Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 73

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 73
Prófun Prófun ehf. var stofnað í Reykjavík vorið 1985. Stofnendur voru Jóhannes Sævar Jóhannes- son og Hrólfur Jónsson ásamt fjölskyldum sínum, en árið 1986 eignaðist fjölskylda Jóhannesar Sævar fyrirtækið alfarið og hefur rekið það síðan. Reksturinn var í upphafi fundinn staður að Fiski- slóð 119 en fluttist árið 1993 að Ægisgötu 4. Prófun var stofnað í kjölfar þess að reglugerð um skoðunarskyldu á reykköfunar- búnaði var sett. Vinnueftirlit ríkis- ins, Brunamálastofnun ríkisins og Siglingastofnun hafa ákveðna eftirlitsskyldu með slíkum þjón- ustuaðila, sérstaklega varðandi varahlutalager og verklag og hef- ur Prófun þeirra viðurkenningu til eftilits og þjónustu á þessum búnaði. í upphafi var stefnt að því að þjónusta reykköfunartæki auk þess að þolprófa þrýstihylki fyrir öndunarloft. Til þolprófunar á þrýstihylkjum þarf að beita var- færni því það er mikill þrýstingur sem til þarf. Til þess er notuð svo kölluð vatnskápuaðferð sem er sú öryggasta sem þekkist, ekki síst fyrir þann sem vinnur verkið. Vatnskápuaðferðin dregur nafn sitt af því að hylkið er vatnsfyllt og sett í sérstakan hlífðarkút sem einnig er vatnsfylltur. Árið 1987 óskaði einn stærsti framleiðandi reykköfunartækja, Interspiro (áður AGA), eftir því að Prófun tæki að sér umboð og þjónustu fyrir reykköfunartæki sín, SPIROMATIC. í kjölfar þess hóf Prófun einnig sölu og þjónustu á köfunarbúnaði og öðrum því tengdu. Eins og gefur að skilja þarf að gæta ýtrustu nákvæmni við viðhald og eftirlit á öndunar- búnaði og því hafa starfsmenn Prófunar sótt námskeið erlendis hjá framleiðendum tækjanna og víðar. Árið 1990 var farið að huga að tölvustýrðum búnaði til að nota við endurhleðslu á uppbiástur- hylkjum fyrir gúmmíbjörgunar- báta. Það tók langan tíma að finna lausnina, sérstaklega sök- um þess hversu ólík efnin eru sem á hylkin fara. En lokum tókst þetta með hjálp ungs nýútskrif- aðs verkfræðings. Þetta mun, eftir því sem best er vitað vera eini tölvustýrði hleðslubúnaðurinn sem til er fyrir þessi efni. Hleðslu- búnaðurinn var síðan tekinn út og samþykktur af Siglingastofnun. Nýverið hefur Prófun öðlast rétt- indi flugmálayfirvöldum til að hafa eftirlit með ýmiskonar þrýstihylkj- um fyrir flugvélar. Þessi viður- kenning hefur tryggt starfssamn- ing m.a við Flugleiðir HF. o.fl. Til að uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru í fluginu varðandi eftir- lit á búnaði, þurfti að taka ferlið til gagngerðrar skoðunnar því þær kröfur sem gerðar í þessum geira eru mun nákvæmari en það þekkist á reglgerðum Siglinga- stofnunar. Lítilla breytinga var þó þörf og var það viss viðurkenn- ing. Eftir að við hófum að þjónusta flugið höfum við tekið eftir því hversu mikill munur er á hvernig eftiliti er háttað meö þjónustuaðil- um, hvort haldur er unnið fyrir flug, slökkvilið eða útgerðir. Það er nokkuð undarlegt því ávallt er þetta öryggisbúnaður sem um ræðir. Allt frá stofnun Prófunar hefur aðalsmerki þess og slagorð verið ÖRYGGI, EFTIRLIT, ÞJÓNUSTA. Með þetta í fyrirrúmi hjá starfs- mönnum hefur fyrirtækið haslað sér völl og virðingar sem þjón- ustufyrirtæki við öryggisbúnað sem krefst mikillar vandvirkni. ■ ~ T, i/tóllinn Yandaður og þægilegur skipstjórastóll Verðlækkun! Vegna betri samninga við framleiðendur, getum við nú boðið þessa vönduðu stóla á lægra verði BX 500 Fjölbreytt og góð þjónusta við útgerðarmenn! I Tökum aö okkur viðgerðir á skipum. I Dráttarbraut 450 þungatonn. I Tökum skip í hús til viðgerða, allt að 27 metra löng. ✓Plötusmíði ✓Skelvinnslutæki ✓Rennismíði ✓Trésmíði ✓Vélaviðgerðir ✓Raflagnir ✓Sandblástur ✓Málningarvinna I ✓ígulkeraplógar ✓Tækniþjónusta I ✓Gúmmíbátaþj. ✓Byggingavöruv. FR YS TIPÖNNUR !• A '—► SKIPAVÍK HF. Nesvegi 20 ■ 340 Stykkishólmur Pósthólf 105 • Sími 438 1400 • Fax 438 1402 Sjómannablaðið Víkingur 73

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.