Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Qupperneq 36
Sjómannsdóttirin varö síðar forseti Alþingis.
Alltaf sjóveikur og hræddur
„Eftir að hann hætti á Surprise var hann
um skeið á togaranum Narfa en síðan var
hann í strandsiglingum hjá Ríkisskipum. Síð-
ustu átta árin á sjó var hann á hafrannsóknar-
skipinu Bjarna Sæmundssyni. Hann fór á það
skip þegar það kom til landsins og fór ekki í
land fyrr en sjötugur. Þegar við fórum yfir
bréfin hans að honum látnum segir hann í
einu bréfinu til fóstru sinnar að mömmu og
mér, sem þá var nýfiedd, líði báðum vel. Hann
segir að Rúna litla þrífist vel og bætir við: „Þá
er allt í lagi því efnin koma seinna.“ En efnin
komu nú aldrei. Hann var svolítið seinhepp-
inn þessi elska. Hann hafði mjög gaman af
því að kaupa happdrættismiða en vann bara
einu sinni. Þá var hann á Esju og vinningur-
inn reyndist vera - hringferð með Esju! En þó
efnin yrðu aldrei mikil vorum við aldrei svöng,
gengum hrein og heil og fengum öll að læra
sem ekki var sjálfsagt þá. Honum tókst því
það sem hann ætlaði sér að því leyti. En löngu
eftir að hann kom í land sagði hann eitt sinn
við mig: „Ég skal segja þér það Rúna mín, að
allan tímann þessi 54 ár var ég sjóveikur og
alltaf hræddur,“
-Kynntust þið eftir að hann var kominn í
land?
„Þetta var voðalega skrýtið. Pabbi kunni
ekki að lifa í landi. Hann vaknaði klukkan
fjögur á morgnana til að drekka kaffi og leggja
kapal. Þegar hann kom í land var hann vel á
sig kominn en fór fljótlega að finna til í fótun-
um sem voru orðnir mjög slitnir. Hann var
sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins og
það gladdi hann mikið. Hann eyddi þessum
síðustu árum í að snúast í kringum mömmu.
Auðvitað vorum við að koma í sífelldar heim-
sóknir en hans eina leið að barnabörnunum
var að úða í þau ís og súkkulaði og gefá þeim
peninga. Hann kunni ekkert á krakkana.
Meðan hann var á sjónum var hann mjög
hjálplegur heima fyrir þegar hann var í landi.
Eitt fallegt sumarkvöld var hann að smala
börnunum inn til að þvo þeim og hátta svo
mamma gæti hvílt sig. Þá öskraði eitt barnið
sýnu mest. Til þess var kannski full ástæða því
það var alls ekki hans eigið barn sem hann var
að rífa úr fötunum heldur strákur úr nágrenn-
inu. Hann var hins vegar rauðhærður eins og
einn bræðra minna og pabbi var bara ekki klár
á þessu og reif kauða úr.“
-Mamma þín hefur varla haft tíma til að
sinna mikið hverju barni fyrir sig þegar fjöld-
inn var svona mikill.
„Nei, nei. Enda var það frægt að mamma
kunni tæplega að segja þú heldur sagði alltaf
þið. Mér er mjög í minni þegar ég hringdi í
móður mína 38 ára gömul og sagði henni að
það gæti vel verið að það kæmi út bók eftir mig.
Þá sagði hún þessa eftirminnilegu setningu:
„Að þið skulið vera að þessu.“ Hún reyndi að
stjórna þessu þannig að við krakkarnir áttum
að vera stillt og prúð, standa okkur vel í skól-
anum, vera hrein og skipta um föt þegar við
kæmum heim. Allt þar fyrir utan sem truflaði
þessa mynd var henni afskaplega illa við. Til
dæmis átti hún alltaf mjög erfitt með að sætta
sig við að ég væri í pólitík og kæmi fram í sjón-
varpinu. Slíkt ylli bara umtali. Hún hefði
miklu frekar viljað að ég hefði bara gifst vel.
Gengið um í góðum kápum með góðan hatt og
verið til friðs. En kannski var þetta hennar eina
leið til að halda utan um þetta.“
Öryggisleysi þrælabarnanna
-Fannstu til öfundar í garð jafnaldra sem
áttu feður í landi og voru samvistum við þá?
„Já, það gerði ég og sótti í ákveðið heimili
þarna í götunni á Jófríðarstaðavegi. 1 húsinu
36
Sjómannablaðið Víkingur