Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 44
Vígdrekar & vopnagnýr Endalok þýska kaupskipsins Regensburg Margt hefur verið ritað um umsvif erlendra herja á Islandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hafa augu manna einkum beinst að gríðarlegum félagslegum áhrifum og efbahagslegri koll- steypu sem fylgdi styrjöldinni og hernáminu. Hinum hernaðar- legu þáttum og aðgerðum sem skildu milli feigs og ófeigs og réðu umsvifum hins erlenda herliðs á landsvísu og í héraði hafa síður verið gerð skil. Bókin Vígdrekar og vopnagnýr, eftir Friþór Eydal, varpar ljósi á þátt hers og flota og aðstöðu bandamanna hér á landi í orrust- unni um Atlantshafið eins og þessi langvinnasta orrusta styrjald- arinnar hefur verið nefhd. Sérstök áhersla er lögð á að skýra þá þætti sem ekki hafa verið gerð skil í öðrum íslenskum ritum svo sem umsvif flughers og flota, einkum í Hvalfirði, og hver þáttur þeirra var í hernaðaraðgerðum á hafinu. þá eru önnur umsvif hinna erlendu herja á íslandi skyrð rækilega í bókinni. I ritdómi um bókina sem birtist í tímaridnu Sögu er þess getíð að hvergi sé að finna á einum stað meiri ffóðleik um vígbúnað Breski flotinn hafði verulegan viðbúnað undan Vestfjörðum til að hefta siglingar þýskra herskipa og kafbáta um Græniands- sund í heimsstyrjöldinni síðari. Lögð voru tundurduflabelti frá Straumnesi í norður- og vesturátt að ísröndinni, eftirlitsskip voru þar stöðugt á verði og ratsjárstöð, sem reist var á hnjúknum Darra yst á Grænuhlíð árið 1942, skyggndist um eftir óboðnum gestum. Er meta á árangur af varnarviðbúnaðinum á Grænlandssundi verður það einungis gert í samhengi við önnur umsvif bandamanna á Norður-Atlantshafi og víðar. Þýsk herskip og kaupskip lögðu gjarna leið sína um Grænlandssund á árunum 1939- 1941. Eftirófarir Bismarck vorið 1941 hættu Þjóðverjar herskipum sínum ekki í slíka leið- bandamanna á íslandi í síðari heimsstyrjöldinni og hernaðarum- svif á og umhverfis landið. Höfúndur hefúr víða leitað efúis og er vitnað til heimilda í lok hvers kafla. Af útgefúum heimildum sem stuðst er við skal fyrst telja viðurkennd, erlend ritverk um sjóhernaðinn á Atlantshafi. Frumheimildir eru skjöl hernaðaryfirvalda sem geyma mikinn ffóðleik og er stuðst við skyrslur og dagbækur, þ. á m. leiðarbækur skipa, svo og dagbækur þýska kafbátaflotans, sem fæst hefúr birst áður í íslcnskum ritum. Loks skal telja viðtöl og bréfaskriftir við heimildarmenn, innlenda sem erlenda, er hlut áttu að máli, auk ffæðimanna við sögustofnanir í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi svo og innlend og erlend yfirlitsrit. Höfundur hefúr kannað Ijósmyndasöfn erlendu herjanna allrækilega, en þau geyma fjölda mynda af þeim umsvifúm sem lýst er. Margar slikar myndir eru birtar með ítarlegum skyringum ásamt myndum úr einkasöfúum. angra. Með hernámi Frakklands vorið 1940 hafði þeim opnast leið um hafnir við Biska- jaflóa, sem var þá mun áhættuminni fyrir kaupskip er voru í förum með farma sjald- gæfra og dýrmætra hráefna til hergagna- og efnaiðnaðar sem Þjóðverja skorti. Má í þessu tilefni nefna gúmmí, tin og volfram. Jókst þessi þörf er leið á styrjöldina. Ratsjáreftirlit með skipaferðum undan Vestfjörðum hófst því of seint svo gagnast mætti beint til að hefta þessar siglingar. Því verður þó ekki á móti mælt að á sama hátt og úthald herskipa Norðurgæslunnar og tundur- duflalagnir undan Vestfjörðum gegndu mik- ilvægu hlutverki við að fæla þýska flotann frá því að nota þessa leið, og að fækka valkostum hans til ferða út á Atlantshaf, þjónaði ratsjár- stöðin á Darra mikilvægu varnarhlutverki á þessum slóðum. Á meðan þýskir bryndrekar höfðu aðsetur í Norður-Noregi allt til ársins 1944 mátti ávallt búast við að þeim yrði beint þessa leið til hernaðar á skipaleiðum banda- manna eða árása á bækistöðvar þeirra hér á landi. Jón Magnússon hafði eftir Jack Lewis, sem lengi var yfirmaður stöðvarinnar, að áætlað heíði verið að ratsjáin sparaði eitt beitiskip við eftirlit undan Vestfjörðum. Gátu þá eftirlits- skipin athafnað sig dýpra og verið færri. Eftir að Bandaríkjamenn komu til landsins tóku þeir við vörnum í lofti og á landi, en Bretar önnuðust áfram stjórn skipaleiðanna og varnir á sjó. Er hlutverk breska flotans kom til tals, þ. e. eftirlit með ströndum landsins, þar með talið ratsjáreftirlitið á Sæbóli, gerði 44 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.