Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 29
Það verða alltaf takraarkanir
„Það verða alltaf takmarkanir á hvað
hægt er að gera. Þegar verið er að fljúga
inn á land verða flugmennirnir að sjá til
til að komast á milli fjalla og annað slíkt.
Við höfúm ekki radara til að fara á milli
fjalla. En út á sjó er hægt, að mínu mati,
að komast í flestum veðrum. Það verður
að vera ofsaveður til að við komumst
eldd. Nú erum við komnir með afísingar-
búnað sem við höfðum ekki áður. Það
hjálpar til og eins er aflið mun meira og
þessi þyrla tekur mun fleiri en hin. Það
verður aldrei algild regla hvað við
munum geta, en með þessari þyrlu var
tekið stökk fram á við hvað öryggi varðar,
bæði fyrir okkur og þá sem við þurfiim
að aðstoða,“ sagði Benóný Asgrímsson
flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um
nýja þyrlu gæslunnar, TF-LIE
„Við vissum vel að hverju við gengum
en af þeirri reynslu sem komin er þá
hefur ekkert komið okkur á óvart. Hún
stenst allar þær kröfur sem við gerðum.
Ef eitthvað er þá er hún öflugri en við
áttum von á.“
ALLT GENGUR
SAMKVÆMT BÓKINNI
TF-LIF tekur mest 22 farþega. „Það
fer þó eftir hvað mikið eldsneyti er í
henni. Lengsta vegalengd sem við getum
farið er tæplega 300 mílur. Í svo löngu
flugi þyrftum við að eiga mikið eldsneyti
til að komast heim aftur og þá gætum
við tekið mest 14 til 16 manns. Við
erum að ljúka þjálfun spilmanna og
lækna og annarra sem vinna með okkur.
Það hefur reynt á afísingartækin og allt
gengur samkvæmt bókinni. Við sem
störfum við þetta horfum fram á allt
annað líf, bæði hvað við verðum mun
betur búnir til að veita aðstoð og eins
hvað varðar okkar eigið öryggi,“ sagði
Benóný Asgrímsson. ■
„Hún stenst allarþœr
kröfur sem við gerðum.
Ef eitthvað er þá er hún
öflugri en við áttum von á. “
VlKINGUR
29