Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 32
verður margra mánaða og í sumum
tilvikum margra ára verk og eftir því
dýrt. Nýlega leysti UH þannig verkefni
fyrir viðskiptavin á rúmri viku en hann
hafði reynt að afla viðkomandi upplýsin-
ga án árangurs í þrjú ár! Oft verður
upplýsingaöflun einnig óþarflega dýr.
Algengt er að menn fari í fjölda utanfer-
ða til að afla gagna og sambanda sem
unnt er að afla fyrir brot af slíkum
tilkostnaði. Sitja þeir því iðulega uppi
með kostnað sem nemur hundruðum
þúsunda. Oft að auki án þess að ná
árangri!
SJÓMENN NÝTA SÉR ÞJÓN-
USTUNA
A undanförnum árum hafa fjölmargir
sjómenn nýtt sér þjónustu UH. Greini-
legt er að áhugi þeirra á að komast í land
og skapa sér nýjan starfsgrundvöll fer
mjög vaxandi. Þeim, sem hafa áhuga á
að fá nánari upplýsingar um þjónustu
UH, er velkomið að hafa samband.
Jón Erlendsson, yfirverkfræðingur
Upplýsingaþjónustu Hóskólans
„Árangur af tœkjaleit var ótrúlegur, því á stuttum tíma
bárust bœklingar og verðtilboð um tœki sem ég vissi ekki
um og á meðal þeirra voru fullkomin tœki á mjöggóðu
verði. Eftir þessa reynslu hvet ég alla til að kynna sér
þessa þjónustu, sérstaklega tel ég þörf á henni ná á tímum
niðurskurðar og efnahagskreppu. “
^^^^mmmmmmmmmm^^mm^^^^^^^^^m Magnús Þór Jónsson, dósent vélaverkfræðiskor III
„Eg hef notað þjónustu UH mikið í nokkur ár og hefurþað
oft sparað mér verulega tíma og fé. Nýlega bað ég Jón
Erlendsson að gera samanburðarkönnun á verði og
gœðum ákveðinnar vörutegundar hjá nokkrum erlendum
framleiðendum. Útkoman ár þessari könnun var að hann
fann aðila sem gat boðið mér tvö hundruð þásund króna
hagstœðari kjör en þeir aðilar sem ég hafði talað við. Sem
íþessu tilviki þýddi lœkkun fyrir Bergvík hfúr kr.
800.000- í 600.000. Petta segir mér að þekking og
samanburður þýða lœgra verð. “
ngibergur Þorvaldsson, Bergvik hf.
32
VÍKINGUR