Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 34
Ví
SJOMANNABLAÐIÐ
IKINGUR
pjónws
fusídu*'
Umsjón: Olafur A. Guðmundsson
Vertu séður! -
Veldu öryggi!
Hafinn er innflutningur á
Cyclops-radarsvörum fram-
leiddum í Bretlandi. Radarsvar-
ar þessir eru taldir með merki-
legustu uppfinningum seinni
tíma hvað varðar öryggi smá-
báta á hafi úti, einnig hafa þeir
reynst öruggir við að staðsetja
báta úr lofti ef um sjóskaða er
að ræða. Radarsvararnir eru nú
í auknum mæli notaðir á inn-
siglingarbaujur og hafa bresk
hafnaryfirvöld tekið tækinu
opnum örmum, ekki síst vegna
þess að varinn er viðhaldsfrír og
kostar innan við 1/10 af því
sem þau tæki kosta sem þeir
hafa notað fram að þessu, en
gerir nánast það sama og hinir.
Innflytjandi er Cyclops-
umboðið á íslandi, Sigtúni 33,
sími 588-6244.
Aðeins öflugur radarsvari
gerir smábáta sýnilega, úr
öruggri fjarlægð, í radar
annarra skipa. Litlir tré- eða
trefjaplastbátar framkalla aðeins
veika og skammvinna svörun á
radarskjá, sem erfitt getur verið
að fylgjast með. í hraða nútím-
ans halda skip fullum sigl-
ingarhraða, jafnvel í mjög
slæmu skyggni. Það getur því
verið um seinan að bregðast við
þegar bátur sést ekki fyrr en
komið er mjög nálægt honum.
Eins mikið og skipstjórnar-
menn reiða sig á „augu“
radarsins til að forðast árekstra
á sjó er það orðið lífsspursmál
að sjást í radar.
Cyclops er fyrstur af nýrri
kynslóð radarsvara og sá eini
sem hlotið hefur viðurkenn-
ingu samkvæmt alþjóðastöðl-
um. Hann byggist á nýjustu
tækni, svokölluðum rafeinda-
linsum. Hann virkar á svipaðan
hátt og auga eða endurskins-
merki, þ.e. safnar orkugeislum
inn á augnbotninn og
endurvarpar þeim síðan öllum í
sömu stefnu og þeir komu úr,
þ.e. beint að þeim radar sem
sendi þá og gefur skýrt endur-
varp í allt að 15 mílna fjarlægð
í góðu veðri og allt að 6 mílum
í slæmu skyggni.
Sú tækni sem Cyclops-radar-
svarinn byggist á var upphaf-
lega þróuð sem varnartækni í
hernaði og notuð með góðum
árangri í Falklandseyjastríðinu
sem tál fyrir Ecxoset-eldflaugar.
Hver Cyclops-radarsvari hef-
ur að geyma tvær rafeinda-
linsur, sem komið er fyrir í
vatnsheldu hylki, sem gert er úr
háþróuðu nælonefni, „Luran“,
sem hrindir frá sér vatni og
hefur afar mikið veðrunar- og
tæringarþol.
Cyclops-radarsvarinn er al-
gerlega óháður öðrum kerfum
og gegnir því hlutverki sínu þó
að allt rafmagn og vélarafl
bregðist. Hann hefur enga
hreyfanlega hluta og krefst ekki
neins viðhalds — aðeins þarf að
þurrka öðru hvoru af honum
með rökum klút.
Staðsetning á masturstoppi
gefúr 36011 svörun án skugga
af mastri, sem dregur úr
svörun.
Cyclops er léttur og straum-
línulagaður og hefúr því sára-
lítil eða engin áhrif á stöðug-
leika bátsins. Einnig er gert ráð
fyrir að unnt sé að koma fyrir
festingum fyrir toppljós, loftnet
og ýmsan þann búnað sem þarf
að vera í masturstoppi fyrir
ofan og til hliðar við
radarsvarann þar sem opið er
upp í gegnum hann. Við
munum einnig bjóða sér-
hannaða festingu, úr ryðfríu
stáli (ss316), fyrir radarsvarann
til festingar á mastur. Einungis
þarf að gefa upp þvermál á
masturstoppi.
Vélbúnaður í nýjan
hafnsögubát fyrir
Vestmannaeyjahöfn:
MD-vélar
urðu
ofan á
þegar
valið var
á milli
fjórtán
aðila
Nýlega var gengið frá samn-
ingum milli HafnarsjóSs Vest-
mannaeyja og MD-véla hf.
um kaup á vélbúnaði fyrir
hinn nýja úthafshafsögu- og
dráttarbát sem er i smíðum i
Skipalyftunni í Vestmanna-
eyjum.
Gerð búnaðarins var boðin
út og skiluðu fjórtán aðilar
inn tilboðum.
Vélbúnaðurinn samanstendur
í stórum dráttum af eftirfar-
andi:
Aðalvélar: Tvær MITSUBISHI
S12R-MPTA-díselvélar, hvor
vél skilar 746 KW 1.500
sn./mín.
Hjálparvélar: Tvær 70 KW
rafstöðvar sem samanstanda
Ger6 Lengd cm Breidd cm Hæ& cm Þyngd kg
Cydop* 1 31 5 27 5 17? 2 ’5 |
Cydop* 2 30- 30' ’o ■, 4 ~0
■■■■■■■■■■■■ 25,2 8 40 |
Radar þversniö Notkun
2peaks @ 4 ms 360~ @ 1,4 m£ Smábátar og gúmbátar - Línu- og netabaujur.
2peaks @ 6 mS 3ó0~ @ 2,0 mS Mi5lungsstórir segl- og vélbátar, innsiglingarbaujur.
2peaks@10,5mS 360~ @ 4 mS Útháfsseál-og vélbátar og björgunarskip. |
pjónus,us'*ur