Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 50
Kom það sér mjög vel þar sem ég þekkti slík- ar vélar nokkuð vel. A göngu okkar um skipið virtisr allt vera í röð og reglu en greinilegt var að vatn og sápa hafði ekki verið notað í mörg herrans ár. Var greinilegt að mikið verk var fyrir höndum að þrífa skipið. Mannskapurinn sjálfur var ekki svo sóðalegur en fatnaðurinn þeirra var mjög fátæklegur, a.m.k. undirmannanna. Rússneski skipstjórinn var afar feitur mað- ur og virtist stjórna öllu með harðri hendi. Hafði hann hjá sér um borð rússneska stúlku sem að því er virtist hafði ekkert annað að gera en sofa hjá honum. Bráðmyndarleg stúlka. Virtist mikil stéttaskipting ríkja þarna. Okkur var boðið í mat þarna en þáðum það því miður ekki því það hefði kannski forðað okkur frá því að lenda í klónum á kokknum sem seinna varð en nóg um það síðar. Eftir fyrstu yfirferð, leist mönnum ekkert svo illa á skipið og búnað þess og fórum við heim á hótel við svo búið enda hafði þetta ver- ið langur dagur. Átti skipið að fara í þurrkví daginn eftir þar sem skoða átti botn, byrðing og fleira. Vandræði með skrúfuöxulinn Við vöknuðum eldsnemma daginn eftir og fórum beint niður í skip. Fylgdumst við með er skipið var flutt í flotkvína og gekk allt vel. Þegar það var komið á þurrt skoðuðum við vandlega botninn og leit hann ágætlega út. Voru þarna einnig menn frá rússneska flokk- unarfélaginu og Det Noske Veritas en það er flokkunarfélagið sem skipið yrði í á meðan Skagstrendingur ætti það. Umboðsmaður þess þarna var Kóreumaður, ágætis náungi og gott að eiga við hann. Þegar við skoðuðum skrúfuna kom í ljós að heljarmikil kaðaldræsa var margvafin utanum skrúfuöxulinn. Var kaðallinn kominn undir hlíf sem er yfir skrúfuásþéttinngunni. Var allt saman olíublautt og virtist því einhver leki. Olli þetta, bæði okkur og Rússunum miklum áhyggjum. Rússarnir vissu að ef hreyft yrði við skrúfu- ásnum þá sætu þeir uppi með kostnaðinn.Vildu þeir sem minnst gera úr þessu. Á móti vildum við endilega að Rússarn- ir borguðu brúsann en einnig alls eldu stoppa þarna lengur en nauðsyn krefði. Upptekning á skrúfuásnum myndi kosta vikuvinnu og það leist okkur illa á. Eftir að kaðaldræsan hafði ver- ið fjarlægð þá var ekki olíuleka að sjá. Endirinn á þessu máli var sá að báðir aðilar tóku helming kostnaðar á sig og þóttust hafa sloppið vel. Að vísu tókum við þarna áhættu því við hefðum verið í slæmum málum ef byrjað hefði að leka eftir að farið var af stað. Aldrei bar þó á neinum leka alla leiðina heim. Mér datt alltaf í hug Fagin gamli í sögu Dickens Aðaltalsmaður Rússanna var náungi sem virtist vera einhver tæknilegur ráðunautur. Þessi maður var með afbrigðum ieiðinlegur og fór verulega í taugarnar á okkur. Mér datt alltaf í hug Fagin gamli í sögu Dickens, Oli- ver Twist, þegar ég sá hann. Viðurkenni ég að við Einar gerðum í því að stríða honum. Sér- staklega æstist hann ef hann hélt að hann þyrfti að borga eitthvað. Fór ég nú að huga að því sem ég var ráðinn til að gera en það var að taka upp strokk, mæla síðan slit í honum og einnig strokkfóðringu. Ég fór að tína til verkfæri en gekk illa að finna þau. Eitt stykkið vantaði sem nauðsynlega þurfti til að losa stangarleguboltana. Varð ég þess vegna að fára á stúfana og láta smfða það. Gat ég teiknað það upp og gert mig skiljanleg- an um hvernig það ætti að vera. Fór ég með einum Kóreumanninum upp á verkstæði til að að smíða stykkið. Gafst mér þarna ágætis tæki- færi til að skoða mig um í leiðinni. Þarna sem við vorum var stór og mikil skipasmíðastöð og einnig alhliða skipaviðgerðir. Vinnuvélar og verkfæri virtust vera mjög gömul en afar vel um gengin. Tók ég sérstak- Iega eftir hve vel þeir gengu frá þegar vinnu- degi var lokið. Allt sópað og snurfúsað. Hissa var ég þegar ég sá gamlar konur vera að vinna þarna í þurrkvínni, aðallega þó við að hreinsa rusl og þess háttar vinnu. Þennan dag sá ég í fyrsta skipti rússneska yfirvélstjórann á skipinu, Vladimir Dorovskikh, sem ég átti eftir að hafa mikil samskipti við og kemur töluvert við þessa frá- sögn. Var hann sá eini af vélstjórunum sem gat nokkurn veginn talað ensku. Var hann þarna með eiginkonu sína með sér, hana Lili- yu Dorovskikh. Afar prúð kona og stillt. Næstu daga vann ég við vélina og leit allt á- gætlega út. Öll mál stóðust og ekkert að óttast í sambandi við hana. Lét ég rússnesku vél- stjórana hreinsa alla kæla þar sem ég vissi að siglt yrði í töluvert heitum sjó á leiðinni. Einnig var farið yfir ýmislegt annað sem gera þurfti fyrir þessa löngu ferð sem framundan var. 50 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.