Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 42
'é*
Breskt segultundurdufl sem slitnað hafði upp og rekið á land. Slík dufl, sem
voru um 1.20 m á lengd, voru lögð við akkeri á siglingaleiðir og innihéldu 225
kg af dýnamíti. Duflin sprungu ef skip sigldi í námunda við þau.
A hættuslóðum
fyrir
Vestfjörðum
Sá landshluti sem hvað helst komst hjá
raski styrjaldaráranna var Vestfirðir.
Hvorki breska hernámsliðið ná banda-
ríska setuliðið höfðu þar mikinn viðbún-
að þótt þar væru nokkrar eftirlitsstöðvar.
A hafsvæðinu úti fyrir Vestfjörðum mátt
hinsvegar glöggt greina að heimsstyrjöld
var í algleymingi og það voru einmitt
vestfirskir sjómenn sem fyrst og fremst
fengu að kenna á hættum stríðsins.
Veturinn 1940 til 1941 lýstu Bretar yfir
hættusvæði úti fyrir Vestfjörðum.
í blaðaviðtali haustið 1982 rifjuðu
tveir fyrrverandi skipstjórar frá Vest-
íslensk fiskiskip fengu að kenna á miskunnarleysi kafbátahernaðar Þjóðverja
og þýskra flugvéla. íslensku skipin voru rækilega merkt nafni landsins og
íslenska fánanum ef það mætti verða til þess að minnka hættu á árásum. Hér
sést merkingin greiniiega á togaranum Gulltoppi frá Reykjavík.
Missir
Dettifoss
Aðeins rúmum þremur mánuðum
síðar barst sú sorgarfregn frá Skotlandi
að hinn 21. febrúar 1945 hefði þýskur
kafbátur ráðist að Dettifossi skammt
norður af frlandi og hefði skipið sam-
stundis sokkið. Var Dettifoss á heim-
leið frá Ameríku og með skipinu
týndu tólf skipverjar og þrír farþegar
lífi. Hinsvegar lifðu átján skipverjar
árásina af og ellefu farþegar. Aðeins
tæpum þremur mánuðum síðar játuðu
Þjóðverjar sig sigraða í styrjald-
arátökunum.
Byggt á bókum Tómasar Tómassonar,
Heimsstyr|aldarárin á Islandi.
fjörðum upp reynslu sína frá stríðs-
árunum og í máli þeirra kom ljóslega
fram við hvaða hættu íslenskir sjómenn
urðu að stunda atvinnu sína á
stríðsárunum. Annar þeirra var Pálmi
Sveinsson sem var skipstjóri á Sædísi, 15
lesta bát frá ísafirði, fram til ársins 1943.
Mátti oft ekki tæpara standa á tundur-
duflaslóðum.
„Víst setti óhug að okkur þegar við
fréttum að Bretar voru búnir að leggja
tundurdufl á Djúpinu, bæði undir Ritn-
um og Straumnesinu. Við vissum aldrei
nákvæmlega hvar duflin mundu vera en
reyndum smám saman að gera okkur
grein fyrir því og töldum að þau væru
svo sem 15 til 20 mílur undan Rit. Þau
voru lögð þarna á djúpri siglingaleið fyrir
Straumnesið. Tilgangurinn var auðvitað
að granda óvinaskipum sem kunnu að
leggja leið sína þarna um. Aldrei vissum
við nákvæmlega hve stórt svæðið mundi
vera á hvern veg. Það er ansi mikill
straumur út af öllum nesjum og þá elcki
síst Straumnesinu. Lágu duflin það
grunnt í að þau komu upp úr á falla-
skiptum, um liggjandann, eins og við
orðuðum það fyrir vestan.
Við höfðum fiskað talsvert á þessum
svæðum áður og það var girnilegt að róa
þarna út, vegna þess að það mátti heita
friður á þessu svæði fyrir togurum og
öðrum bátum almennt. Raunar var það
svo á stríðsárunum að fiskgengd jókst
42
VlKINGUR