Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Síða 48
Finnur Kristinsson, vélstjóri á Arnari HU frá Skagaströnd, segir okkur hér frá siglingu og þeim ævintýrum sem henni fylgdu þegar Arnar var sóttur til Kóreu og siglt heim. Meðal annars voru þeir á siglingu um jól. Það var á haustmánuðum 1995 að stjórn Skagstrendings hf. tók þá ákvörðun að selja frystitogarann, Arnar HU-1, sem smíðaður hafði verið í Noregi og afhentur fyrirtækinu í desember 1992. Þetta var gert vegna fyrirsjá- anlegra erfiðleika með afborganir af miklum lánum sem tekin höfðu verið. Skipið var selt Royal Greenland í október 1995 og var mik- il eftirsjá í því enda hafði vel verið vandað til við smíði þess. Um leið og ákveðið hafði verið að selja Arnar þá var samþykkt að reyna með öllum ráðum að finna annað skip og kaupa það. Yrði það að sjálf- sögðu minna og ódýrara skip en Arnar. Byrj- aði leit að slíku skipi nánast um leið og salan fór fram. 1 nóvember sama ár var svo keyptur rækju- togari frá Grænlandi sem sjá átti Rækju- vinnslunni fyrir hráefni. Þennan rækjutog- ara, sem fékk nafnið Helga Björg, náði grein- arhöfundur í ásamt öðrum til Noregs og var honum siglt til Akureyrar þar sem fara áttu fram endurbætur á honum. Var höfundur þar í vinnu við að sjá um þessar endurbætur fyrir hönd Skagstrendings. Áfram var þó haldið að leita að frystitogara. Um miðjan dag þann 7. des. hringdi þáver- andi framkvæmdastjóri Skagstrendings, Óskar Þórðarson, í mig til Akureyrar og bað mig að fara til Pusan í S-Kóreu til að sjá um skoðun á vélbúnaði og öðm í skipi sem ákveðið hafði verið að kaupa. Var það í eigu Rússa og hafði verið á krabbaveiðum á hafinu úti fyrir Kamchatka. Leist mér ekki vel á þessa ferð þar sem ég var í miðju verki við endurbætur á rækjutogaranum. Það varð þó úr að ég feri og var hugmyndin að ég yrði í viku og skoðaði vél- búnaðinn, síðan kæmi ég heim en rússnesku vélstjórarnir sem voru á skipinu áttu að sigla með til Islands. Ætla ég nú að reyna með þessari grein að segja frá þessu ferðalagi og því sem fyrir augu bar. SÖGÐUM BARA „GUÐLAUN11 AÐ GÖMLUM OG GÓÐUM ÍSLENSKUM SIÐ Lagt var af stað frá Reykjavík árla morguns þann 9. des. Fljúga átti til Kaupmannahafn- ar, þaðan til Osaka í Japan og svo til Pusan. Ferðafélagana þrjá hafði ég ekki séð fyrr en við lögðum af stað þarna. Skulu þeir því kynntir hér. Skipstjórinn sem sigla átti skipinu til Is- lands heitir Sigurður Þorsteinsson. Hann er þekktur fyrir það að kaupa gamalt varðskip, Al- bert og fara með fjölskylduna út í heim á vit ævintýra. Var skrifuð bók um hans sögu fyrir nokkrum árum. Stýrimaðurinn heidr Sigurður Brynjólfs- son, gamall togaraskipstjóri og margreyndur í ýmsum raunum. Hér eftir nefndur Siggi Bryn. til aðgreiningar. Maðurinn sem sjá átti um kaupin á skipinu fyrir hönd útgerðar heitir Einar Hermanns- son. Ætlaði hann ekki að sigla með skipinu heim. Sá fjórði er svo greinarhöfundur sem taldi sig vera að fara í viku ferðalag þó raunin yrði önnur.Var ég þar af leiðandi sá eini af áhöfn Arnars sem fór í þessa ferð en aðrir af áhöfn- inni vildu af ýmsum ástæðum ekki fara. Þegar við millilentum á Kastrup þá var þriggja tíma bið effir vélinni til Osaka. Vildi Sigurður skipstjóri endilega að við borðuðum þarna rauðsprettu upp á danskan máta, það er með ekta heimatilbúnu remolaði og tilheyr- andi. Reyndist þetta hið mesta lostæti. Er við skráðum okkur inn kom í ljós að við höfðum verið settir á 1. farrými sökum pláss- leysis. Vorum við fullkomlega sáttir við það þar sem við áttum fyrir höndum 11 til 12 tíma flug til Osaka. Fólkið sem við flugum með var svo til allt Austurlandabúar. Lítið bar til tíð- inda á leiðinni og notuðu menn tímann til að spjalla saman, horfa á kvikmyndir og sofa. I þessu flugi fórum við yfir 11 tímabelti og var tímamunur 9 Idst. I Osaka var lent á heljarstórum flugvelli sem gerður var af mannahöndum úti fyrir ströndinni. Hafði verið búin til eyja sem flug- völlurinn stóð á. Löng brú tengdi svo flugvöll- inn við fastalandið, eyna Hokkaido. Þarna biðum við í 3 tíma. Lítið sá ég af Jap- an en tók samt vídeómyndir út um gluggana. Flugvélin sem flutti okkur til Pusan var risa- stór og virtist vera troðfull. Tók ég eftir að töluverður fjöldi af karlmönnunum var með eina og upp í fjórar flöskur af Civas Regal sem þeir höfðu keypt í flughöfninni. Virtist skoskt viskí vera í uppáhaldi hjá þeim. Eftir að við vorum komnir á loft var fljót- lega borinn fram matur og sá ég þarna fyrsta 48 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.