Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 30
„Ráðuneytið hefur um árabil verið í viðræðum við fjármála- ráðuneytið um það hvað við getum gert til þess að styrkja stöðu íslenskrar farskipaútgerðar hér á landi. Afnám stimpilgjalda vegna þinglýsinga á af sölum og veðböndum skipa næst vonandi í höfn á þessu þingi en þessi gjöld eru mjög há og í engu sam- ræmi við sambærileg gjöld í nágrannaríkjunum. En það er við ramman reip að draga vegna alþjóðlegrar skipaskrár sem er í gildi bæði í Noregi og Danmörku sem og ýmsum öðrum löndum. Þar eru gefin veruleg skattfríðindi til þarlendra sjómanna og heimild er gefin til að ráða erlendar áhafnir á lægri launum til þess að kaupskip sem sigla í óheftri samkeppni á alþjóðlegum vettvangi séu betur samkeppnisf ær. skuldbundnir til þess. En ég tel á hinn bóginn að ef við viljum gera frekari kröfur hér á landi en gert er í nálægum löndum, til dæmis í Noregi, hljótum við að hafa fyrir því góð rök. Allur viðbótarbúnaður kostar fjármuni og því eru takmörk sett hvað við getum lagt á útgerð- ina umfram það sem er í nálægum löndum til þess að hún sé samkeppnisfær og geti staðið undir lífskjarabata hér á landi. Það má ekki gleyma því að tiltölulega litlar tölur verða fljótt háar ef við margföldum þær með öllum skip- um í flotanum. En ég vil taka fram að hér er ekki verið að tala um að draga úr öryggiskröf- um eða neitt slíkt. Það er einungis verið að tala um að fara yfir málin vegna þess að það er svig- rúm til þess og vegna þess að tíminn hefur ekki verið nýttur. Við getum ekki staðið við dag- setninguna 1. febrúar og ég sló því föstu að við skyldum taka okkur eitt ár til að athuga málið. Þó erum við við því búin að önnur dagsetning kunni að verða sett á evrópska efnahagssvæðin- um sem við erum þá bundin af.“ -Sjómenn eru orðnir langeygðir effir reglu- gerð um sjálfvirkan sjósetningabúnað gúmmí- björgunarbáta. Hvenær er von á þeirri reglu- geið? „Reglugerð um þetta átti að taka gildi 1. jan- úar 1999. Ég ákvað hins vegar að fresta gildis- töku hennar um eitt ár þar sem vottun búnað- ar sem uppfyllir kröfur reglugerðarinnar verð- ur eldti lokið fyrir næsta komandi áramót.“ Fækkun íslenskra farmanna Fyrir 10 árum voru 15% stöðugilda á kaup- skipaflotanum mönnuð útlendingum en nú er hlutfall útlendinga komið upp fyrir 43% og aðeins þrjú kaupskip af 24 sigla undir íslensk- um fána. Halldór Blöndal var spurður hvort hann sæi einhverja leið til að snúa þessari þró- un við. „Ráðuneytið hefur um árabil verið í viðræðum við fjármáiaráðuneytið um það hvað við getum gert til þess að styrkja stöðu íslenskrar farskipa- útgerðar hér á landi. Afnám stimpilgjalda vegna þinglýsinga á afsölum og veðböndum skipa næst vonandi í höfn á þessu þingi en þessi gjöld eru mjög há og í engu samræmi við sambærileg gjöld í nágrannaríkjunum. En það er við ramman reip að draga vegna alþjóðlegrar skipaskrár sem er í gildi bæði í Noregi og Danmörku sem og ýmsum öðrum löndum. Þar eru gefin veruleg skattfríðindi til þarlendra sjómanna og heimild er gefin til að ráða er- lendar áhafnir á lægri launum til þess að kaup- skip sem sigla í óheftri samkeppni á alþjóðleg- um vettvangi séu betur samkeppnisfær. Við 30 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.