Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 45
ígulkeraafurðir þess að þarlendir álitu að kynkirtlar ígulkera hefðu ntjög göfgandi áhrif á kyngetu karlmanna, sérstaklega þegar þeir væru komnir yfir miðjan aldur og farnir að dofna. Nú, við fórum strax af stað hér á stofnuninni til að kanna þetta nánar - ekki þó kyngetuna sérstaklega — og komumst að því að þetta væri svona eins konar aukaveiði í hörpudiskveið- inni í Breiðafirðinum og fengum nokkur sýni þaðan og þetta passaði allt saman, því þegar Japanirnir fengu að smakka þetta þá komust þeir í eins konar alheims-„nirvana“-ástand þegar þeir slöfruðu þetta í sig með mikilli áfergju. Þetta var svona kveikjan að þessu og við höfum svo reynt að athuga málið betur. Svo gerðist það í kringum 1988 að tveir ungir menn með viðskiptasam- bönd komu til að leita samstarfs við stofnunina með svona veiðar og út- flutning í huga. Þetta samstarf hófst en gekk skrykkjótt, einkum vegna fjár- hagserfiðleika ungu mannanna, en áður en það lognaðist út af á árinu 1989 ákváðum við að sækja um styrk til Rannsóknarráðs og fengum úthlutað þremur milljónum króna. Með þetta að veganesti fórum við að líta í kringum okkur til að gera heildarrannsóknir á árssveiflum þessara tegunda, því að á vissum tíma eru hrognin eða kynkirtl- arnir stærri og nýtanlegri en á öðrum. Svo við förum af stað með rannsóknir í Hvalfirði og til samanburðar á tveimur stöðum í Breiðafirði og þetta tekur hálft annað ár.“ VEIDAR, VINNSLA OG ÚTFLUTNINGUR HEFJAST „Um þetta leyti hefja samstarfs- aðilarnir samvinnu við Japani sem eru búsettir í Bandaríkjunum og eru einna stærstir útflytjenda til Japans. Þessir aði- lar hefja svo veiðar á ígulkerum, þarna um 1991 til 1992, og fá innan við 100 tonn og í framhaldi af því verður eins konar sprenging, þar sem allir voru gripnir eins konar gullæði eða ígulkera- æði; alls konar verksmiðjur spruttu upp og veiðar hófust víðsvegar í kringum landið þannig að 1992-3 voru veidd um 300 tonn og svo um 800 tonn 1993-4 og loks um 1.400 tonn 1994-5. Af þes- sum 1.400 tonnum sem veiddust á síðas- ta tímabili voru svo flutt út um 5% í afurðum eða um 70 tonn. A þessu tíma- bili hefur hins vegar framleiðsluaðilum fækkað úr fjórtán 1992-3 í fjóra nú. Þetta er nú í stuttu máli það sem hefur verið að gerast og að mínu mati er þetta gott dærni um hvernig unnt er með hæfilegum fjárstyrk og góðum samstarfs- aðilum að fylgja hlutunum eftir, ekki bara rannsóknarþættinum heldur líka markaðssetningunni, veiðunum og vinnslunni. Það er líka mikilvægt að ein- blína ekki á kostnaðinn heldur meta hann í upphafi út frá markmiðinu. Ond- vert þessu mætti nefna kúfiskdæmið fyrir vestan á sínum tíma þar sem markaðsþættinum var ekki sinnt og því fór sem fór. Þessir fjórir þættir, rannsóknirnar, veiðarnar, vinnslan og markaðurinn, þurfa því að vera í sam- hengi og vinnast til fulls til að árangur náist. Þannig gerði Rannsóknarráð það að skilyrði fyrir styrkveitingunni á sínum tíma, að við værum með einkafyrirtæki í þessum athugunum okkar á ígulkerun- um, fyrirtæki sem svo yrði sjálfbjarga þegar hlutverki stofnunarinnar lyki. Þetta tókst sem sagt og fyrir utan þetta samstarfsfyrirtæki okkar eru eins og ég sagði áðan þrjú önnur fyrirtæki við þessa útgerð.“ VEIDITÍMI OG VEIÐITÆKNI „Veiðin hefst í ágúst/september og stendur til mars/apríl. Á þessu tímabili eru kynkirtlarnir stærstir og þroskaðastir, en þó svolítið mismunandi eftir aðstæð- um, t.d. er þroskatíminn lengri í Húna- flóa en í Breiðafirði og ráða mismunandi hiti, birta og önnur lífsskilyrði þar mestu. I upphafi köfuðu menn eftir ígulkerunum, en svo þróuðu menn veiðiaðferð svipaða og í skelfiskveiðun- um og eru aðalveiðarfærin plógar og þá einkum hjólaplógar, en með þeirri tækni varð bylting í veiðunum, enda hægt að stunda þær á mun meira dýpi en ella. Til eru margar tegundir ígulkera og segja má að flestar þeirra séu alætur, þ.e. lifa á þörungum, skeljum, hræjum og nánast öllu sem að kjafti kemur, en sú tegund sem við veiðum heitir skollakoppur (lat.: Strongylocentrotus droebachiensis) eða grænígull sem lifir meira á grunnslóð, frá fjöruborði niður á 30-40 metra. Litur og gæði kynkirtlanna gefa mjög sterkt til kynna fæðuna sem að baki er og gefa þörungaætur besta raun í þessu ljósi. Hins vegar er það svolítið öðruvísi með þessar veiðar en margar aðrar, að fjöldi eða magn ígulkera á einum stað fer sjaldnast saman við gæði og stærð kyn- kirtlanna.“ Hvernig finna menn það út hvort veiðisvœðið er gott eða vœnlegt þar sem svona margir þattir skipta máli? „Það verður einfaldlega að byrja á að taka sýni úr hverju hali og taka t.d. tíu ígulker og opna þau og ef sex eða fleiri eru með gulan, fallegan lit, þá er líklegt að um háan gæðaflokk sé að ræða.“ VÍKINGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.