Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 4
Flottræfilsháttur í fyrirrúmi Það er óhætt að segja að það rtði ekki við einteyming sú ótrúlega og þversagnakennda endaleysa sem pólitíkusarnir bjóða okkur upp á um þessar mundir í formi ákvarðana um tugmiljarða fjárfestingar sem koma til með að hafa áhrif á afkomu þjóðarinnar áratugi fram í tím- ann. Af fjölmörgu er að taka en ég mun láta nægja að tæpa á fáeinum þáttum. Spyrja má t.d. hvort þeim fjármunum sem eytt hefur verið til að vinna að þvl að tryggja íslandi fulltrúa í Öryggisráði sameinuðu þjóð- anna hafi verið vel varið sem nærtækasta leiðin til að bæta hag mör- landans. Spyrja má einnig hvort meira aðhald í uppbyggingu utan- ríkisþjónustunnar með örlítið ineiri hófsemd i opnunum sendiráða á- samt kaupum og rekstri á rándýrum húseignum út um víða veröld sé nauðsynlegra eða þjóðhagslega hagkvæmara en ótal margt sem nær- tækara væri að beina kröftum að. Þessi fráleita forgangsröðunar fóbía brosmildra ráðamanna ríkis og borgar, náði nú nýverið nýjum hæðum þegar skrifað var undir samning um byggingu tónlistarhúss og ráð- stefnuhótels upp á 20-30 miljarða niður við Reykjavíkurhöfn. Ég tel mig alls ekki minni unnanda tónlistar en hvern annan og veit reyndar ekki um neitt listform sem hefur haft jafn afgerandi áhrif bæði til hláturs og gráturs. Hvað sem því líður þá hlýtur það að vera háalvarlegt umhugsunarefni fyrir allt venjulegt fólk hvernig á því stendur að forgangsröðun fjárfrekra verkefna sé með þeim hætti sem raun ber vitni. í öllu falli blasir það við mér og fleirum að brýnni verkefni þurfa úrlausnar við áður en vaðið er í það sem ráðamenn okkar ætla sér með sínum nýjasta gjörningi. Verkefni nr. 1 Fyrsta úrlausnarefnið sem ganga ætti í af fullum þunga og leysa svo sómi væri að, áður en tekin er svo mikið sem skóflustunga, hvorki að Lónlistarhúsi eða hátæknisjúkrahúsi, væri að búa um hnút- ana með þeim hætti að sérhver aldraður íslendingur geti eitt ævi- kvöldinu með reisn. Þetta verkefni er og verður númer eitt þar til mannsæmandi lausn er fengin. Önnur brýn mál sem sinna þarf áður en við snúum okkur að lista- gyðjunni eru ekki smá í sniðum. Þar má tina til ærið verkefni sem felst í að byggja upp samgöngukerfið í takt við álagið sem á því er og fer vaxandi með ógnarhraða sem reyndar margfaldaðist við að strand- siglingar lögðust af. Stórauka þarf áherslu á fiski-, veiðarfæra- og hafrannsóknir. Lág- markskrafa er að skip Hafrannsóknarstofnunarinnar séu með verk- efnaáætlun árið um kring. Afla verður þeirra gagna sem þarf til að sýna fram á með óyggjandi hætti að lífsnauðsynlegt sé fyrir íslendinga að hefja hvalveiðar af krafti þar sem hvalurinn er að éta okkur út á gaddinn. Leggja verður í verulegan kostnað til að markaðssetja hvala- afurðir en ef það tekst ekki þá er okkur nauðugur sá kostur að veiða hann rétt eins og minkinn og vargfuglinn með þeim fórnarkostnaði sem því fylgir. Þegar við erum komin á beinu brautina í ofangreind- um málaflokkum þá mætti setja tónlistarhús og hátæknisjúkrahús á framtíðar-verkefnalistann, þó ekki of ofarlega þar sem margt annað er meira knýjandi. Árni Bjarnason Úígcfandi: Völuspá, útgáfa, í samvinnu við Parmanna og fiskimannasamband íslands. Afgrciðsla og áskrift: 462-2515/ netfang, jonhjalta@hotmail.com Ritsljóri og ábyrgðarinaður: Jón Hjaltason, sími 462-2515, netfang; jonhjalta@hotmail.com Byggðavegi 10113, 600 Akurcyri. Auglýsingasljóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587-4647. Rilnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og jón Hjaltason. Forseli FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Gutenberg. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélðgin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðúrnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sínnum á árí og er dreíft til allra félagsmanna FFSÍ. Blaðiö kemur út fjórum sinnum á ári. W y 5JÓMAHNABLJ10ID VÍKINGUR Arol Rjjrluxun rszzh,o'm" llnýtlð Roðainitiii I ji>Mnynil<kr|ipnl Pnrgrlr. V i.llr .** |.>n Ki. Forsiðumyndin: Hákon EA 148, eitt skipa Gjógurs. Mynd: Porgeir Baldursson Sjómenn og aðrir lesendur Víkings Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni eða hrós, tillögur um efnis- þætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjómenn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum; Raddir af sjónum. Netjið á, jonhjalta@hotmail.com 6-10 11-14 14 15-18 20-22 24-25 26-27 Jón G. Magnússon, skipstjóri, segir frá siglingum um hinn ótrúlega Kórintuskurð, Panamaskurðinn, Súez og vötnin miklu. Ensku sáputogararnir eru umfjöllunarefni Jóns Páls Halldórssonar. Sjómenn, munið að sækja um sumarhús. Hér finnið þið umsóknarblaðið. Dalvík, málfundur um öryggismál sjómanna. Kristján Vilhelmsson vill breyta vaktalögum og takmarka sjónvarpsgláp. Ljósmyndakeppni sjómanna. Þorgeir vann heima og Víðir náði 4. sæti úti. Skipaskoðun íslands og Hálfdan Henrysson. Slysa- varnaskólinn breytti hugarfarinu. Stangveiðimenn, Ragnar Hólm gefur góð ráð um fluguhnýtingar. 28-31 32-33 34 35 36-37 38-39 40-42 43 44 45 46 Útgerðarfélagið Gjögur á 60 ára afmæli um þessar mundir og er elsta útgerðarfélag landsins. Björn Ing- ólfsson segir okkur sögu þess. Bernharð Haraldsson segir frá Tsunami og ótrúlegum hörmungum íbúa Lissabon árið 1755. Sjómaðurinn er Einar Ásgeirsson hjá Hafró. Enn erum við mætt í eldhúsið hjá Friðriki V. Að þessu sinni í forrétti sem enginn okkar hefur smakkað áður. Hilmar Snorrason fer út i heim og færir okkur meðal annars fréttir af brotlegum skipstjórnarmönnum, gámaskipum og sjóræningjum. Fjöltækniskóli Islands - skóli í þróun. Utan úr heimi - Hilmar Snorrason finnur allt um þorskastríðin á netinu og fjölda mynda Jóns Páls Ás- geirssonar úr stríðinu. Krossgátan. Skagfirska uppsveiflan! Þróunarsetur Hólaskóla stofnað á Sauðárkróki. Raddir af hafinu. Ritstjórinn tekinn í karphúsið. Gunnar Guðmundsson skrifar okkur um skrímsli í Bandaríkjunum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.