Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Page 12
Keyptar aflaheimildir Verðmæti þeirra 26 milljarðar króna Samkvæmt lauslegu mati sem gert hef- ur verið á óafskrifaðri eign sjávarútvegsfyr- irtækja á keyptum aflaheimildum er verð- mæti þeirra um 26 milljarðar króna á miðju ári 1999. Kaup þeirra hafa að langmestu leyti farið fram á allra síðustu árum en samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar á keyptum veiðiheimildum árið 1996 var verðmæti þeirra þá um 12 milljarðar króna. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Bergljótar Halldórsdóttur (F) um sam- hengi milli sölu veiðiheimilda og verðbólgu. Svar ráðherra er raunar alfarið byggt á greinargerð frá Seðlabankanum. Þar kem- ur fram eftirfarandi: Frá árinu 1994 og fram á mitt ár 1999 hafa skuldir sjávarútvegsins hækkað um rúma 43 milljarðar króna á föstu verði júníloka 1999 eða í 154 milljarða króna. Eru þá talin saman öll lán innan og utan lána- kerfisins. Skuldir sjávarútvegsins við lána- kerfið (banka, fjárfestingarlánasjóði, eign- arleigur og fleiri stofnanir, sem og útlönd) hafa á sama tíma hækkað um 32 milljarða á verði júníloka 1999. Á þessu tímabili hef- ur verg fjármunamyndun í sjávarútvegi að meðtöldum birgðabreytingum numið um 46 milljörðum á sambærilegu verðlagi. Við þessa upphæð verður að bæta hlutdeild sjávarútvegs í óflokkaðri fjármunamyndun, bifreiðum til atvinnurekstrar og tölvubún- aði. Má meta hana framreiknaða samtals á um 8 milljarða króna á árunum 1994-99. Heildarfjármunamyndun í sjávarútvegi á þessu tímabili er því um 54 milljarðar króna á verðlagi í júnílok eða 11 milljörðum hærri en skuldaaukningin. í greinargerð Seðlabankans er síðan vik- ið að ráðstöfunarfé sjávarútvegsins. Þar kemur fram að á þessu tímabili virðast sjávarútvegsfyrirtæki hafa haft hartnær 120 milljarða til ráðstöfunar til fjárfestinga og hafi þar af nýtt nær 55 milljarða til kaupa á rekstrarfé. Þeim á að giska 65 milljörðum sem eftir standi virðist því hafa verið ráð- stafað með öðrum hætti innan sjávarút- vegsins. Seðlabankinn segir að með tilkomu nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerfis hafi orðið veruleg eignaaukning í hagkerfinu þegar aflaheimildir urðu verðmætar. Þetta hafi valdið því að heildarverðmæti eigna hafi vaxið og „eigendur veiðiheimilda efnast sem því nemur.“ Þessi niðurstaða bankans kemur fáum á óvart. í greinargerð hans er fyrirspurn Bergljótar Halldórsdóttur um samhengi milli sölu og veiðiheimilda í raun ekki svarað heldur slegið úr og í. ■ Ryðfríir stálbarkar fyrir Barkasuða Guðmundar ehf. Vesturvör 27 • 200 Kópavogur Sími: 554 I66I • Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529 Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum 12 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.