Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 13
Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands íslands: Ekki allir verið sáítir við niðurstöðurnar - um árangur og viðbrögð við störfum úrskurðarnefndarinnar „Úrskurðarnefndin hefur verið að störfum og sé enga ástæðu hvorki til bjartsýni né svartsýni. Þetta hefur verið að þróast og jafnvel á þann veg sem ég var að vona. Endanleg reynsla hefur ekki fengist en leiðréttingar hafa fengist á fiskverði og um það verður ekki deilt," sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, þegar hann var spurður hvernig hann mæti árangur af úrskurðarnefndinni. Nefndin hefur úrskurðað í fjórum málum án atbeina oddamanns og í þre- mur málum þar sem oddamaður réð úrslitum. Eitt þeirra var vegna rækju- verðs í Stykkishólmi. Útgerðin bauð 85 krónur en útgerðarmenn og oddamaður réðu niðurstöðunni, sem var sú að verðið hækkaði í 90 krónur. Útgerðarmenn og oddamaður réðu einnig niðurstöðu vegna Hoffells og Ljósafells frá Fáskrúðs- firði en oddamaður og sjómenn vegna Breka VE. Mikið bar á milli í tilboði útgerðar og kröfúm sjómanna, t.d. um 35 krónum á þorskkílóinu. FISKVERD UNDANTEKNINGAR- LAUST LEIÐRÉTT „Sjómennirnir hafa ekki allir verið sáttir við niðurstöðurnar og verða það sennilega aldrei. Aftur á móti hafa aðrir talið sig fá leiðréttingar og við sjáum að það hafa fengist leiðréttingar, undan- tekningarlaust hefur fiskverð verið leið- rétt. Alveg sama hvernig niðurstaðan hefur verið fengin; verðið hefur alltaf hækkað. Það var jú markmiðið með þessu öllu. Blessunarlega hefur verð lag- færst víða án milligöngu nefndarinnar. Það er það besta, sjómenn hafa stöðu til að krefjast þess að við þá sé samið. Sú „Blessuncirlega hefur verð lagfœrst víða án milligöngu nefndarinnar. Pað erþað besta, sjómenn hafa stöðu til að krefjastþess að við þá sé samið. Sá breyting sem varð, að þeir hafa nú /jessa stöðu, hefur gjörbreytt þessu. Áður var það einhliða ákvörðun sem breyting sem varð, að þeir hafa nú þessa stöðu, hefur gjörbreytt þessu. Aður var það einhliða ákvörðun sem gilti.“ Eru mörg dæmi þess að samið hafi verið um fiskverð án þess að það hafi komið inn á borð hjá ykkur? „Ég fullyrði að það er miklu víðar að samið hafi verið um fiskverð án þess að það komi á okkar borð, það er enginn vafi. Nánast á öllu Austurlandi gekk það þannig.“ Þú telur að í þeim dlfellum, þar sem samið var beint, hafi fiskverð þokast upp á við? „Það hefur verið lagfært, já. Réttur manna til að semja um fiskverð hefur verið virtur alls staðar þar sem ég þekki til, en það gerist ekki nema menn óski eftir að gerður verði fiskverðssamningur. Ég þekki engin dæmi þess að ekki hafi verið gerður samningur þar sem þess hefúr verið óskað. Oftast gerist það heima og það er það besta.“ MÖNNUM EKKI SPARKAÐ FYRIRVARALAUST Í LAND En það var fleira en úrskurðarnefndin sem samið var um í samningunum. „Það eru komnir á samningar varðan- di ýmsar veiðigreinar, sem skilar sér varðandi saltfiskveiðar í Smugunni og víðar. Nú eru til samningar til að fara eftir, sem var ekki til áður. Við vorum ekki með neinar launakröfubreytingar í samningunum umfram það sem ASÍ samdi um. Annað var ekki undir í vor. Hjá Sjómannasambandinu verðum við varir við að lengingin á uppsagnar- frestinum hefur skilað sér. Mönnum er ekki sparkað fyrirvaralaust í land þegar útgerðinni dettur í hug. Lengingin hefur verið virt.“ Uppsagnarfrestur félaga í Sjómanna- sambandinu lengdist úr viku í tvær til fjórar vikur eftir starfsaldri. ■ VlKINGUR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.