Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Page 16
Samningar sjómanna og útvegsmanna Sjómaður að störfum. Ekki er vitað hvenær og hvort takist að semja í launadeilu sjómanna og útgvegsmanna. Sjómannablaðið Víkingur leitaði til þeirra sem standa fremst í samningaviðræðum sjómanna og útvegsmanna, þeirra Grétars Mar Jónssonar, forseta Farmanna- og fiksimannsambands íslands, Sævar Gunn- arssonar, formanns Sjómannsasambands ísiands, Helga Laxdai, formanns Vélstjóra- félags íslands og Friðriks J. Arngrímsson- ar, framkvæmdastjóra Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, og spurði þá hvern- ig þeir meti möguleika á að Ijúka þessum samningum án þess að lög verði sett á deiluaðila. VlTUM HVAR VIÐ HÖFUM HVERN ANNAN „Ég veit ekki hvort okkur tekst að ná samningum, en ég vona að svo verði,“ sagði Grétar Mar Jónsson, forseti Far- Grétar Mar Jónsson forseti Farmanna- og fiskimanna- sambanbs íslands. manna- og fiskimannasambands fslands, þegar hann var spurður hvernig hann meti möguleikana á að útvegsmönnum og sjó- mönnum takist að semja í þeirri samninga- lotu sem nú er hafin. Er ekki orðið nokkuð áríðandi að þessir deilendur nái að Ijúka samningum án þess að til lagasetninga komi? „Það hefur nánast verið óþolandi eins og þetta hefur verið og við verðum að ná að breyta til.“ I þeim samningaviðræðum, sem nú standa yfir, er þá byrjað að ræða þau mál sem strandað hefur á í síðustu samning- um? „Við höfum gert það sem við höfum get- að til að ræða öll mál, og þar á meðal verðlagsmál. En það má ekki gleymast að flest annað hefur setið eftir í síðustu samn- ingum. Ég held að það sé Ijóst hvað viljum gera. Við vitum hvar við höfum hvor annan í þessum málum. En vissulega eigum við eftir að takast meira á. Við höfum sett út- gerðarmenn i okkar kröfur og þeir okkur í sínar kröfur. í þeirra kröfum er ýmislegt sem er hægt að skoða.“ Skil ég þig þannig að of snemmt sé að spá fyrir um lok viðræðna og hvaða árangri þær skila, en um leið að það er knýjandi þörf á að Ijúka þessu með samningum að þessu sinni? „Já, það er alveg rétt.“ Erum rétt byrjaðir „Það er enginn leið að segja til um það á þessari stundu, við erum rétt byrjaðir. Það er búið að leggja fram kröfur og þetta hafa verið ánægjulegar viðræður en það er ekki komin niðurstaða í neitt," sagði Helgi Lax- dal. Þú segir að viðræðurnar hafi verið þægi- legar, er það kannski breyting frá því sem áður var? „Ég vil ekkert vera að meta það. Það er allt í lagi að sitja og spjalla án þess að al- varan sé með. Það er ekki farið að tala um það sem mestu skiptir." 16 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.