ég ráðinn á
bát sem hét Hugur. Þegar ég var
búinn að tala við Sigurjón styn ég
því upp hvort ég megi ekki fara á
sjóinn. Hann þagði dálitla stund
áður en hann sagði: „Með einu
skilyrði. Ef þú hefur með þér
hitamæli á sjóinn og mælir þig
kvölds og morgna og gefur mér
vikulega skýrslu, þá leyfi ég þér að
fara. Annars ekki.“
Ég var ekki lengi að samþykkja
það og þar með kvaddi ég, glaðari
en ég hafði komið.
Á sjóinn fór ég með hitamælinn
í pússi mínu. En hvernig hann var
notaður er önnur saga. En viku-
skýrsluna fékk Sigurjón, þótt tölur
væru oft skáldaðar á þá skýrslu,
því satt best að segja var ég lengi
með hitaslæðing. En ég stóð við
mitt og læknirinn fékk sitt og voru
því báðir ánægðir.
Þar til um veturinn.
Þá var kennd hér leikfimi og var
ég einn af nemendunum. Ég tók
líka þátt í leiklistarstarfsemi sem
hér var á vegum ungmennafé-
lagsins. Það var því nóg að gera og
oft komið fram á nótt þegar ég
kom heim.
Einn daginn fannst mér ég vera
óvenju slakur. Þegar ég hélt um
brjóstið hægra megin og dró djúpt
andann, var eins og ég væri að
kreista blautan snjó. Ég vissi að
það væri eitthvað að og fór því til
Sigurjóns læknis. Hann dreif í mig
hitamælinn og sá skratti hljóp upp
í 39 stig án þess að hika. Síðan var
ég hlustaður. Eftir þessa rannsókn
fékk ég svo að heyra niðurstöð-
una.
Bullandi brjósthimnubólga.
Eftir skammir og nærri kjafts-
högg frá lækninum rak hann mig
heim og skipaði mér að fara bein-
ustu leið í rúmið.
Þar lá ég þrjár vikur.
Ég naut góðrar umönnunar
móður minnar, þótt hún hefði í
mörgu að snúast og þyrfti að
hugsa um stórt heimili. Afi minn
lá þá rúmfastur og á sama tíma
gróf í kinninni á fósturbróður
mínum. Og allir voru á sömu í
sömu baðstofukytrunni... það
hefði þótt slæmt ástand í dag.
En hvað um það. Ég yfirsteig
veikindin og síðan get ég varla
sagt að mér hafi orðið misdægurt,
þrátt fyrir slarksama vinnu við
misjöfn skilyrði.
G.A. skráði
Hjörtþor hét maður
nokkur í Vestmannaeyjum. Ein-
setumaður var hann og bjó í kofa
niðri við höfn.
Ekki var hann frómur talinn, en
girntist þó fátt annað verðmætt en
veiðarfæri sem hann sankaði að
sér í kofann.
Eitt sinn fóru útgerðarmenn
með lögreglu að skúr hans og
kröfðust þess, að leit væri gerð.
— Gerið þið svo vel, sagði
Hjörtþór og opnaði skúrinn upp á
gátt, — Hirði nú hver sitt, en
passið bara að stela ekki hver frá
öðrum.
66
VÍKINGUR