Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 56
bílaflutningaskip, 35.000 tonn að stærð. Fimm stórflutningaskip og sjö hefðbundin flutningaskip voru meðal þessara skipa. Það er víst að áhafnir þessara skipa hafa ekki allar verið kyrrsettar vegna skulda útgerða heldur vegna eigin trassaskapar og lélegs eftir- lits um borð. VAXTARBRODDUR Ekki eru allar útgerðir í fjárhagsvandræðum ef horff er til ind- versku útgerðarinnar Shipping Corp. of India, en fyrirtækið hefur ákveðið að eyða 1 billjón dollara til að kaupa fjörutíu skip á næstu tveimur árum. Tíu þessara skipa verða nýsmíði en þrjátíu keypt notuð. Búast má við að erfitt verði fyrir útgerðina að manna öll þessi skip, en mikill skortur er á yfir- mönnum í indverska flotanum, þar sem aðrar þjóðir bjóða indverskum skipstjórnarmönnum mun betri laun en í boði eru í þeirra heimalandi. ÚFF Af því fer ekki sögum hvort slæm lykt fannst á göngum Horizon þegar salmonellueitrunin braust út, en hér kemur önnur þar sem lykt hafði alvarlegar afleiðingar. Fyrir skömmu strandaði rannsóknarskip vestur í Bandaríkjunum, nánar tiltekið um 20 mílum fyrir austan Key West. Við rannsókn bandarísku strandgæslunnar á strandinu kom í ljós að skipinu var siglt á sjálfstýringu þegar strandið varð. Skipstjóri og háseti höfðu verið í brúnni skömmu áður, en voru nýfarnir út á brúarvæng til að anda að sér frísku lofti þegar skipið strandaði. Vond lykt hafði nefnilega yfirbugað þessa tvo herramenn svo gjörsamlega að þeir urðu að flýja brúna. Hásetinn hafði verið á stýrinu þegar þessi ógurlega lykt gaus upp og varð hann að sleppa stýr- inu og hlaupa út, því eins og hann lýsti því þá var lyktin svo ógurleg að hann táraðist og sá ekki neitt. Að vísu varð skipstjórinn að gera slíkt hið sama fljótlega, jafnvel þótt hann hefði sjálfur átt framleiðsluréttinn á lyktinni! Skipstjórinn hafði nefnilega leyst vind og það svo um munaði. Skipstjórinn, sem reyndar var á skilorði sökum annars strands, hefur látið sig hverfa. Hjá strandgæslunni segjast menn loks hafa skilið merkinguna í orðunum: GONE WITH THE WIND!!! RISARNIR Tvisvar sinnum fleiri risaolíuskip VLCC (Very Large Crude Carrier) voru seld til niðurrifs fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þrjú risaolíuskip og sextán minni tankskip luku ferli sínum í brotajárns- haugnum en jafnmörg ný olíuskip voru tekin í notkun. Tankskipastóll heimsins telur nú 2,863 skip sem eru 266 milljónir burðartonna. MÉR DATT í HUG! Stofnandi Sea-Land-gámaskipaút- gerðarinnar í Bandaríkjunum, Malcolm McLean, var flutningabíl- stjóri sem hafði nákvæmlega enga þekkingu á skipum. Það má segja að hann hafi verið réttur maður á réttum stað með réttar hugmyndir. Allur hans hugur var við flutninga og sem flutn- ingabílstjóri í Norður-Karólínu um 1950 fylgdist hann oft með olíu- skipum sem komu til Austurstrandar- innar frá Mexíkóflóa með olíufarma, en skipin héldu öll tóm til baka. Hann átti reyndar þó nokkra flutningabíla sem fluttu farma til staða við Mexíkó- flóa og fór að velta því fyrir sér hvort ekki væri mögulegt að flytja flutn- ingabílana með þessum skipum og spara þannig heljarmikla keyrslu. Hann hafði samband við eina af þes- sum olíuskipaútgerðum sem tók þes- sari hugmynd vel. Akveðið var að prófa Q Við veitum góðri hugmynd brautargengi! LANAS JOÐUR VESTUR-NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3-105 REYKJAVÍK SÍMI: 560 5400 • FAX: 588 2904 56 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.