Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 38
Kristinn Ingólfsson tók þessa grein saman. Hann starfar við rannsóknir á sjóslysum hjá Siglingastofnun íslands. Á árunum 1986 til 1997 voru skipstapar í hámarki á árunum 1990 til 93. Þetta eru sömu árin og flest dauðaslys verða. Það er því greinileg samsvör- un milli skipa sem far- ast og dauðaslysa. Ekki verður séð að skipstöp- um hafi fekkað á þessu tímabili. Það er athygl- isvert að skipstöpum hefixr ekki fiekkað síðustu ár, þrátt fyrir að skip séu mun betri en áður var. Stærri skipin eru yfirbyggð, togararnir hafa stækkað og smábátar eru mun öruggari til sjósóknar en áður var og betur búnir. Áður fyrr fórust skip aðallega þegar þau lentu í haf- villum eða í slæmum veðrum. Þess háttar slys eru nú fátíð og sjaldan orsök þess að skip farist. Nú eru slys aðallega rakin til mistaka. I því sambandi má nefna þegar hafist er handa um nýjan veiðisakap t.d. ígulkeraveiðar, þ.e.a.s þær byggja ekki á langri reynslu hér við land urðu alvarleg slys á þeim en fljótlega náðu sjó- menn tökum á þeim slysum og fækkaði í kjöl- farið. Sama gerðist þegar skuttogararnir komu fyrst þá urðu mörg slys um borð í þeim en fór fljótlega fækkandi eftir því sem reynsla sjó- manna varð meiri og þekking jókst á þessum skipum. Ofhleðsla er megin orsök fyrir því að minni bátarnir farast s.s. hraðfiskibátar. Ofhleðsla veldur því að stöðugleiki bátanna rýrnar, lúg- ur og ýmis op verða fyrir meiri sjógangi og leki kemur að bátunum. í flestum tilfellum eru um að kenna vanþekkingu á afleiðingum ofhleðslu t.d. gera margir skipstjórnarmenn á minni bátunum sér eltki grein fyrir því hvaða afleiðingar minnkandi fríborð hefur á stöðug- leika. Við rannsóknir á sjóslysum kemur fram mikil vanþekking á búnaði smábáta. Það er ljóst að margir sjómenn á þessum bátum gera sér ekki nógu vel grein fyrir takmörkunum þeirra og þá sérstaklega svokallaðra hraðfiski- báta. Næst ætla ég að fjalla um hvar slys verða, hverjir verða fyrir slysum og við hvaða veiði- skap. Allar tölur sem notaðar eru í súluritunum eru í prósentum þ.e.a.s. hlutfall af heildar- fjölda slysa, eða stærðum skipa eða mannafla. Hér má sjá hversu mikill afli veiðist á hin Línuveiðar 70.000 tonn Net 60.000 tonn Handfæri 40.000 tonn Togveiðar 250.000 tonn Rækjuveiðar 90.000 tonn Hringnótaveiðar 1.400.000 tonn Aðrar veiðar 90.000 tonn Samtals 2.200.000 tonn ýmsu veiðarferi. — I ilkynnt ílys til Tryg|{in(instofntinar rikisins 610 614 HHSHítilUs Næst skulum við sjá fjölda tilkynntra slysa til Tryggingastofnuna ríkisins ár hvert. Aukning slysa verður á árunum ‘85 — ‘90. Þessi fjölgun er að hluta til vegna breytinga á lögum um greiðslur vegna slysa sjómanna en útgerðinni voru tryggðar endurgreiðslur frá Almanna- tryggingum fyrir launum og aflahlut sjómanna sem slasast um borð í skipum. Súluritið sýnir samanburð á slysatíðni einstakra veiðarfæra og aflahlutfall sömu veiðarfera. Nótaveiðar og togveiðar skera sig úr. Lág tíðni slysa á nótaveiðum miðað við afla skýrist að hluta til af því að mikill afli er innbyrtur á loðnuveiðum á hvern sjómann og að mikil þró- un hefur orðið á tækni við að kasta nótinni og draga. Um togveiðar gildir sama og um nóta- veiðar, að afli er tiltölulega mikill á hvern sjó- mann miðað við önnur veiðarferi en samt sem áður er slysatíðni mun hærri en á öðrum veiða- færum. Það vekur athygli hversu há slysatíðni sjó- manna er utan skips þ.e.a.s. 8%. Skráð voru bæði slys tengd vinnu við skipið s.s. lestun og losun og þegar menn eru í öðrum erindagjörð- um t.d. á leið að og frá heimili. Þetta vekur upp þá spurningu hvort sjómenn lifi áhættu- samara lífi í landi en fólk sem ekki stundar sjómennsku. 1 lestum verða 13% slysa sem verður að teljast hátt miðað við umíang vinnu í lestum. Slys á vinnsluþilfari er um 13% og kemur ekki á óvart. En slys á veðurþilfari er 42% sem kemur heim og saman við, að tog- skip hafa mjög háa slysatíðni. Skip sem stunda hringnótaveiðar hafa stækkað og allur búnaður í kringum nótina hefur þróast mikið og er svo komið að mannshöndin kemur lítið að þegar kastað er og hún dregin, enda hefur dauðaslysum fækkað mikið á þessum skipum. Aftur á móti hafa togskipin stækkað eins og nótaveiðiskipin sem leitt hefur af sér öflugri og þyngri veiðarfærabúnað, en að mestu leyti eru sömu handbrögð viðhöfð þegar trolli er kastað og það híft, eins og þegar skuttogarar Slys flokkuð eflir veiöuin 38 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.