Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Qupperneq 39
landssel, útsel, melrakka, æðarfugli og ísbirni hér á landi. „Oll helstu þrávirk efni sem finnast á Norðurslóð, finnast nú þegar í íslenskum dýrum. Styrkur þeirra er hins vegar í réttu hlutfalii við fæðuna sem þeir neyta. Refir við sjávarsíðuna eru t.d. með mun hærri styrk eiturefna en refir inni á heiðum þar sem þeir lifa að jafnaði ofar í fæðukeðjunni, og selir safna öllum þessum efnum í sig sem og ís- björninn." Karl segir að styrkur þessara efna í lífver- um hér á landi sé í fæstum tilvikum hár enn sem komið er. „Þessi efni hafa undanfarna áratugi verið að safnast íýrir hér á Norðurhveli og munu gera það áfram á næstu áratugum. Við búum hér við hættu sem við getum lítið ráðið við því þessi efni koma annars staðar frá. Það sem við gætum gert er að reyna að fá iðnað- arþjóðir til að minnka útskilnað og notkun á þessum eiturefnum.“ ■ „Öll helstu þrávirk efni sem finnast á Norðurslóð, finnast nú þegar í íslenskum dýrum. Styrkur þeirra er hins vegar í réttu hlutfalli við fæðuna sem þeir neyta. Refir við sjávarsíðuna eru t.d. með mun hærri styrk eiturefna en refir inni á heiðum þar sem þeir lifa að jafnaði ofar í fæðu- keðjunni, og selir safna öllum þessum efnum í sig sem og ísbjörninn." Benedikt Valsson skrifar: Hvalveiðar og þjóðarbúskapur Á undanförnum árum hafa ýmsir vakið at- hygli á því hvað ónýttir og vaxandi hvalastofn- ar við ísland og aðliggjandi hafsvæði gæti kost- að þjóðarbúið. í þessu sambandi hafa verið nefndar tölur t glötuðu útflutningsverðmæti sjávarafúrða allt að 12 milljarðar króna á ári, en þá er um að ræða bæði beinan og óbeinan á- vinning við það að hefja hvalveiðar hér við land. Inn í þess tölu hefúr hins vegar ekki ver- ið reiknaður hugsanlegar glataðar tekjur vegna fækkun ferðamanna né kostnaður eða aðrar búsifjar sem öfgasamtök umhverfissinna gætu ollið þjóðarbúinu í refsiskyni vegna hvalveiða fslendinga. Engum erfiðleikum er bundið að meta bein- an þjóðhagslegan ávinning af hvalveiðum. Á árabilinu 1980 til 1985 var útflutningsverð- verðmæti hvalaafúrða á bili einn og hálfúr til tveir milljarða króna á ári á núvirtu verðlagi. Vinnsluvirði greinarinnar, þ.e. beint framlag hvalveiða og -vinnsla til vergar landsfram- leiðslu, var u.þ.b. helmingur af útflutnings- verðmæti hvalaafúrða á tilgreindu árabili. Fjöldi ársverka við hvalveiðar og -vinnslu var að meðaltali um eitt hundrað á þessum tíma. Að meta óbeinan þjóðhagslegan ávinning af hvalveiðum er aftur á móti flóknara mál þar sem mikillar óvissu gætir með ýmsa þætti í því sambandi. Á síðastliðnu ári upplýsti sjávarút- vegsráðherra á Alþingi vegna fýrirspurnar Ein- ars K. Guðfinnssonar, alþingismanns, að sam- kvæmt tilgátum sem vísindamenn hafa sett fram gæti langímaafrakstur þorskveiða minnk- að um allt að 20% ef hvalveiðar verði ekki stundaðar. Með hliðsjón afþessum upplýsing- um reiknar Einar K. Guðfinnsson að þjóðar- búið glati þannig allt að 10 milljarða króna í útflutningsverðmæti þorskafurða á hverju ári. Aðrir hafa einnig metið þennan kostnað þjóðarbúsins sem kemur fram í minni útflutn- ingi þorskafurða vegna hvalveiðibanns. Þannig áætlar Guðjón Einarsson, ritstjóri Fiskifrétta að glataðar útflutningstekjur gætu legið á bil- inu 4 til 9 milljarða króna á ári. Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar greinir frá að óbeinn ávinningur af hvalveiðum gæti verið rúmlega 4 milljarðar króna í auknu útflutn- ingsverðmæti þorskafurða á ári. ■ Sjómannablaðið Víkingur 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.