Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 55
úr heimi ARÐVÆNLEGIR FLUTNINGAR Flutningur á flóttafólki hefur freistað margra til að öðlast peninga. Flórída er staður sem mikið er reynt að komast með flóttafólk til af sjó. Ekki eru allir sem verða ríkir á þessum flutningum og oft fer öðruvísi en til er ætlast. Nýlega var eitt slíkt skip stöðvað undan strönd- um Bahama-eyja, en það var á leið frá Haítí til Flórída. Skipið, sem var ein- ungis 30 metra langt, hafði 457 manns innanborðs. Farþegarnir sögðust hafa borgað skipstjóranum 2.500 dollara fyrir hvern farþega og þeim sem óhlýðnuðust skipstjóra og áhöfn hans var umsvifalaust kastað fyrir borð. Fjölda mans hafði verið kastað fyrir borð og var talið að þetta litla skip hefði farið með 650 manns frá Haítí. Skipstjórinn og áhöfn hans, sem voru þrír menn, eru nú í haldi og hafa verið ákærðir fyrir fjöldamorð. EKKI MEIRA AF ÞESSU Afram skal haldið með vandræði þeir- ra sem standa í farþegaflutningum. Ahöfnin á skemmtiferðaskipinu Hori- zon, sem er 46.000 tonn að stærð, varð fyrir óskemmtilegri uppákomu þegar salmonellueitrun kom upp meðal farþe- ga um borð. 230 af 1.600 manns um borð veiktust á þriðja degi ferðar frá New York til Bermúda. Níu farþegar veiktust það alvarlega að þeir voru hafðir í gjörgæslu í fjóra sólarhringa á sjúkrahúsi á Bermúda. Einungis sex farþegar treystu sér ekki til að halda ferð sinni áfram með skipinu og varð útgerð skipsins að kosta undir þá flug. Ut- gerðin, Celebrity Cruises, endurgreiddi öllum þeim sem veiktust og buðu þeim fría skemmtiferð með einhverju skipa útgerðarinnar í sárabætur. Þetta glæsta skip, Horizon, hefur ekki farið varhluta af vandræðum, því á síðasta ári lést farþegi um borð í skipinu af völdurn hermannaveiki. Hermannaveikin greindist í sextán öðrum farþegum og grunur lék á að 34 aðrir hefðu einnig smitast. Veikin barst um skipið með loftræstingu og fannst vírusinn í ryksíu. ENGIR UM BORÐ Nýlega var sagt frá nýrri uppgötvun sem gerð var í Háskólanum í Plymouth í Englandi, en þar segjast menn vera búnir að hanna sjálfstýringu sem sé algjör bylting og jafnframt stærsta skrefið að ómönnuðum skipum. „Gáfaða“ sjálfstýringin tekur tillit til hreyfingar sjávar og breytingar á hreyfmgum skips, ásamt því að taka tillit til farms í skipi. Vísindamenn halda því sem framtíðarsýn 21. aldarinnar að floti ómannaðra skipa muni sigla á lengri siglingaleiðum í fylgd með móðurskipi þaðan sem öllum hópnum er stjórnað. Fræðing- arnir bera því að nú verði mannlegum mistökum eytt og því verði minna um óhöpp meðal skipa framtíðarinnar sem mannlaus ferðast um höfin. Það getur vel hugsast að hægt sé að láta skip sigla mannlaus, flugvélar án stjórnenda og lestar án lestarstjóra, en ekki er víst að farmeigendur séu mjög spenntir fyrir slíkurn farartækjum. KYRRSETNING SKIPA íslenska þjóðin hefur ekki farið varhluta af tveimur rússneskum togur- um sem lágu lengi í Hafnarfjarðarhöfn og íslandsfræg var þar liðskönnun sem framkvæmd var líkt og gerist á hver- jum morgni á herskipum. Það er víðar sem skip eru kyrrsett en hér á landi og reyndar er þetta daglegur viðburður um allan heim. Jafnvel íslenskir sjó- menn hafa sjálfir lent í slíkum hremm- ingum. I aprílmánuði sl. var 21 skip í kyrrsetningu í breskum höfnum. Ekki voru þau að vísu öll þar sökum skulda, heldur voru þó nokkur þeirra í kyrr- setningu vegna þess að öryggi skipanna var ekki í lagi. Um allan heirn er tekið mjög strangt á hlutum ef einhverju er ábótavant í öryggismálum skipa. Það mátti meðal annars áhöfnin á Hual Trotter, sem er í eigu norskra aðila, fá smjörþefmn af þegar skip þeirra var kyrrsett í níu daga vegna leka í tanki ásamt því að neyðarútgangar voru ekki í lagi. Skipið sem hér um ræðir er VÍKINGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.