Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 22
Umsjón: Hilmar Snorrason nt/tn nr Aeimi Erfitt að rífa skipið Niðurrif skipa er enginn barnaleikur og jafnvel fyrir reyndustu niðurrifskallana geta málin stundum tekið á sig aðra mynd en í upphafi var talið. Fyrir nokkrum blöðum síðan var sagt frá gamla stolti breska flotans Canberra sem seld var til niðurrifs hjá Gadani Beach í Pakistan. Erfiðlega gekk að koma skipinu á land en sökum djúpristu komst skipið ekki nánda nærri landi eins og gert hafði ver- ið ráð fyrir. Engu að síður héldu menn sig við áætlun- ina um að rífa skipið sem var 49.000 tonn að stærð á þremur mánuðum. Enn hefur ekki verið lokið við að rífa skipið rúmu árið síðar. I Ijós kom að innréttingar skipsins voru ekkert rusl og mun efnismeiri en talið var í fyrstu eða eins og sagt er massíft skip. Það er engu líkara en að skipið berjist harðri baráttu við að verða ekki afmáð af yfirborði jarðar. ■ Tjón í Atlantshafi Samkvæmt upplýsingum frá Salvage Association þá voru mun meiri skaðar á gámaskipum í Norður At- lantshafi en áður hefur þekkst. Ástæða þessa telja samtökin vera verri veður í hafinu, siglt með of mikilli ferð og lélegur sjóbúnaður um borð í skipunum. ■ Heimsflotinn Stærð heimsskipaflotans voru 1,820 skip smíðuð sam- Hér kemur síðan listi yfir árið 1997 var nýlega gefin út af tals 25,2 milljón tonn og voru stærstu skipastóla heims Lloyd’s Register of Shipping's. Hér koma helstu tölur fyrir árið 1997. í árslok var fjöldi skráðra skipa hjá Lloyd's 85,494 skip sem samtals voru 522,2 milljón tonn en þar af voru flutningaskip 45,097, samtals 757,84 milljón burðartonn (DW). Meðalaldur heimsflotans var 19 ár þar sem gámaskipin voru með lægsta meðalaldur eða 10 ár. Hæsti meðalaldur er hjá farþegaskipum og flutn- ingaskipum (general cargo) sem var hvorki meira né minna en 30 ár. í þeim flokki voru ein- ungis 342 skip sem samtals voru 600,000 tonn. Meðalald- ur olíuskipa var 18 ár. Á árinu flest þeirra smíðuð í Japan og ásamt stærð og meðalaldri Suður Kóreu eða 71 %. I I Land Fj. skipa stærð/tonn meðalaldur I Panama 6.188 91.128 17 I Líbería 1.697 60.058 12 Bahamas 1.221 25.523 16 Gríkkland 1.641 25.288 24 Kýpur 1.650 23.653 16 Malta 1.378 22.984 19 Norequr 715 19.780 15 SinqaDúr 1.656 18.875 11 Japan 9.310 18.516 11 Kína 3.175 16.339 18 Rússland 4.814 12.282 17 Bandaríkin 5.260 11.789 24 Filippseyjar 1.699 8.849 22 St. Vincent 1.343 8.374 22 Suður-Kórea 2.441 7.430 20 Þvskaland 1.125 6.950 17 Indland 941 6.934 15 Tvrkland 1.146 6.567 23 Marshalleyjar 168 6.314 13 1.324 6.194 22 Hert eftirlit Bresk yfirvöld hafa ákveðið að skera upp herör gegn skipum sem einungis hafa einn mann á vakt á stjórnpalli. Er þetta niðurstaðan í kjölfar strandsins á gámaskipinu Cita á síðasta ári. Skipið hafði í eina tíð plægt öldur Atlants- hafsins undir nafninu Lagar- foss meðan það var í eigu Eimskips. Norskur skipstjóri var nýlega dæmdur til að greiða 1000 punda sekt í Bretlandi eftir að hann sofnaði á vaktinni og eftir þriggja kor- tera svefn hitti hann Bretlands- eyjar með miklum látum. Nú verða menn því að breyta um stefnu hyggist þeir sigla áfram með einn mann á stjórnpalli og setja því kúrsinn til hafs svo ekki verði eins mikil hætta á ferðum sofni þeir á vaktinni. ■ Bretar eru komnir í herferð gegn einsmanns brú en þetta skip strand- aði eftir að stýrimaðurinn sofnaði á vaktinni. (eina tíð hét skipið Lagarfoss. Morð- tilraun Það er erfitt að vera út- gerðarmaður þegar erfið- lega gengur en það getur líka verið erfitt að vera vel staddur. Þetta upplifði gríski útgerðarmaðurinn Costas Agapitos sem varð fyrir morðtilraun í Riraeus í júlí s.l. Sá sem hefur verið ákærður fyrir verknaðinn er einnig útgerðarmaður að nafni Vangolis Ventouris. Báðir voru þeir útgerðar- menn ferja en Landsbanki Grikklands tók flota Vang- olis eignarhaldi og seldi sum skipa hans til Costas sem varð til þess að sá fyrrnefndi reyndi að koma félaga sínum yfir móðuna miklu þar sem hann gæti stundað sínar siglingar. ■ 22 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.