Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Side 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Side 75
Vöruhús IS (slenskar sjávarafurðir hf. er leiðandi fyrirtæki i sölu sjávar- afurða, en færri vifa að á þess vegum er rekin þjónustudeild. Vöruhús ÍS, sem er umsvifa- mikil í sölu umbúða og rekstr- arvara á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu. Vöruhúsið var upphaflega stofnsett til að kaupa inn og afgreiða umbúðir fyrir allar gerðir fiskvinnslu sem og aðrar matvælavinnslur. Meðal ann- arra rekstrarvara sem Vöru- húsið leggur áherslu á, eru ör- yggis- og björgunarvörur, bæði fyrir almenning sem og sjómenn. Þar má nefna að nýlega tók það við söluumboði fyrir breska fyrir- tækið Cosalt international limited- Safety & Protection, sem framleiðir björgunarvesti, flotvinnusamfestinga og björg- unarbúninga og Perry sem framleiðir björgunarhringi og björgunarhringslínur. Af helstu umbúðum má nefna; pappa- kassa, öskjur, plastarkir og - poka og vörubretti. Þessar vörur eru ýmist framleiddar af innlendum fyrirtækjum eða innfluttar. Aukist hefur sú þjón- usta að sérmerkja umbúðir fyr- ir hina ýmsu framleiðendur. Vöruhúsið selur einnig lím- band, stál- og plastbindiborða, límmiða, hornhlífar, strekkfilmu og brettahettur. ■ Margfaldur kæli- hraði á hráefni! Umræðan um bætta meðhöndlun og aukin gæði í sjávarútvegi og öðrum greinum matvælaiðnaðar hefur aukið kröfur um skjóta og árangursríka kælingu á fyrstu stigum vinnslunnar og einnig í vinnsluferiinu sjálfu. Ein markverðasta nýjung hin síðari ár á þessu sviði er hið nýja Brontec ísþykkni, eða Liquid lceTM, sem framleitt er í nýrri gerð ísvéla, sem Brunnar hf. hafa þróað í samvinnu við erlen- da aðila og smíða nú í nýrri verksmiðju sinni að Skúta- hrauni 2, í Hafnarfirði. Vél- arnar eru sérstaklega han- naðar til að framleiða ísþykkni úr sjó, en einnig er hægt að framleiða ísþykkni í landi með því að blanda ca. 3,5% saltpækil í ísfram- leiðsluvatnið. (sþykknið er því míkrókristallaður sjór, með ískristöllum sem eru 3- 4 Micron (Ca. 1 % af þykkt mannshárs) og svo mjúkt viðkomu að því verður helst lýkt við silki. Silkimjúku ísþykkninu er einfaldlega dælt eins og vatni í lögnum á þann stað þar sem þörf er fyrir það og vinnusparnaðurinn um borð Sjómannablaðið VIkingur í skipum og í landi er því gíf- urlegur. (s í stíum fiskiskipa sem mokað er með skóflum i körin í lestinni og akstur lyftara með ískör í land- vinnslunni heyra þannig brátt sögunni til með til- komu Brontec ísþykknisins. í samanburðartilraunum sem gerðar hafa verið um borð í ísfiskskipum hefur ísþykknið náð að kæla t.d. þorsk og annan bolfisk allt að tífalt hraðar en hefð- bundinn ís og náð að við- halda kjörhitastigi og ótrú- legum gæðum fisksins i allt að 7-10 daga. í þeim tilraunum sem gerðar hafa verið með ís- þykkni til ísunar í lestum hefur hiti í lestunum ávallt verið um 3-4°C, svo geym- sluþol fisks sem kældur er um borð í skipum með ís- þykkni í blóðgun og þvotti og síðan ísaður með þykkni í kör, er síst ofmetinn. Notkun ísþykknis til kælin- gar í vinnslunni í landi viðheldur síðan æskilegu hitastigi á hráefninu allt vinnsluferlið og ísþykknið er einnig silkimjúkt og skem- mir ekki viðkvæmt yfirborð hráefnisins. ■ ORYGGISTÆKI FLOTROFAR FLÆÐIROFAR HITAMÆLAR HITAMÆLAR ^nrDaiuigjaQir J®[n]gg®[n] Vesturgötu 16 - Símar 551 4680 og 551 3280 - Telefax 552 6331 Flytjum að Fiskislóð 94 1. mars 1999

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.