Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 46
Breska beitiskipið H.M.S. Glasgow var 9.400 lestir að stærð og hljóp af stokkunum árið 1936. Skipið flutti breska hernámsliðið til landsins 10. Mai 1940 ásamt beitiskipinu Berwick. tveimur tundurspillum. Jack Lewis, sem var yfirmaður ratsjárstöðvarinnar á Darra, sagði stöðina hafa átt þátt í því er síðar gerðist án þess að skilgreina það nánar. Er ekki að efa að þar hefur verið um að ræða aðstoð við að staðsetja þýska skipið er það kom í færi. Varðbergsmenn um borð í H.M.S. Glas- gow urðu þýska skipsins varir í ratsjá um klukkan fjögur aðfaranótt 30. mars. Sigldi Regensburg þá í austlæga stefnu um 75 sjó- mílum VNV af Straumnesi. Hafði skipið komið að ísbrúninni daginn áður og hugðist skipstjórinn dyljast í rekísnum á leið sinni austur en varð að hörfa út á auðan sjó. Beiti- skipið hélt þegar í veg fyrir hið óþekkta skip og lýsti næturhimininn upp með svifbiysum og gaf því stöðvunarmerki. Ahöfn þýska skipsins varð hverft við og hélt fyrst að blysin væru frá flugvél. Hlýddi hún fyrirmælum herskipsins en sprengdi göt á botn skips síns og hóf að yfirgefa það. Veður fór nú versnandi og er kaupskipið, sem ekki virtist ætla að sökkva, hóf loftskeytasendingu ákvað skipherrann á Glasgow að flýta enda- lokum þess. óttaðist hann að skeytasendingin kynni að vera ætluð nærstöddu herskipi eða kafbátum, en eins og að ofan greinir vissu Bretar að þýska flotastjórnin hafði gert a.m.k. kafbátum viðvart um ferðir skipsins. Lét hann skjóta tveimur tundurskeytum að skipinu sem sökk við svo búið um 60 sjómílum VNV af Straumnesi. Var þá kominn þungur sjór og ófært að sjósetja báta frá herskipinu. Tókst áhöfn beitiskipsins einungis að bjarga sex þeirra 118 manna er verið höfðu um borð í Regensburg. Fórust þar hartnær eins margir sjómenn og Islendingar misstu af hernaðaror- sökum í allri styrjöldinni. Svo vikið sé aftur að þætti ratsjárinnar í þessum atburði er þess að geta að Regensburg hafði á Ieið sinni mætt kafbátnum U-161 vest- ur af Asoreyjum og tekið um borð sérstakan móttökubúnað fyrir ratsjármerki er gafviðvör- un um slíkar merkjasendingar á löngu færi. Ratsjárvarann hafði þýski flotinn látið smíða fyrir kafbáta sína til að gefa þeim ráðrúm til varnar gegn flugvélum búnum ratsjám sem voru þeim mjög skeinuhættar. Tækið virkaði þó einungis gegn eldri ratsjám á lengri bylgjulengdum, enda Þjóðverjar ekki fyllilega búnir að þróa varnir gegn örbylgjuratsjánni er beitt var af H.M.S. Glasgow og ratsjárstöð- inni á Darra. Afhending móttökubúnaðarins hafði verið falin kafbátnum U-163 við brottför frá Lorient í Frakklandi, en er sýnt þótti um miðjan mars að hann hefði orðið óvininum að bráð var U-161 falið að hlaupa í skarðið. Samtímis þessu fékk U-229 boð um að kanna hversu eftirliti vestur af Islandi væri háttað og senda þaðan veðurskeyti tvisvar á dag. Þá fékk U-191, sem staddur var fyrir austan landið, skipun um að halda norður um og kanna ástand hafíssins fyrir Norðurlandi og Vestíjörðum á leið sinni suður í haf. Fékk kafbátsforinginn fyrirmæli um að láta lítið á ferð sinni bera og honum var bannað að ráðast á skip önnur en farþegaskip er flyttu her- menn, eða beitiskip og þaðan af stærri herskip. Fór kafbáturinn með ísröndinni undan Straumnesi 23. mars og gaf skýrslu um legu hennar tveimur dögum síðar. Dimm þoka hvíldi yfir svæðinu, en hvorki varð vart eftir- litsskipa né ratsjársendinga. Voru það einmitt dulmálsskeyti lcafbátaflotastjórnarinnar til umræddra kafbáta sem Bretar lásu og komu upp um ferðir Regensburg. ■ n Gæfið að Því að viðvörunarkerfið oá handsíökkvifækin séu fi( sfaðar Ibrunamálastofnun 46 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.