Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 54
Tuttugu ár frá síðasta þorskastríði:
Það síðasta var
styst og harðast
- segir Helgi Hallvarðsson skipherra
„Eftir að stríðinu lauk var skipt um gír og ný áhersla kom í starf
Landhelgisgeeslunnar. Það var mikill spenningur á meðan á þessu stóð.
Það var ekki fyrr en þessu var lokið að við gerðum okkur fullkomlega
grein fyrir í hverju við höfðum staðið. A meðan á mesta hasarnum stóð
hugsuðum við ekki svo mikið um hvernig þetta allt saman var, “ segir
Helgi Hallvarðsson skipherra, en 15. október eru liðin tuttugu ár frá
þvíþorskastríðið vegna útferslu landhelginnar í 200 mílur hófst.
Klippt á togvíra bresks togara.
Bresk freigáta siglir á bakborðssíðu Baldurs.
Þið voruð oft í lífihœttu?
„Já, sérstaklega þegar dráttarbátarnir
voru að reyna að ná okkur. A Þór lentum
við eitt sinn í baráttu við þrjá dráttar-
báta. Þeim tókst að sigla á okkur og
valda miklum skemmdum."
Telurðu að peir hafi hreinlega œtlað að
sökkva ykkur?
„Það var meiningin hjá þeim að gera
okkur óhæfa til að sinna störfum okkar.
Við vitum að þegar verið er í aðgerðum
sem þessum úti á sjó er ekki alltaf hægt
að ráða við atburðarásina. Sérstaklega
átti þetta við um herskipin. Þegar þau
voru að reyna að lemja okkur að utan þá
réðu þeir ekki við hversu þung höggin
urðu. Herskipin voru það erfið í
stýringu."
Funduð pið ekki Jyrir vanmatti á pes-
sum litlum skipum sem pið voruð á?
„Nei, alls ekki. Við stóðum þeim
fyllilega á sporði hvað sjómennskuna
varðar. Það eina sem við óttuðumst
verulega var fallbyssurnar. Við hefðum
haft lítið í þá að gera hefði þeim verið
beitt. Okkar skip voru miklu betri í
snúningum en þeirra og það hjálpaði
okkur.“
Voru samt ekki einhverjir peirra ágœtir
sjómenn?
„Jú, mikil ósköp. Það voru þarna
margir ágætis sjómenn.“
Afitur að átökunum. Voru menn ekki oft
hrœddir?
„Jú, við reyndum, þegar ljóst varð að
til átaka myndi koma, að hringja
viðvörunarbjöllum svo áhöfnin gæti
komið sér þangað sem menn gátu haldið
sér. Það átti aldrei að koma neinum á
óvart. Menn voru að sjálfsögðu mismik-
ið spenntir eins og gengur."
Saknar pú pessa tíma?
„Nei, nei. Það er gott að þetta er búið.
Við sluppum vel við slys miðað við
hvernig þetta fór fram allt saman.“
Helgi tók pátt í premur porskastríðum;
12 mílunum, 50 mílunum og 200
mílunuum. Hvert peirra skyldi hafa verið
harðast?
„Það síðasta var styst og harðast." ■
54
VÍKINGUR