Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 39
Björgunarflekinn af Reykjaborginni, sem togarinn Vörður fann á reki hífður upp á bryggju í Reykjavík. Reykjaborg sökkt Sama dag og minningarathöfn um hina fimm föllnu sjómenn á Fróða fór fram í Reykjavík kom togarinn Vörður frá Patreksfirði til Reykjavíkur og hafði meðferðis björgunarfleka af togaranum Reykjaborg. Flekann hafði áhöfn Varðar fundið um 170 mílur norður af Suðureyjum við Skotland, en frekari leit hafði engan árangur borið. Flekinn bar þess glöggt merld að hafa orðið fyrir árás. Þar var á meðal annars sundur- skotið teppi, vatnstunna og sjúkrakassi. Reykjaborgin hafði haldið frá Reykja- vík 8. mars í söluferð til Bretlands og síðan spurðist ekkert til ferða skipsins fyrr en tveimur dögum eftir að Vörður kom til landsins. Bárust þá fréttir um það frá Bretlandi að togarinn hefði orðið fyrir árás þýsks kafbáts hinn 10. mars og sokkið, en tveimur mönnum af fimmtán manna áhöfn hafði verið bjargað eftir þriggja daga hrakninga í björgunarbát. Árásin hafði verið gerð í myrkti og sökk togarinn innan klukku- stundar frá því hún hófst. Þrettán menn fórust því í árásinni. I Arásin á Fróða Það var laust fyrir miðjan morgun þann 11. mars 1941 að línuveiðarinn Fróði var á siglingu um 200 mílur suður af Vestmannaeyjum á leið til Englands. Urðu skipverjar þá varir við sprengingu án þess að gera sér grein fyrir hvaðan hún kom, enda var hálfrokkið. Stuttu síðar hófst skothríð á skipið. Þegar skipverjar höfðu safnast upp á þiljur hæfði sprengikúla stjórnpallinn og varð þre- mur mönnum að bana. Skipstjórinn skipaði áhöfninni þá að setja út björgun- arbát. Þegar það verk var nýhafið hófst á ný kúlnahríð sem særði skipstjórann banasári og auk þess annan skipverja og sagaði þar að auki björgunarbátinn í tvennt. Lauk síðan árásinni eins skyndi- lega og hún hafði hafist. Þeir er eftir lifðu reyndu að halda áleiðis til Vestmannaeyja en árásin hafði valdið miklu tjóni, meðal annars eyðilagt ljósalagnir og talstöð. Eftir stutta sigl- ingu urðu skipverjar varir við skip á siglingu og tókst að vekja athygli áhafnar þess með því að skjóta upp flugeldum og kynda bál á þilfari. Um morguninn sigldi Fróði inn á Vestmannaeyjahöfn og daginn eftir var tekið á móti línuveið- aranum í Reykjavík með mikilli viðhöfn. Skipverjar báru síðar að þeir hefðu enga grein gert sér fyrir hver árásaraðilinn var, aðeins greint óljósa þúst á sjónum. Hekla skotin íkaf Hinn 27. júní 1941 lagði eimskipið Hekla úr höfn í Reykjavík og sigldi áleiðis til Halifax í Bandaríkjunum. 1 þrjár vikur spurðist ekkert til skipsins en þá bárust eigendum þess þær fréttir að Heklu hefði verið sökkt með tund- urskeytum frá þýskum kafbáti eftir aðeins tveggja sólarhringa siglingu. Kanadísku skipi hafði tekist að bjarga sjö mönnum af tuttugu manna áhöfn skipsins, en einn þeirra hafði látist á leið til hafnar. Árásina tók fljótt af, enda sökk Hekla á tæpum þremur mínútum. Þeim sjö mönnum sem bjargað var tókst að VÍKINGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.