Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 47
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Arið 1994 var 31- rekstrarár Lífeyrissjóðsins Hlífar. Fyrstu greiðendur
í sjóðinn voru starfsmenn Varnarliðsins og Hvals hf Þeir hófu greiðslur
til okkar árið 1964, en höjðu fi~am að þeim tíma ekki haft neinn sjóð
til að greiða í. Það voru Vélstjórafélag Islands og Skipstjóra- og
stýrimannafélagið Aldan sem stóðu að stofnun sjóðsins.
Síðan hefur orðið heilmikil fjölgun á
lífeyrissjóðum, aðallega með tilkomu
svokallaðra SAL-sjóða árið 1970, en þeir
eru nú 21 talsins. Nú allra síðustu ár hefur
aftur borið á fækkun sjóða og er þeirri
þróun ekki lokið.
Vissulega hefur sú spurning vaknað
hvort við ættum að leita samstarfs eða
samruna við aðra sjóði, en okkar sjóður er
ekki með nema um 400 iðgjaldagreið-
endur á ári. Stjórnin fór að tilmælum
tryggingafræðings og leitaði allra leiða til
að gera reksturinn hagkvæmari. Fyrir
röskum tveimur árum var skrifað bréf til
allra lífeyrissjóða á stór-Reykjavíkur-
svæðinu með beiðni um athugun á sam-
starfi. Samtals hefur verið fundað með
fimmtán sjóðum í þessu sambandi en
niðurstaðan hingað til verið sú að enginn
kostur sé sjáanlega betri en að starfa áfram
einir.
Þetta kann að þykja einkennileg
niðurstaða, en ástæðan er sú að rekstur
Hlífar hefur gengið ákaflega vel undanfar-
in ár og þar vegur þyngst góður árangur í
ávöxtunarmálum, þar sem Hlíf hefur
verið í fararbroddi. Meðalávöxtun Hlífar
undanfarin fimm ár hefur verið 8,9%
umfram lánskjaravísitölu.
Sú kennitala úr starfsemi lífeyrissjóða
sem hæst hefur farið í fjölmiðlum er
kostnaður sem hlutfall af iðgjaldatekjum
og vissulega stöndum við okkur ekki vel
þar, með hlutfall upp á 10%. Þegar heild-
arniðurstaðan er metin kemur í Ijós að
vaxtatekjur sjóðsins námu í fyrra 130
milljónum, en kostnaðurinn 6,5 milljón-
um eða 5% af vaxtatekjum. Þarna passar
því vel sagan um manninn sem kastaði
krónunni en hirti fimmeyringinn. Þó að
kostnaðurinn sé hár sem hlutfall af ið-
gjaldatekjum, þá er hann alls ekki hár
þegar litið er á heildardæmið. Stjórn
Hlífar hefur kosið að vera ekki í hlutverki
þess sem kastar krónunni og hirðir fimm-
eyringinn og því komst hún að þeirri
niðurstöðu sem að framan greinir.
Því er hins vegar ekki að neita að rekst-
ur lífeyrissjóðs er mjög viðkvæmur. Benda
má á að það er ekki lengra síðan en árin
1982 og 1983 sem sjóðurinn var með
neikvæða ávöxtun og þar áður óverð-
tryggð ár. Starfsumhverfi lífeyrissjóða
hefur farið batnandi undanfarin ár, með
„Pað sem helst háir okkur
er hár meðalaldur sjóðfé-
laga en hann er um 43 ár.
Pað þýðir einfaldlega að
við þuifum að gera betur en
aðrir í ávöxtun."
lækkun verðbólgustigs og víðtækari heim-
ildum til ávöxtunar. Það er því við þessar
aðstæður ekki ástæða til annars en vera
bjartsýnn, sérstaklega í ljósi þess að trygg-
ingafræðileg úttekt sem miðast við árslok
1994 gefur okkur til kynna að sjóðurinn
eigi fyrir áföllnum skuldbindingum þegar
miðað er við 3,5% vexti og eignir núvirtar
á sama hátt. Það sama gildir um aðra
sjóði; þeir eru hver af öðrum að ná þessu
marki. Þá eru reyndar undansldldir opin-
berir sjóðir og sjóðir sveitarfélaga, en þes-
sir sjóðir hafa enn ekki tekið á sínum
málum, því miður.
Eins og að framan greinir er sjóðurinn
ekki stór og vegur ekki nema 0,5% af
heildarlífeyrissjóðakerfmu, sem er nú um
240 milljarðar. Við erum þó ekki ánægðir
með okkar hlut í heildarpottinum, því
félögin sem að sjóðnum standa eru með á
þriðja þúsund félagsmenn og því er hlut-
ur Hlífar alltof lítill. Hluti skýringarinnar
á því hvers vegna Hlífarfélagar eru ekki
fleiri er að sérlög eru um Lífeyrissjóð sjó-
manna sem stýra sjómönnum þangað.
Einnig hafa margir félagsmenn hjá ríki og
sveitarfélögum fengið að velja hvort þeir
borguðu til okkar eða í opinberan sjóð.
Hve fáir hafa vaJið að greiða til okkar er
e.t.v. á misskilningi byggt, þar sem í þessa
opinberu sjóði má aðeins greiða af fasta-
kaupi og vaktaálagi, en reynslan sýnir að
hluti þess hóps er aðeins að kaupa sér
hálfa tryggingu þar sem þeir fá margir
hverjir aðeins að greiða af helmingi heild-
arlauna. Þessi mál þarfnast því skoðunar.
Lífeyrissjóðakerfið vex um 15 til 16% á
ári og er nú orðið stærra en bankakerfið.
Eftir fimm til sex ár er jafnvel áædað að
lífeyrissjóðirnir verði orðnir helmingi
stærri. Við því er að búast að augu löggjaf-
arvaldsins beinist í vaxandi mæli að þessu
öfluga lífeyriskerfi, en miðað við önnur
ríki stendur okkar lífeyriskerfi mjög vel.
Því miður hafa nokkrir lífeyrissjóðir farið
illa, hafa þurft að skerða réttindi tíma-
bundið, en á heildina litið er lífeyriskerfið
að rétta úr kútnum og vonandi er sú
neikvæða umræða sem loðað hefur við
kerfið nú að bald.
Það er rétt að þau félög sem að sjóðnum
standa þjappi sér saman urn sinn eigin
sjóð og vonandi tekst okkur að fá þá
félagsmenn til okkar sem greitt hafa í aðra
sjóði á undanförnum árum af ýmsum
ástæðum. Það sem helst háir okkur er hár
meðalaldur sjóðfélaga en hann er um 43
ár. Það þýðir einfaldlega að við þurfum að
gera betur en aðrir í ávöxtun því það sem
skiptir sköpum um stöðu lífeyrissjóða er
ávöxtunartíminn (meðalaldur sjóðfélaga),
ekki rekstrarkostnaðurinn.
Sjóðfélagafundur (aðalfundur) verður
haldinn á Hótel Sögu laugardaginn 30.
september kl. 14:00 og eru sjóðfélagar
hvattir til að mæta.
Valdimar Tómasson
VÍKINGUR
47