Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 15
40 krónur fyrir kílóið. Þetta er afleiðing
af lagasetningu frá Alþingi og þetta
kemur fram í kjörum sjómanna.“
Sighvatur kom inn á þá ætlan útgerða
að leigja skip frá sér til að komast hjá
verkfalli. „Eg fordæmi þau vinnubrögð
útgerða. Þetta er verkfallsbrot sem ég
hélt að þekktist ekki lengur.“
ÁRNI R. ÁRNASON:
„GAGNRÝNISVERT"
Arni Ragnar Árnason sagði það gagn-
rýnisvert að útgerðarmenn hygðust flytja
skip sín milli svæða eða landa til að
komast hjá verkfalli.
Hann spurði: Ef skylda á að vera að
allur fiskur fari á markað, hvar er þá frels-
ið.
KRISTJÁN PÁLSSON:
„FISKMARKAÐIR HAFA VERIÐ
AÐ GEFA EFTIR"
„Ég held að allir viðurkenni að fisk-
markaðir hafa aukið verulega verðmæta-
sköpun í sjávarútvegi með nýtingu
sjávarafla sem ekki var nýttur áður.
Fiskmarkaðirnir hafa verið að gefa
eftir. Það fer minna af þorski í gegnum
þá nú en áður. Það fer það mikið í tonn
á móti tonni-viðskiptum.“
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON:
„SLÍKT VERÐUR AÐ FORDÆMA"
„Hitt er alvarlegra, sem hefúr komið
fram hér í umræðunum, að nolckur
fyrirtæki hafa ákveðið að fremja verk-
fallsbrot.
Ég tel að Alþingi hljód að skoða hvort
heimila eigi útgerðarfyrirtækjum sem
brjóta vinnulöggjöfina að halda heimild-
um til fiskveiða óbreyttum. Hér er
greinilega verið að brjóta vinnulöggjöf-
ina.
Slíkt verður að fordæma harkalega.“
ÁGÚST EINARSSON:
„MEÐ ÓLÍKINDUM"
„Það er með hreinum ólíkindum að
slík viðbrögð við löglegri vinnustöðvun
skuli eiga sér stað. Hér er verið að takast
á um grundvallaratriði í kjarabaráttu
hérlendis.
Þannig er þessi vinnudeila komin á
mjög alvarlegt stig. Ríkisstjórn landsins
verður að hafa afstöðu í þessu máli.“ I
Benedikt Valsson var formaður samninganefndar
farmanna í samningaviðræðunum í sumar:
Félagarnir voru ekki nógii sáítir
„Upphaflega var samið við farmenn 24. „Já, ég vil segja það. Það náðist viðbót
apríl síðastliðinn. Þeir samningar voru
felldir af farmannafélögunum innan
Farmanna- og fiskimannasambandsins, en
vélstjórar samþykktu samninginn. Ástæða
þess að samningurinn var felldur er sú að
félagarnir voru ekki nógu sáttir við
niðurstöðuna. Þá var ekki annað að gera
en reyna að ná fram meiru,“ sagði
Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri
Farmanna- og fiskimannasambandsins og
formaður samninganefndar farmanna,
um átökin sem áttu sér stað snemmsumars
í samningamálum farmanna.
„Það náðist nýr samningur eftir fimm
daga verkfall, sem hófst 26. júní og lauk
30. júní með undirritun samninga, sem
voru síðan samþykktir.“
Urðu miklar breytingar frá þeim
samningi sem var felldur og þeim sem
síðan var samþykktur?
sem leiddi til þess að félagarnir samþykktu
með miklum meirihluta. Meðal þess sem
breyttist milli samninganna var meiri
kauphækkun.
Ég vona að þegar kjarasamningar verða
gerðir næst komi ekki til verkfálls. Það er
enginn sældarleikur að fara í verkfall; það
er neyð að þurfa að grípa til þess. Það sem
hvílir þyngst á farmönnum í dag er atvin-
numálin, þar er á brattan að sækja.
Skipum hefúr fækkað og nánast öll
millilandaskip eru komin undir erlendan
fána. Það hefúr skapast jafnvægi á síðusm
misserum, stöðum hefúr ekki fækkað eins
hratt og áður. Á þeim skipum sem eru í
áætlanasiglingum til Islands og frá em
flestar stöður mannaðar íslendingum, það
er að segja hjá skipafélögum í eigu
íslendinga.“
SKOÐUN OG VIÐGERÐIR
GÚMMÍBÁTA.
EINNIG SKOÐUN OG
VIÐGERÐ BJARGBÚNINGA.
Gúmmíbátaþjónustan
Eyjaslóð 9 • Örfyrisey • Sími: 551 4010 • Fax: 562 4010
15
VÍKINGUR