Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 27
I góðum félagsskap í Mexíkó.
gagngerar endurbætur á skipinu. Verk-
efni rannsóknarskipanna eru mjög fjöl-
breytt.
„Við höfum verið við áturannsóknir,
botnprufur, telja hvali, hákarla- og sverð-
fiskrannsóknir með hákarlalínu. Þegar
ég var fyrir sunnan vorum við mest við
rækjurannsóknir."
HEF REKIST Á LANDANN
Á ÓLÍKLEGUSTU STÖÐUM
Aðspurður segir Gunnar að ástand
fiskstofna við strendur Bandaríkjanna sé
afar slæmt. Bátar og skip hafa verið leigð
til Suður-Ameríku og Afríku og mörg-
um hefur hreinlega verið sökkt.
Þegar Gunnar kom fyrst út voru
nokkrir íslenskir sjómenn á svæðinu.
Hann segir að Islendingum í sjó-
mennsku hafi fækkað í Bandaríkjunum
og yngri menn haft vit á að söðla um og
fmna sér nýja atvinnu.
„Hins vegar hef ég rekist á landann á
óiíklegustu stöðum. Ég hafði verið þrjú
ár í Mississippi þegar ég uppgötvaði einn
íslending í sama bæ.“
MYNDIN ÞAKTI ALLA BRINGUNA
Gunnar er stór og mikill maður vexti
með stórskorið andlit. Hendurnar eru
„Hins vegcir hefég rekist
á landann á ólíklegustu
stöðum. Eg hafði verið
þrjá ár í Mississippi þegar
ég uppgötvaði einn
íslending í sama bœ. “
engar skrifstofuhendur og geta áreiðan-
lega tekið á. ímynd íslenska sjómanns-
ins. Á handleggnum er gamaldags tattó
sem hefur fylgt eiganda sínum í 45 ár.
„Tattóið féldt ég í Englandi þegar ég
sigldi á Þórólfi, sem Kveldúlfsútgerðin
átti. Einu sinni ætlaði ég að láta hressa
upp á það í Nýhöfninni í Kaup-
mannahöfn þegar ég sigldi á Gullfossi en
endurbæturnar mistókust,“ segir Gunn-
ar og hlær. „Við vorum fjórir saman á
tattóstofunni í Englandi og einn hafði
fengið sér heldur mikið neðan í því og
sofnað. Þegar tattómeistarinn var búinn
með okkur þrjá spurði hann hvort ekki
ætti að skreyta þann sofandi. Við héld-
um það og völdurn risastóra mynd af
riddara í öllum herklæðum með lensu.
Sá sofandi var klæddur úr að ofan og
myndinni þrykkt á bringuna. Myndin
þakti alla bringuna og lensan endaði í
handarkrikanum. í því vaknaði
strákurinn og rak upp skaðræðisöskur.
Hann róaðist þegar hann uppgötvaði að
verkið var enn á byrjunarstigi og það var
hægt að þvo riddarann af.“
FER EKKI i ÞENNAN
HELVÍTIS HITA
Gunnar á mikið safn mynda frá mörg-
um ólíkum stöðum, heitum og köldum.
Hann vill ekki nefna neinn uppáhalds-
stað og svarar fáu þegar blaðamaður spyr
hvar hann ætli að eyða ellinni.
„Ég fer ekki í þennan helvítis hita,“
segir hann.
Synir Gunnars hafa kvænst banda-
rískum konum og eiga börn. Þeir eru
báðir kírópraktorar, sem ekki er amalegt
fyrir bakveikan sjómann, enda segir
Gunnar að þeir reddi honum alltaf þegar
bakið segir til sín. Þótt Gunnar vilji lítið
tala um framtíðina er augljóst að undir
niðri blundar löngun til að flytja aftur til
Islands. ■
Texti: Jóhanna A.H. .Jóhannsd.
VÍKINGUR
27