Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 28
Halldór Blöndal samgöngu- og siglingamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um nýskipan við rannsókn sjóslysa. Hann ræðir það mál og ýmis fleiri í viðtali við Sæmund Guðvinsson Verðum að auka öryggið og Halldór Blöndal samgönguráðherra fer með yfirstjórn siglinga-, hafna- og vitamála. Sér j til ráðgjafar um þau mál hef- hann hafnarráð og siglingaráð en í því síðar- nefnda sitja fulltrúar ýmissa hagsmuna- samtaka sjómanna, útgerðarmanna og fleiri. I eftirfarandi viðtali ræðir Halldór Blöndal um breytingar á rannsóknum sjóslysa, frestun gildistöku reglugerðar um GMDSS fjarskiptabúnaðar, stöðu íslenskra farmannastéttar og sitt hvað fleira ber á góma. Fyrst var ráðherrann spurður um efni lagafrumvarps sem hann hefur lagt fram á Alþingi um rannsóknir sjóslysa. „Meginbreytingin í hinni nýju skipan um rannsóknir sjóslysa er fólgin í því að með þessu frumvarpi er því slegið föstu að rann- sóknarnefndin skuli starfa sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðmm rannsóknaraðilum, ákæru- valdi og dómstólum. Nefndin ákveður sjálf hvenær efni eru til rannsóknar sjóslyss um- fram það sem henni er skylt að rannsaka með hliðsjón af alþjóðasamþykktum sem ísland er aðili að. Undanferin ár hefúr verið unnið að því hjá Alþjóðasiglingamálastofnuninni að setja alþjóðlegar reglur um rannsóknir sjóslysa og var samþykkt ályktun um þær í nóvember í fýrra. í frumvarpinu er lagt til að þær tillögur verði alfarið lagðar til grundvalla um rann- sóknir sjóslysa hér á landi. Meginbreytingin verður sú að sjóslysarannsóknir verða algjörlega sjálfetæðar og að því leyti gerðar hliðstæðar rannsóknum flugslysa. Því er mjög brýnt að sem bestur lagarammi verði myndaður um rannsóknir sjóslysa hér. Það er ekki síst nauðsynlegt til að tryggja annars vegar réttaröryggi þeirra sem rannsókn beinist að mm og hins vegar, og ekki síður, til þess að markmiðum rannsóknar verði náð en þau eru einungis að auka öryggi og fækka sjó- slysum. f þessu sambandi er það mikilvægt sem segir í 12. grein lagafrumvarpsins að skýrsl- um rannsóknarnefndar sjóslysa skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í opinberum málum, enda er markmið sjóslysarann- sókna samkvæmt lögum þessum að greina 28 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.