Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Qupperneq 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Qupperneq 61
dýrunum eru þeir breiðir og harðir og innan á þeim er rás sem sæðið rennur eftir við mökun. Oftast er lengd humarsins mæld frá augn- krika að aftari brún skjaldarins á frambol og er þá talað um skjaldarlengd. Halinn er oftast um tvöföld skjaldarlengdin. Heildarlengd humarsins, frá enda trjónu að aftari brún hala, er rúmlega þreföld skjaldarlengdin. Humarinn lifir við strendur meginlands Evrópu frá Norður-Noregi suður til Cadisflóa við Suðvestur-Spán. Hann er einnig algengur við ísland, Færeyjar og Bretlandseyjar. í Mið- jarðarhafi er hann við Spán, vesturströnd Italíu og í Adríahafi. Einnig hefúr hann íúndist við Marokkó. Við ísland lifir humarinn einungis í hlýja sjónum við suðurströndina frá Hornafirði vestur um og inn í Faxaflóa. Norðurmörk út- breiðslunnar hér við land em skammt norðan við Snæfellsnes. Humarinn finnst aðallega á 20 til 500 m dýpi, en dýpst hefur hann fundist á um 800 m dýpi vestur af Sikiley. Hér við land er hum- ar veiddur á 110 til 270 m dýpi á svæðinu frá Lónsdjúpi við Suðausturland, vestur um til Jökuldjúps við Snæfellsnes. Hér við land hrygnir aðeins hluti kynþroska stofnsins í einu og hvert kvendýr æxlast annað hvert ár. Mökun hjá humrinum fer fram á sumrin eftir að kvendýrin hafa haft skelskipti og nýja skelin er enn lin (talað er um að dýrin séu „lin í skel“). Eðlun gerist þannig að kven- dýrið leggst á bakið, karldýrið leggst ofan á og sprautar sæði í kvendýrið í gegnum sáðrás inn- an á fremstu halafótunum sem ummyndast í getnaðarlim. Sæðið safnast í sáðsekk í kvendýr- inu. jri eftir að mökun hefúr fárið fram, eða í maí og júní, hrygnir kvendýrið. Eggin renna þá úr hrognasekknum í gegnum sáðsekkmn þar sem fróvgun verður. Frjóvguðu eggin fara síðan út um gotrauf sem er undir fyrsta halalið og límast við sundfæturna undir halanum. Þar haldast eggin á meðan þau þroskast. Það ræðst af stærð dýranna hversu mörgum eggjum þau hrygna. í smæstu kynþroska kvendýrunum myndast um 600 egg, en yfir 4.000 í þeim stærstu. Þroskun lirfa í eggjun- um tekur um eitt ár og á þeim tíma étur kven- dýrið lítið sem ekkert og heldur sig ofan í holu sinni. Talsverð afföll verða á eggjunum meðan á þroskun stendur og er jafnvel talið að minna en helmingur eggjanna nái að klekjast út. I maí og júní, ári eftir hrygningu klekjast lirfúr úr eggjunum og verða sviflæg. Kvendýr- ið skríður þá úr holunni, lyftir upp halanum og þeytir örsmáum lirfúnum undan honum með því að slá fótunum kröftuglega aftur. Ský af lirfúm þyrlast út í sjóinn og flýtur upp undir yfirborð. Lirfan er í svifinu í 2 - 3 vikur og gengur þar í gegnum þrjú mismunandi lirfú- stig áður en hún verður botnlæg. Þar sem hörð skel humarsins umlykur lík- amann getur dýrið ekki vaxið nema losna við skelina. ; meðan humarinn er í vexti losar hann sig því reglulega við skelina og myndar jafnframt nýja sem er stærri en sú fyrri. Hum- arinn vex því í stökkum. Þegar lirfan sest á botn er hún um 1,5 cm á lengd. Fyrsta árið á botni vex humarinn mjög hratt og skiptir um skel allt að 10 sinnum. Þann tíma sem humar- inn er að taka út vöxt sinn hefúr hann skel- skipti um það bil einu sinni á ári. Þegar dýrin fara að eldast og dregur úr vextinum verða skel- skiptin sjaldnar og geta þá liðið tvö til þrjú ár á milli skelskipta. Eftir að kvendýrin eru orðin kynþroska hafa þau aðeins skelskipti annað hvert ár í tengslum við æxlunina og vaxa því heldur hægar en karldýrin. Fyrstu 8 árin vex humarinn um 1,5 cm á ári og 8 ára gamall er 0 Sjómannablaðið Víkingur 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.