Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 45
Svæöi þaðsem ratsjárstöö breska flotans á brún Grænuhlíðar náði til og staðsetning Regensburg og bresku her- skipanna 30. mars 1943. breska flotastjórnin skýlausa kröfu um að hún yrði áfram undir breskri stjórn, enda hlutverk hennar að styðja aðgerðir breslta flotans. Gekk þetta eftir ólíkt því er gerðist með loftvarnarat- sjár breska flughersins sem Bandaríkjamenn tóku við ásamt öðrum þáttum loftvarnanna. Eitt dæmi er þó um aðgerð gegn þýsku skipi er ratsjárstöðin á Darra átti þátt í haustið 1943. Eftir hernám Frakklands var þýskum kaupskipum er freistuðu þess að brjóta hafn- bann bandamanna öllum beint til hafna við Biskajaflóa. Var árangur þessara siglinga að mestu leyti háður aðstæðum og heppni hverju sinni. Er kom fram á árið 1943 haíði flotum bandamanna tekist að ná yftrhöndinni í orr- ustunni á Atlantshafi og fóru að beita sér af krafti gegn umræddum siglingum, enda mik- ið í húfi ef þannig mætd á tiltölulega einfald- an hátt draga verulega úr framleiðslugetu þýska hergagnaiðnaðarins. Með skipulögðum aðgerðum, sem meðal annars byggðust á lestri dulmálsskeyta þýska flotans, voru mörg þess- ara skipa stöðvuð suður í höfum. I mars 1943 var svo komið að Þjóðverjar freistuðu þess að brjóta kaupskipum sínum leið til hafnar með aðstoð herskipa, kafbáta og flug- véla. Mikill viðbúnaður var hafður í þessu skyni og fór ekki fram hjá breska flotanum sem á sama hátt bjóst sterklega til varnar. Þremur þessara skipa var stefnt á Grænlandssund leið sem kaupskip höfðu ekki reynt að fara síðan vorið 1940. Einungis kaupskipið Regensburg náði þó svo langt. Mótorskipið Regens- burg var smíðað í Stettin árið 1927 og tekið í notk- un árið 1928. Það var lengt um 10 metra og skipt um vélar þess árið 1938 og var í eigu þýska skipafélagsins Nordd- eutscher Lloyd sem hafði það í siglingum til Ástral- íu og Asíulanda. Skipið var í Asíu er styrjöldin braust út og hélt til Yokohama þar sem það lestaði birgðir fýrir þýsk hjálparbeitiskip eða víkingaskip eins og þau voru kölluð og störf- uðu á Kyrrahafi. Starfaði áhöfn skipsins við slíka birgðaflutninga til vors og hélt áleiðis til Þýskalands með farm í byrjun maí. Kom skipið til Bordeaux í Frakklandi í lok júní. Skipið lagði upp í aðra ferð sína til Austurlanda í febrúar 1942 og var á leið heim aftur í nóv- ember er það varð fýrir tundurskeyti banda- rísks kafbáts í Súndasundi í Indónesíu og varð að snúa til Singapúrs til viðgerðar. Regensburg lagði aftur upp með farm sinn til heimferðar 6. febrúar 1943. Njósn hafði borist af ferðum skipsins og biðu beitiskipin H.M.S. Belfast og H.M.S. Glasgow átekta út af Vestfjörðum ásamt Ms. Regensburg var 8.000 brúttórúmlestir að stærð og hét áðurTrave. Skipið var í vöru- og farþegaflutningum milli Evrópu, Austur-Asíu og Ástralíu fyrir stríð en var gert að birgðaskipi fyrir þýsk víkingaskip og sigldi síðar með vörur í trássi við hafnbann Breta. Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín fyrirvinnustaði, bifreiðir og heimili. INGÓLFS APÓTEK sími 568 9970 Beinar línur fyrir lækna 568 9935 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.