Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 20
Eggert Skúlason fréttamaður er landkrabbi sem þarf oft að segja fréttir af sjósókn og sjómönnum. Það er því hætt við að hann taki einhvern tírna vitlausan pól í hæðina í því sem reyndmn sjómönnum finnst að eigi að vera öllum opin bók. Til þess að fá/ einhverja innsýn í þann heim sem hann fjallar um réð hann sig á trijlu. Hér segir hann frá reynslu sinni. Eg sofnaði í fyrsta bita „Það var 1988 sem égákvað aðþettagengi ekki lengur, ég varð aðfara til sjós ogprófa sjómennskuna. Eg réð mig hjá góðum manni, Konráði Sigurðssyni á Ólafsfirði, en hann gerir útfrá Árskógssandi. Hann var þá með bát sem heitir Þytur og er tœplega sex tonn að stœrð. Við höfð- um rœtt um að ég kœmi til hans ogþað var á sunnudegi að hann hringir í mig og spyr hvort éggeti komið strax. Það var ekkert vandamál og ég var kominn norður um kvöldið, “ segir Eggert Skúlason fréttamaður, en hann hefur reynt sjómennsku. „Þegar við fórum á sjóinn spurði ég hvert við værum að fara. Konráð sagði að við værum að fara fram að steini. Ég sá fyrir mér grjót einhvers staðar á Eyjafirði og leist bara vel á. Ég var ekkert sérstak- lega vel fyrirkallaður, hafði verið að skemmta mér kvöldið áður. Eftir að við vorum farnir út, en við vorum bara tveir á, sagði Konráð mér að hann ætlaði að halla sér og sagði mér að fylgjast með mæli og þegar hann sýndi núll átti ég að vekja hann. Mér leist vel á þetta, það stóð 73 á mælinum og ég var viss um að það væri vegalengdin að þessu grjóti. Konráð lagði sig og ég stóð einn í brúnni með mikla ábyrgð. Mælirinn hreyfðist ekki svo ég vakti Konráð og sagði að mælirinn hlyti að vera bilaður. Hann keypti það nú ekki og sagði mér að hann sýndi mílur. Ég spurði hvaða stein hann væri að tala um. Þú kallar hann sjálfsagt Kolbeinsey, svaraði Konráð. Þegar við komum lögðum við línuna, átján bala, á Grunninu sem kallað er. Þegar við vorum búnir að leggja var það mikill veiðihugur í mér, enda hef ég gaman af laxveiðum, að ég fékk að skaka á meðan Konráð lagði sig. Mér gekk vel, dró einhver hundruð kílóa. Við fengum hálft annað tonn á línuna. Ég var búinn að vaka lengi og honum leist ekkert á mig og sagði mér að fara fram í og fá mér saltkjöt. Næsta sem ég vissi var þegar við komum til Arskógssands og ég með kjaftinn fullan af einhverju ógeðslegu, það var þá saltkjötið. Ég hafði sofnað í fyrsta bita.“ „Sjómennska er erfitt starf en hefur sínar góðu stundir, þegar vel aflast. Ég var hissa að sjá þessa karla. Ef ég hefði ráiðið hefði ekki alltaf verið farið á sjó. Mérfannst veðrið ekki alltaf bjóða upp á j>að. Pegar komin eru sex vind- stig er ekki gott að athafna sig á þessum kœnum. “ ÞAÐ VAR OFT HELVÍTI KALT „Ég var með Konráði í nokkrar vikur. Það var oft erfitt en umfram allt mjög skemmtilegt. Við vorum á línu og hand- færum og fiskuðum vel þennan tíma sem ég var með honum. Mér þótti það gaman að þessu að ég fór aftur annað sumar. Ég vildi líka prófa að vera til sjós um vetur og réð mig hjá Konráði í marsmánuði. Ég ætlaði að ná úr mér hrollinum, drepa þessa bakteríu í mér. Ég hef sagt að ef ég væri sjómaður hefði ég ekki lent í þessum slæma félagsskap. Við vorum á netum og það var oft helvíti kalt. Ég var í mánuð og það dugði ekki til að drepa bakteríuna. Ég gæli við það, þegar ég hætti í frétt- unum, að flytja norður, ef einhverjar smugur verða í þessu kerfi okkar, og fá mér skektu. Ég get vel hugsað mér að gera sjómennsku að aðalstarfi. Það dugði ekki til að gera mig andsnúinn sjó- mennsku þegar ég var á netunum í MÉR ÞYKIR GOTT AÐ BORÐA „Mér þykir gott að borða og þegar ég var á netunum fékk ég mér alltaf á milli trossa súrmjólk með miklu af púðursykri og Cheerios Honey Nut. Við vorum bara með sex trossur en ég hefði viljað hafa þær átta og jafnvel u'u. Þannig át ég bara af sex diskum á dag en hefði vel getað étið átta til tíu diska. Ég var alltaf svangur. Ég hef blessunarlega verið laus við sjóveiki. Ég varð einu sinni sjóveikur sem krakki um borð í Herjólfi.“ 20 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.