Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 16
Kristmundur ldalldórsson, skipstjóri í Ólafsvík, í viðtali „Held és; þurfi ekki að , skammast min Kristmundur Halldórsson, skipstjóri í Ólafsvík, er þekktur víða um land. Hann var fengsœll. Lengst afvar hann skipstjóri á Matthildi SH 67. Kristmundur á ekki langt að sœkja sjómennskuna. Faðir hans, Halldór Jónsson, var skipstjóri og útgerðarmaður. Brœður hans, Jón Steinn, Leifúr og Víkingur, voru einnig skipstjórar. Kristmundur á sex syni, fimm þeirra eru sjómenn og starfa saman en þeir gera út Steinunni SH. Synirnir heita Brynjar, Sumarliði, Ægir, Þór, Óðinn og Halldór. Yngsti sonurinn, Halldór, er sá eini þeirra brœðra sem ekki er á sjó. „Þetta er alveg nákvæmlega eins. Ég er hrifinn af strákunum, annað er ekki hægt. Það sem þeir eru að gera heldur í mér lífinu. Ég veit ekki hvernig ég hefði það ef þeir stæðu ekki í þessu. Ég sé sjálf- an mig í því sem strákarnir gera,“ svaraði Kristmundur þegar hann var spurður hvort synirnir fimm minntu hann ekki á sig og sína bræður. En Kristmundur gerir fleira en fylgj- ast með strákunum. Hann rær á trillu og gerir það gott. „Trillan hjálpar mér mik- ið, blessaður vertu. Ég kemst á sjó.“ Kristmundur fór á ári hverju til Costa del Sol og snemma tókst mikill vinskap- ur milli hans og innfæddra fiskimanna og svo fór að Kristmundur fór með þeim í róðra. „Þeir voru á olnbogaskel, en hún er mjög lítil. Ég fór með þeim í róðra. Var mættur þegar þeir fóru um klukkan sex á morgnana, en þeir reru á árabátum. Þetta voru fínir karlar Spánverjarnir og við urðum mildir vinir. Þeir voru bara með einn plóg en ég bætti öðrum aftan við og þá jókst aflinn. Þegar komið var í land fórum við saman á sjoppuna og þar var veittur sjúss að loknum róðri.“ SJÓMENN SKIUA ALLTAF HVER ANNAN Á hvaða tungumáli töluðuðþið saman? „Einhverju alþjóðatungumáli. Sjó- menn skilja alltaf hver annan. Það var gaman að þessu.“ Spánverjarnir töldu Kristmund hetju, enda jókst afli þeirra til muna þegar hann hafði afskipti af veiðum þeirra. Það brást heldur ekki að þegar Kristmundur kom í sitt árlega frí biðu vinirnir hans og tóku á móti honum eins og þjóðhetju. „Einu sinni komum við á afmælis- daginn minn, 13. ágúst, seint um kvöld. Þegar við komum á hótelið var þar dekkað langborð og sat fúllt af fólki við borðið. Hvert í helvíti. Þá var búið að segja Spánverjunum að ég ætti afmæli! Það var veisla fram á rauðanótt og ég var heiðursgesturinn. Já, ég átti orðið marga vini á Spáni.“ Langarþig aldrei á stóran hát ajtur? „Nei, ég er orðinn það gamall, 67 ára.“ En eftir að hafa verið skipstjóri á Matthildi í um tuttugu ár, var ekki til- finningasamband milli þín og bátsins? Hefúrðu ekki taugar til hans? „Nei, ekki lengur. Ég hafði það, en ekki lengur. Það er ekki til neins, en þetta var sérstakur bátur.“ Fáum við einhverjar skemmtilegar sögur frá langri sjómannsavi? „Það gerðist ekkert sem hægt er að segja frá.“ Auðvitað ekki, þú fiskaðir aldrei neittog annað hefur verið efiirþví, erþað ekki? „Það kom fyrir að ég fiskaði, jú. Ég lenti aJdrei í óhöppum og aldrei í teljandi vandræðum alla mína sjómannstíð. Reyndar kom einu sinni fyrir að maður hjá mér missti framan af putta." Hvað varstu lengi skipstjóri? „Ædi það hafi ekki verið rúm fjörutíu ár, en ég var þrettán ára þegar ég byrjaði til sjós með pabba mínum.“ Þú ketur vel afþví að róa á trillunni. „Það er mikil lífsfylling. Það er ekkert 16 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.