Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Qupperneq 12
Keyptar aflaheimildir Verðmæti þeirra 26 milljarðar króna Samkvæmt lauslegu mati sem gert hef- ur verið á óafskrifaðri eign sjávarútvegsfyr- irtækja á keyptum aflaheimildum er verð- mæti þeirra um 26 milljarðar króna á miðju ári 1999. Kaup þeirra hafa að langmestu leyti farið fram á allra síðustu árum en samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar á keyptum veiðiheimildum árið 1996 var verðmæti þeirra þá um 12 milljarðar króna. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Bergljótar Halldórsdóttur (F) um sam- hengi milli sölu veiðiheimilda og verðbólgu. Svar ráðherra er raunar alfarið byggt á greinargerð frá Seðlabankanum. Þar kem- ur fram eftirfarandi: Frá árinu 1994 og fram á mitt ár 1999 hafa skuldir sjávarútvegsins hækkað um rúma 43 milljarðar króna á föstu verði júníloka 1999 eða í 154 milljarða króna. Eru þá talin saman öll lán innan og utan lána- kerfisins. Skuldir sjávarútvegsins við lána- kerfið (banka, fjárfestingarlánasjóði, eign- arleigur og fleiri stofnanir, sem og útlönd) hafa á sama tíma hækkað um 32 milljarða á verði júníloka 1999. Á þessu tímabili hef- ur verg fjármunamyndun í sjávarútvegi að meðtöldum birgðabreytingum numið um 46 milljörðum á sambærilegu verðlagi. Við þessa upphæð verður að bæta hlutdeild sjávarútvegs í óflokkaðri fjármunamyndun, bifreiðum til atvinnurekstrar og tölvubún- aði. Má meta hana framreiknaða samtals á um 8 milljarða króna á árunum 1994-99. Heildarfjármunamyndun í sjávarútvegi á þessu tímabili er því um 54 milljarðar króna á verðlagi í júnílok eða 11 milljörðum hærri en skuldaaukningin. í greinargerð Seðlabankans er síðan vik- ið að ráðstöfunarfé sjávarútvegsins. Þar kemur fram að á þessu tímabili virðast sjávarútvegsfyrirtæki hafa haft hartnær 120 milljarða til ráðstöfunar til fjárfestinga og hafi þar af nýtt nær 55 milljarða til kaupa á rekstrarfé. Þeim á að giska 65 milljörðum sem eftir standi virðist því hafa verið ráð- stafað með öðrum hætti innan sjávarút- vegsins. Seðlabankinn segir að með tilkomu nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerfis hafi orðið veruleg eignaaukning í hagkerfinu þegar aflaheimildir urðu verðmætar. Þetta hafi valdið því að heildarverðmæti eigna hafi vaxið og „eigendur veiðiheimilda efnast sem því nemur.“ Þessi niðurstaða bankans kemur fáum á óvart. í greinargerð hans er fyrirspurn Bergljótar Halldórsdóttur um samhengi milli sölu og veiðiheimilda í raun ekki svarað heldur slegið úr og í. ■ Ryðfríir stálbarkar fyrir Barkasuða Guðmundar ehf. Vesturvör 27 • 200 Kópavogur Sími: 554 I66I • Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529 Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum 12 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.