Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 52
alls staðar þar sem var laust pláss,“ segir
Guðmundur.
„Þegar verið var að landa áttu lcassarnir
til að gefast upp. Botninn var oft gegn-
sósa og þegar við lyftum kössunum upp
hrundi innihaldið. Það var siður að
áhöfnin ætti uppsópið, en það fór til
bræðslu. Eins fengum við skattfrjálsa
peninga fyrir löndunina og það var vel
hægt að lifa á þessum aukapeningum.
Það er að segja ef menn voru ekki að
kaupa sér neitt. Þetta var mjög gaman þó
svo oft væri mikil vinna,“ segir Jón Páll.
Ein af lestum Faxaborgarinnar var
með sjókælingu. Sjór og ís voru sett í
tankinn og síldin síðan niður. „Það kom
mjög góð síld úr tankinum og það var
allt annað að eiga við að kassa þá síld en
venjulega. Þegar við komum til að landa
var hún háfuð upp úr tankinum og sett í
síló á bryggjunni og þar ísuðu strákarnir
hana í kassa við góðar aðstæður. Þetta var
allt annað líf fyrir þá,“ segir
Guðmundur.
Guðmundur hætti til sjós fyrir fimm
árum, en hvernig ætli honum líki að vera
kominn í land?
„Mér líkar það vel.“ H
Kringlunnl
Útbúum lyfjakistur
fyrir skip og báta.
Eigum ávallt tilbúin lyfjaskríni
fyrir vinnustaði, bifreiðar og
heimili.
Almennur sími 689970.
Beinar línur fyrir
lækna 689935.
Útgerðarmenn — vélstjórar.
Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk-
smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir
reynslu og öryggi frá sérþjálfuöu starfsfólki.
|