Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 6
I orysíui»iviii -m -'M Verkföll og siglingar Bæði fiskimenn og farmenn áttu í verkföll- um fyrr á árinu. Farmenn innan Farmanna- og fiskimannasambandsins felldu samning, sem vélstjórar aftur á móti samþykktu. Til fimm daga verkfalls kom, en þegar samið hafði verið á ný var sá samningur samþykktur með miklum meirihluta. Fiskimannaverkfallið varð lengra. Sjómenn felldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara en samþykktu samninginn þegar hann loks lá fyrir. Stærsta atriði þess samnings — atriði sem miklar vonir eru bundnar við — er úrskurðarnefnd um fiskverðsdeilur. Sjómenn gerðu ófrávíkjanlega kröfu um að tekið yrði á verðmyndun sjávarafla. Urskurðarnefndin varð til. Fiún hefur þegar fellt nokkra úrskurði og eins og við var að búast sýnist sitt hverjum. að hefur aldrei þótt létt verk að stunda sjó við Island. Ekki léttist það þegar farið er að sækja á fjarlæg mið, svo sem í Smuguna, Reykjaneshrygg og á Flæmska hattinn. Allt eru þetta þó smámunir á við það sem forverar okkar lögðu á sig. Þar er ekki síst átt við þá sem stunduðu sjómennsku fyrir fimmtíu árum, en þá var stríð í Evrópu sem vissulega hafði mikil áhrif hér á landi. Talið er að 225 íslenskir sjómenn hafi farist vegna stríðsátakanna. Nú er hálf öld liðin frá stríðslokum. í blaðinu er að finna greinar um þennan hildarleik, sem íslenskir sjómenn komust ekki hjá að taka þátt í, nauðugir vilj- ugir. Það hefur eflaust verið hrikalegt að stunda siglingar til og frá landinu. En hættan var víðar og herstjórnin lokaði fiskimiðum úti fyrir Vestfjörðum og Austfjörðum og eins á Faxaflóa. Þetta var ekki síst gert vegna tund- urdufla. Þegar veiðibanninu var aflétt voru tundurduflin enn til staðar og fiskimenn, sem og aðrir sjófarendur, í stöðugri hættu þess vegna. En annarra og merkra tímamóta er einnig minnst í blaðinu. Rétt tuttugu ár eru frá því að landhelgin var færð út í 200 mílur. Helgi Hallvarðsson skipherra minnist þorskas- tríðsins og segir síðasta þorskastríð hafa verið það harðasta sem hann tók þátt í, en Helgi var hjá Landhelgisgæslunni þegar landhelgin var færð út í 12 mílur og eins þegar hún var færð út í 50 mílur. Nú eru liðin tuttugu ár frá því Islendingar hættu að stunda síldveiðar í Norðursjó. Margir tóku þátt í þeim veiðum og því kunna lesendur að hafa gaman af að sjá myndir og frásagnir frá þessum tíma. I blaðinu er einnig að finna úttekt á kvót- anum og hvernig hann skiptist milli einstakra byggðarlaga og atvinnusvæða. Margt fróðlegt kemur í ljós þegar allt þetta er skoðað nánar. Kvótamálin eru þannig að þeim lýkur aldrei, það er að segja meðan þetta kerfi er við lýði, og angar þess eru óútreiknanlegir. Við nánari skoðun má sjá hversu mikil mismununin er milli sjávarplássa. Þótt flestir séu sáttir við hvernig til tókst í kjarabaráttunni í sumar er endalokum fjarri því náð. Samstaða sjómanna er mikils virði, ekki síst þegar kvótinn er annars vegar. Það er af hinu vonda að sjómannasamtökin skuli ekki geta verið samstiga í þessu allra stærsta máli sjómanna. Sigurjón Magnús Egilsson 6 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.