Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Síða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Síða 29
orsakaþætti slysa í því skyni einu að koma í veg fýrir slys til sjós af sömu eða sambærileg- um orsökum. Tilgangurinn er með öðrum orðum ekki sá að skipta sök eða ábyrgð af slysi. Tilgangurinn er að auðvelda rannsóknar- nefnd sjóslysa störfin og eyða þeirri tor- tryggni sem verið hefur í garð nefndarinnar frá sjómönnum og útgerðarmönnum. Auð- vitað setur þetta ákvæði jafnframt ábyrgðina á opinberri rannsókn þegar þess er þörf yfir á rétta aðila í dómsmálakerfinu.“ -Má búast við að þetta frumvarp eigi greið- an framgang á Alþingi? „Viðbrögðin við þessu frumvarpi eru mjög góð og ég geri mér vonir um að það verði af- greitt sem lög á þessu þingi. Viðbrögð nefnd- armanna hafa verið mjög góð og það er þrýst- ingur í þjóðfélaginu á að málið gangi hratt fram. Mönnum hefúr fúndist sú tortryggni sem verið hefúr í garð nefndarinnar torvelda störf hennar afþví að þau hafa fram að þessu verið hluti af lögreglurannsókn. Um leið er á- kveðið að birta skýrslur nefndarinnar jafnóð- um og eru sérstök ákvæði þar um í 14. grein frumvarpsins. Það má geta þess að gerðar verða ráðstafanir til að unnt verði að birta skýrslurnar einnig á netinu. Það er óhjá- kvæmilegt að ráðuneytið fa fjármuni til að sjá um að gefa skýrslurnar út jafnóðum en á það hefur skort til þessa. Með þessu frumvarpi er komið til móts við óskir sjómanna og lögin eiga að auðvelda sjómönnum og útgerðar- mönnum að grafast fyrir um orsakir slysa og fækka óhöppum í framtíðinni. Frestun reglugerð um GMDSS -Svo við víkjum að öðru. Hvers vegna var frestað gildistöku reglugerðar um GMDSS fjarskiptabúnað sem átti að taka gildi 1. febr- úar 1999? „Það var fýrirsjáanlegt að það væri ógern- ingur að standa við þá dagsetningu. Meðal út- gerðarmanna var sú skoðun uppi að ný tækni væri að koma til sögunnar og því væri skyn- samlegt að doka aðeins við. Gildistöku reglu- gerðarinnar var hins vegar ekki frestað í heild. Aðeins nokkrum ákvæðum um fiskiskip stærri en 24 metrar var frestað. Það verður settur á fót samstarfshópur milli ráðuneytis- ins, Siglingastofnunar og útgerðarmanna til þess að fara yfir reglurnar og glöggva sig á því hvaða kröfúr eru gerðar um fjarskipta- búnað og annan búnað um borð í íslenskum fiskiskipum. Ég er þeirrar skoðunar að það sé sjálfgefið og sjálfsagt að við gemm sömu lág- markskröfur til íslenskra fiskiskipa og gerðar eru í Evrópusambandinu enda erum við RAFVER SKEIFUNNI 3E-F SÍMI581 2333 FAX 568 0215 Hefðbundin fiskikeraframleiðsla Borgarplasts. I Nýjung - Ofurker I Borgarplast hefur sett á markað nýja tegund I endurvinnanlegra kera, ofurker (heavy duty). |||p* Þessi ker, sem þegar eru til i gerðunum 460E og y 660E, hafa styrk og burðargetu langt umfram hefðbundin plastker og henta því sérstaklega vel þar sem miklar kröfur eru gerðar til burðargetu, en einangrun skiptir minna máli, t.d. í saltfiskvinnslu og forverkun á rækju. Ofurkerin hafa sömu utanmál og hefðbundin ker, sömu gerðar, frá Borgarplasti og staflast með þeim. Framleiðslu vörur fyrirtækisins eru þekktar fyrir góða hönn- un, endingu og gæði. Endurvinnanleg plastvörubretti, viðurkennd til nota i matvælaiðnaði og falla að alþjóðlegum flutningastöðlum. BCRGARPLAST ngarplast hf. Sefgarðar 1-3 170 Seltjarnarnes Simi: 561 2211 Simbréf: 561 4185 Vottaö gæðakerfi sidan 1993 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.