Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 26
Gunnar með móður sinni og Guðmundi Thorlacius, móðurbróður sínum og fyrrverandi togaraskipstjóra,—— brotnuðu. Kuldinn var svo mikill að sjórinn fraus strax á dekkinu. Þegar stýrisgræjurnar biluðu rak skipið á haf út. Skipið við hliðina á þeim sökk með allri áhöfn. Eftir mikla hrakninga var skipinu og öllum mönnum bjargað. AÐBÚNAÐUR VAR SLÆMUR OG VEÐRIÐ ALVEG VIÐBJÓÐUR Að lokum var Gunnar búinn að þéna það vel að hann gat keypt eigin bát. Þann bát gerði Gunnar út í tólf ár með ágætum árangri þar til hann sökk undan ströndum Bandaríkjanna. „Öxullinn brotnaði hjá okkur og það lak mikið inn um stefnisrörið að aftan. Strandgæslan setti þrjár dælur og menn um borð en allt kom fyrir ekki því dælurnar fóru ekki í gang. Það var verið að slefa okkur þegar hann sökk. Sjö manna áhöfn var bjargað í helikopter,“ segir Gunnar. Þá réð hann sig í afleysing- ar á ýmsa báta og einu sinni á hörpu- disksveiðar í Alaska. „Ég gafst fljótlega upp þótt þénustan væri ágæt. Aðbúnaður var slæmur og veðrið alveg viðbjóður. Ég hafði farið vestur um haf til að sleppa við kuldann og brælurnar.“ Gunnar réð sig alltaf til skamms tíma í senn þar til hann eignaðist annan bát, minni en hinn fyrri, og stundaði dag- róðra. Sá bátur var seldur þegar Gunnar réð sig til bandaríska ríkisins árið 1981. ,,Ég var með stóran skuttogara í Boston og á þeim tíma voru 200 míl- urnar ekki komnar. Því fiskuðu samhliða togarar frá Bandaríkjunum og Kanada. Ameríkanar höfðu hins vegar sett strang- an kvóta á sín skip en Kanadamennirnir máttu fiska hvað þeir vildu. Svo lönduðu þeir í Maine og öllu var keyrt á mark- aðinn í Boston þar sem lögðum líka upp okkar litla afla. Ég var alveg að verða vit- laus á þessu ástandi og eitt sinn þegar ég var að tuða yfir þessu benti stýrimaður- inn mér á að sækja um á rannsóknarskipi hjá ríkinu. Hann hafði sjálfur verið um borð í slíku skipi og líkaði ágætlega.“ NÚNA ER ÉG EKKI NEMA KLUKKUSTUND HEIM TIL MÍN Umsóknareyðublöðin voru upp á margar síður, á stærð við bók segir Gunnar. Hann var kallaður í viðtal til Norfolk þar sem hann var spurður spjörunum úr. Loks kom svar og honum var úthlutað skipstjórastöðu á Oregon II en heimahöfn þess var í Pascasgoula í Mississippi. Gunnar var skipstjóri á Oregon í sjö ár og kom heim til New Bedford tvisvar á ári en hann vildi aldrei flytja suður á bóginn. „Ég hefði alveg eins getað verið í annarri heimsálfu því vegalengdirnar innan Ameríku eru það miklar. Fljótlega fór ég að leggja drög að því að fá mig fluttan á skip sem hafði heimahöfn norðar. Eftir sjö ár fékk ég flutning og hef verið með Delaware II í átta ár. Núna er ég ekki nema klukkustund heim til mín.“ Gunnar er eini borgaralegi yfirmað- urinn í flotanum eða „síðasti geirfugl- inn“ eins og hann segir sjálfur. Hinir eru með sömu réttindi og skyldur og yfir- menn í flotanum en Gunnar er á „union contract“ sem er hliðstætt og hér heima. Hann segir launin vera ágæt eða liðlega sex milljónir íslenskar á ári. Skatthlutfall er 32%. Hann segir Delaware vera ágætt skip en gamalt. í sumar voru gerðar 26 VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.