Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 20
var þar hleðslustjóri í ein 30 ár og sá um lest- un á frystiskipum á ströndinni. Sjó- mannsævin er því orðin löng enda var ég nánast aldrei í landi.“ -Þú manst tímana tvenna til sjós? „Ójá. Einar heitinn Guðfinnsson í Bol- ungarvík var gamall kunningi minn og við röbbuðum oft saman þegar maður var á ferðinni. Hann var einhvern tíman að segja barnabörnum sínum hvernig hann hefði haft það í uppvextinum. Þá sagði sonarsonur hans sem nú er orðinn þingmaður: Held- urðu að þetta sé nú rétt hjá þér afi? Þau höfðu ekki trú á því að svona hafi þetta ver- ið. Núna fara menn bara undir þiljur létt- klæddir. I gamla daga var alltaf staðið í ágjöf, kannski stígvélafúllur eftir sjógang. Það þýð- ir lítið að skýra þetta út fyrir ungum mönn- um sem ekkert þekkja til,“ sagði Guðmund- ur Thorlacius. Hann var að lokum spurður hvort einhver annar atburður en Halaveðrið stæði upp úr í minningunni frá sjómannsár- unum. Maður fyrir borð „Ég missti einu sinni mann fyrir borð í slæmu veðri út á Hala þegar ég var skipstjóri á ísborginni. Þarna um borð var óvanur strákur í sínum fyrsta túr og þeir voru að ganga frá trollinu á dekkinu. Þá tekur skipið sjó. Gömlu mennirnir sem þekktu skipið vissu hvað þá stóð til en strákurinn stóð úti við lunningu að binda upp trollið. Þegar frá- kastið kemur svo undir hann er eins og hon- um sé skotið úr byssu fyrir borð. Þetta var í niðamyrkri um hánótt og ég bjóst ekki við að sjá strákinn framar. En svo skýtur honum upp eins og korktappa svona 10 til 12 faðma frá skipinu. Ég tók strax björgunarhring og henti til hans. En hann fálmaði bara út í loft- ið en það hljóp svo mikið loft í stakkinn að hann flaut eins og hann væri með bjarghring. Svo tók ég kastlínu sem var á brúarvængnum hjá mér en náði ekki til hans með henni. Þá er það að 2. stýrimaður, sem var syndur sem selur, gaf sér ekki tíma til að fara úr stakknum heldur smeygði sér bara úr stígvélunum, hnýtti saman tvær kasdínur og fleygði sér fyr- ir borð. Hann synti út með bjarghring og setti strákinn í hann. Það var svo hægur vandinn fyrir okkur að hala þá inn. Þannig bjargaðist það. Stýrimaðurinn fékk viður- kenningu fyrir björgunina og átti hana fylli- lega skilið." I í kaupskipai Skip eru af- kasta- og burðar- mestu samgöngu- tæki veraldar. Þess vegna eru kaupskip undir- staða verslunar og viðskipta í heimnum. Um mismunin á af- kastagetu kaup- skipa og vöru- flutningaflugvéla er eftirfarandi dæmi: Hinn 23. des- ember s.l. kom til landsins nýtt leiguskip Eimskipafélags fs- lands, Mánafoss, sem er lítið skip á mæli- kvarða kaupskipastóls heims. Burðargeta þess er 5575 tonn, sem það getur flutt á um 4 dögum frá næstu Evrópulöndum til íslands. Ef leysa á sama flutningsmagn af hendi með C-130H flugvél, sem er með stærri vöru- flutningavélum sem nú fljúga, þarf hún að fara 234 ferðir milli fslands og Evrópu. Mið- að við að unnt væri að fljúga tvær ferðir á sólahring, með viðhaldi og áhafnaskiptum tæki það C-130H rúmlega 3 mánuði að koma sama flutningi til landsins. Ekki verður hér reynt að reikna mismuninn á kostnaði á tonn/pr. mílu í þessum flutningum. Það eru starfandi um 450.000 skipstjórn- armenn á kaupskipaflota heimsins. Nú þegar er áætlað að um 25.000 skipstjórnarmenn vanti til að fylla lausar stöður. Á næsta ári er áætlað að það muni vanta 32.000 skipstjórn- armenn og um 45.000 menn árið 2005. Á- stæðan er hratt minnkandi nýliðun í stéttinni og hækkandi meðalaldur þeirra sem eru við störf innan greinarinnar (á íslandi er meðal- aldur skiptstjóra og stýrimanna á kaup- og varðskipaflotanum 46 ár). Þetta gerist þrátt fyrir að bylting í rafeinda- og tölvutækni um borð í skipum hafi gert útgerðum fært að fækka mönnum í áhöfn. Til að sigla framhjá þessum vanda og öðrum þröskuldum á vegi harðnandi samkeppni hafa kaupskipaútgerð- ir m.a. gripið til þess ráðs að skrá skip sín undir s.k. „hentifánum“ og ná til sín skip- stjórnarmönnum frá fyrrum austanjárn- tjalds- og þróunarlöndum með lágar launa- kröfur. Umhverfi alþjóðasiglinga er hins veg- ar að breytist hratt. Nýjar alþjóðasamþykktir, s.k. STCW reglur, um hertar kröfur til menntunar skipstjórnarmanna og fram- Guðjón Peter- sen, framkvæmda- stjóri Skipstjóra- og stýrimanna- félags íslands, skrifar. Til að sigla framhjá þessum vanda og öðrum þröskuldum á vegi harðnandi samkeppni hafa kaupskipaútgerðir m.a. gripið til þess ráðs að skrá skip sín undir s.k. „hentifánum" og ná til sín skip- stjórnarmönnum frá fyrrum austanjárntjalds- og þróunarlöndum með lágar launakröfur. 20 SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.