Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 41
Fimmtíu ár eru frá stríðslokum
Fiskimiðum
lokað
Herstjórnin lýsti, 25. nóv-
ember 1940, fyrirvaralaust allt
hafsvæðið milli Vestfjarða og
Grænlands hættusvæði og var öll
óviðkomandi umferð bönnuð,
þar á meðal siglingar fiskiskipa og
báta. Hernaðaryfirvöld skýrðu í
engu þessa tilskipun enda töldust
skýringarnar til hernaðarleyndar-
mála. En áhrif hennar voru alvar-
leg fyrir vestfirska .sjómenn.
öllum gjöfulustu fiskimiðum
þeirra var lokað á einu bretti, um
100 bátar sviptir veiðisvæði og
atvinnuöryggi hátt á annað
þúsund Vestfirðinga ógnað.
Ríkisstjórnin hóf þegar viðræð-
ur við herstjórnina um að hættu-
svæðið yrði minnkað, og bentu
talsmenn íslendinga á að innan
svæðisins væru auðug fiskimið og
allur afli er þar veiddist færi nær
óskiptur til Bretlands. Bretar
féllust á að gera nokkrar tilslakan-
ir, án þess þó að þær kæmu að
verulegu gagni. Máttu Vestfirð-
ingar þola mikið aflaleysi.
1 desember lýsti herstjórnin
hafsvæðið út af Austfjörðum
einnig hættusvæði. Náði hættu-
svæðið frá Berufirði og norður
um, allt til Borgarfjarðar eystri.
Innan þess voru flest gjöfulustu
fiskimið Austfirðinga.
Á báðum hættusvæðunum var
lagður aragrúi tundurdufla sem
fljótt tóku að slitna upp. Urðu
ráðstafanir Breta mjög til að auka
kröfur um að stríðstryggja þyrfti
alla íslenska sjómenn er stunduðu
siglingar og veiðar við landið.
Það var loks 21. janúar 1941 að
Bretar minnkuðu hættusvæðið
fyrir Vestfjörðum og lágu
bátamiðin utan þess. Á sömu leið
fór fyrir austan land. Sjósókn var
þó ekki þar með tryggð, því
tundurduflin sköpuðu enn milda
hættu þar sem þau voru á reki um
allan sjó.
Síðar á stríðsárunum var lagt
algert bann við fiskveiðum á
afmörkuðu svæði út af Reykjanesi
og í Faxaflóa. Þá var við banda-
ríska setuliðið að eiga, og þrátt
fyrir að ríkisstjórnin léti málið til
sín taka tókst ekld að fá Banda-
ríkjamenn til að slaka á fyrir-
mælum um algert veiðibann. Það
var ekki fyrr en stríðinu var lokið
að skýring fékkst á banninu.
Þýskir kafbátar höfðu oft veitt
skipalestum á leið í Hvalfjörð
fyrirsát á þessum slóðum. Einasta
leiðin til að finna þá var fyrir
tilstilli radarsins, sem var eitt
skæðasta vopn bandamanna í
átökunum á hafinu. Og radarinn
gerði engan greinarmun á
óvinakafbátum í vígahug og sak-
lausum fiskibátum. ■
41
Nýjar
lausnir í
bitavinnslu
Marel býður upp á nýjar lausnir í
bilavinnslu. Tölvusjón stjórnar
hárnákvæmum skurði hratf og örugglega.
Marel skurðarvélin mælir, reiknar út og
sker hráefni í afurðir á hagkvæman hátt,
samkvæmt þörfum vinnslunnar.
Marel skurðarvélin er meðfærileg og
auðveld í notkun og viðhaldi. Vélin
þolir mikið álag og er hönnuð fyrir
vinnslu jafnt í landi sem á sjó.
Hafið samband við...
Marel hf., Hofóabakki 9, 112 Reykjavík
VlKINGUR