Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 56
Siglingastofnun mun gera drög að bæklingi fyrir farþega um öryggi farþega- skipa sem útgerðir skipanna gætu nýtt sér við gerð eigin bæklings. Verkefni: 3.2 Átak til að nýliðafræðslu sé betur sinnt. 3.10 Frágangur og umgengni á neyðar- búnaði skipa. 3.11 Mikilvægi skipulagðra æfinga og þjálfunar í skipum Markmið: Að fækka slysum sem tengjast þekk- ingarleysi starfsmanna sem eru að hefja störf eða sinna nýju starfi um borð í skipi. Að tryggja gott ástand neyðarbúnaðar og að rétt sé brugðist við ef neyðarástand verður í skipi. Staða mála: Nýliðafræðsla er lögbundin samkvæmt 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, en sam- kvæmt heimildum er brotalöm á að þetta ákvæði sé virt í íslenskum skipum. Sam- bærilegt er um björgunar- og eld- varnaræfingar, þ.e.a.s. til eru reglur en al- mennt ekki farið eftir þeim. Frágangur og umgengni um neyðarbúnað skipa eru stundum gagnrýnd, stuðla þarf að því að rétt sé gengið frá búnaðinum í skipum. Pað er fullyrt að góð starfsþjálfun og nýliðafræðsla sé ein árangursríkasta leið- in til að fækka vinnuslysum til sjós og æfingar eru grundvöllur þess að rétt sé brugðist við raunverulegum neyðarað- stæðum og því mikilvægt að taka á þess- um málum. Ábyrgð og umsjón með framkvæmd: Slysavarnaskóla sjómanna verði falið að gera kynningarefni og halda uppi á- róðri. Siglingastofnun skipuleggi aðgerðir varðandi fyrirkomulag eftirlits Samstarfsaðilar: LÍU, SÍK, LHG og Ss. Áætluð fjármögnun: Langtímaáætlun ráðstafi fé til að gera kynningarefni og til áróðurs/augl., 0,5 millj. árið 2001. 0,5 millj. árið 2002. 0,5 millj. árið 2003. Framkvæmd: Gert verði sérstakt kynningarefni og á- taki komið af stað til þess að: - nýliðafræðslu sé sinnt betur, - neyðarbúnaður sé rétt settur upp í skipum, - umgengni um neyðarbúnað skipa sé ávallt góð, - æfingar og þjálfun í skipum séu skipulagðar og haldnar samkvæmt kröfum. Átakið feli í sér áróður sem beint verði til skipstjórnarmanna og áhafna. Jafn- framt verði eftirlit Siglingastofnunar og Landhelgisgæslu aukið með þessum þátt- um öryggismálanna. Tímasetningar: Átaksverkefni fari fram á árunum 2001, 2002 og 2003. Framvinda verkefnis: Mars 2002: Unnið er að gerð fræðslubæklinga um ýmsa þætti öryggismála, sem dreift verð- ur til útgerða og sjómanna. Unnið er að því að auka eftirlit Sigl- ingastofnunar og Landhelgisgæslu með þessum þáttum öryggismála, sbr . verk- efni 13.2. og 13.5. Verkefni: 3.3 Leiðbeiningar fyrir öryggisfull- trúa. 12. Sluðla þarf að því að öryggistrún- aðarmannakerfi verði tekið upp til reynslu í fiskiskipum. 13.4 Öryggisfulltrúar útgerða og áhafna séu skipaðir. Markmið: Að útgerðarmenn og áhöfn beri sam- eiginlega ábyrgð á því að fyrirkomulag öryggismála í skipum sé í góðu horfi. Að áhafnir skipa axli ábyrgð gagnvart öryggi og heilsu og verði virkari í mótun örygg- ismála og vinnuumhverfis í eigin skip- um. Staða mála: í fyrirtækjum á landi hefur það tíðkast um langt skeið að sérstakir öryggisfull- trúar séu skipaðir og hafa þeir samstarf við Vinnueftirlitið sem gerir fræðsluefni og heldur námskeið fyrir þá. Slíkt fyrir- komulag hefur ekki tíðkast í skiputn, en vert væri að stuðla að því. í reglugerð nr. 786/1998, um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna í skipum, er meðal annars ákvæði um til- nefningu öryggis- og heilbrigðisfulltrúa. Gera þarf átak til að kynna reglugerðina og fylgja þarf eftir að unnið sé eftir kröf- um hennar. Ábyrgð og umsjón með framkvæmd: Siglingastofnun íslands Samstarfsaðilar: Útgerðir, LÍÚ, SÍK, SÍ, Ss, Vinnueftirlit og samtök sjómanna Áætluð fjármögnun: Langt.áætlun styrki gerð fræðsluefnis 56 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.