Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 56
Siglingastofnun mun gera drög að bæklingi fyrir farþega um öryggi farþega- skipa sem útgerðir skipanna gætu nýtt sér við gerð eigin bæklings. Verkefni: 3.2 Átak til að nýliðafræðslu sé betur sinnt. 3.10 Frágangur og umgengni á neyðar- búnaði skipa. 3.11 Mikilvægi skipulagðra æfinga og þjálfunar í skipum Markmið: Að fækka slysum sem tengjast þekk- ingarleysi starfsmanna sem eru að hefja störf eða sinna nýju starfi um borð í skipi. Að tryggja gott ástand neyðarbúnaðar og að rétt sé brugðist við ef neyðarástand verður í skipi. Staða mála: Nýliðafræðsla er lögbundin samkvæmt 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, en sam- kvæmt heimildum er brotalöm á að þetta ákvæði sé virt í íslenskum skipum. Sam- bærilegt er um björgunar- og eld- varnaræfingar, þ.e.a.s. til eru reglur en al- mennt ekki farið eftir þeim. Frágangur og umgengni um neyðarbúnað skipa eru stundum gagnrýnd, stuðla þarf að því að rétt sé gengið frá búnaðinum í skipum. Pað er fullyrt að góð starfsþjálfun og nýliðafræðsla sé ein árangursríkasta leið- in til að fækka vinnuslysum til sjós og æfingar eru grundvöllur þess að rétt sé brugðist við raunverulegum neyðarað- stæðum og því mikilvægt að taka á þess- um málum. Ábyrgð og umsjón með framkvæmd: Slysavarnaskóla sjómanna verði falið að gera kynningarefni og halda uppi á- róðri. Siglingastofnun skipuleggi aðgerðir varðandi fyrirkomulag eftirlits Samstarfsaðilar: LÍU, SÍK, LHG og Ss. Áætluð fjármögnun: Langtímaáætlun ráðstafi fé til að gera kynningarefni og til áróðurs/augl., 0,5 millj. árið 2001. 0,5 millj. árið 2002. 0,5 millj. árið 2003. Framkvæmd: Gert verði sérstakt kynningarefni og á- taki komið af stað til þess að: - nýliðafræðslu sé sinnt betur, - neyðarbúnaður sé rétt settur upp í skipum, - umgengni um neyðarbúnað skipa sé ávallt góð, - æfingar og þjálfun í skipum séu skipulagðar og haldnar samkvæmt kröfum. Átakið feli í sér áróður sem beint verði til skipstjórnarmanna og áhafna. Jafn- framt verði eftirlit Siglingastofnunar og Landhelgisgæslu aukið með þessum þátt- um öryggismálanna. Tímasetningar: Átaksverkefni fari fram á árunum 2001, 2002 og 2003. Framvinda verkefnis: Mars 2002: Unnið er að gerð fræðslubæklinga um ýmsa þætti öryggismála, sem dreift verð- ur til útgerða og sjómanna. Unnið er að því að auka eftirlit Sigl- ingastofnunar og Landhelgisgæslu með þessum þáttum öryggismála, sbr . verk- efni 13.2. og 13.5. Verkefni: 3.3 Leiðbeiningar fyrir öryggisfull- trúa. 12. Sluðla þarf að því að öryggistrún- aðarmannakerfi verði tekið upp til reynslu í fiskiskipum. 13.4 Öryggisfulltrúar útgerða og áhafna séu skipaðir. Markmið: Að útgerðarmenn og áhöfn beri sam- eiginlega ábyrgð á því að fyrirkomulag öryggismála í skipum sé í góðu horfi. Að áhafnir skipa axli ábyrgð gagnvart öryggi og heilsu og verði virkari í mótun örygg- ismála og vinnuumhverfis í eigin skip- um. Staða mála: í fyrirtækjum á landi hefur það tíðkast um langt skeið að sérstakir öryggisfull- trúar séu skipaðir og hafa þeir samstarf við Vinnueftirlitið sem gerir fræðsluefni og heldur námskeið fyrir þá. Slíkt fyrir- komulag hefur ekki tíðkast í skiputn, en vert væri að stuðla að því. í reglugerð nr. 786/1998, um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna í skipum, er meðal annars ákvæði um til- nefningu öryggis- og heilbrigðisfulltrúa. Gera þarf átak til að kynna reglugerðina og fylgja þarf eftir að unnið sé eftir kröf- um hennar. Ábyrgð og umsjón með framkvæmd: Siglingastofnun íslands Samstarfsaðilar: Útgerðir, LÍÚ, SÍK, SÍ, Ss, Vinnueftirlit og samtök sjómanna Áætluð fjármögnun: Langt.áætlun styrki gerð fræðsluefnis 56 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.