Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 14
var í sjó upp að mitti, og senditækið
brann yfir. Þá braust hann upp í efri
brú, til þess að reyna að tala þar í „vara-
stöð”, en tókst ekki, þar sem allt fyllti
einnig þar. Gat skipstjórinn, Gísli
Bjarnason, náð honum út á síðustu
stundu, og komst Grímur aftur eftir til
okkar við illan leik.” Grímur var einn
þeirra 14 skipverja, sem björguðust um
borð í Bjarna Ólafsson. Þótti hann hafa
unnið mikið afrek við illar aðstæður,
þegar Vörður sökk, og átt stóran þátt í
farsælli björgun skipsfélaga sinna.
Á þessum árum og reyndar bæði fyrr
og síðar, gegndu loftskeytamenn þýðing-
armiklu hlutverki á togaraflotanum og
farskipunum, meðan morsið var einn
helzti samskiptamáti sjófarenda. Á
stríðsárunum voru senditæki skipanna
innsigluð og mátti aðeins nota þau í
neyðartilfellum, og gátu loftskeytamenn
því aðeins notað móttakarana. Þetta
varð til þess að mikil afföll urðu í stétt-
inni og margir loftskeytamenn réðu sig
til annarra starfa í landi. Eftir stríðið
kom ný kynslóð til starfa. Loftskeyta-
rnenn á „sáputogurunum” voru allt ungir
ísfirðingar, sem voru nýbúnir að ljúka
prófi frá Loftskeytaskólanum. Á Kára
var Jónas Norðquist loftskeytamaður, en
á Vatneyrartogurunum voru loftskeyta-
menn Grímur Jónsson á Verði, eins og
áður segir, en á Gylfa var Aðalsteinn
Gunnarsson, sem síðar var lengi loft-
skeytamaður á Neptúnusi og Júpíter.
Togararnir Gylfi og Kári voru síðan
báðir seldir til Þýzkalands árið 1950 og
lauk þar með sögu „sáputogaranna” í ís-
lenzkri eign, en þeir áttu eftir að koma
nokkuð við sögu hér við land síðar, eins
og áður er komið fram, og sumir vel
þekktir hjá Landhelgisgæzlunni.
Heimildir:
Ólafur Guðmundsson, fv. forstjóri,
London, Ólafur K. Björnsson, loftskeyta-
maður, Hafnarfirði, Friðþór Kr. Eydal,
upplýsingafulltrúi, Reykjavík, Charles
Ekberg: Grimsby Fish 1984, Sjómanna-
blaðið Víkingur 2.-3. tbl. 1950, Morgun-
blaðið 10., 12., 16., 21. og 28. des. 1950,
Blaðið Skutull, ísafirði 14. des. 1950 og
Morgunblaðið 24., 25. og 26. okt. 1963.
Umsókn um orlofshús FS 2006
Umsókn dags: Gíró nr:
Reikn. nr
Umsækjandi ____________________________________ Kt: ____
Heimili _____________________________________________________ Sími __________
GSM
Hér að neðan er gefinn kostur á að sækja um eina viku með tveim valmöguleikum
fyrir tímabil. Merkið í reit með tölunni 1 sem fyrsta valkost og 2 til vara.
Skiptidagar:
ostudagar.
Umsóknarfrestur ertil 7. maí 2006.
Vika.: 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35
16.6 23.6 14.7 21.7 28.7 4.8 11.8 18.8 25.8
26.5 2.6 til 9.6 til til til 30.6 7.7 til til til til til til til til
til 2.6 9.6 16.6 23.6 30 .6 til 7.7 14.7 21.7 28.7 4.8 11.8 18.8 25.8 1.9
Fu
Ha
Hr
Ká
La
Sæ
Fu= Furulundur 10P Akureyri verð kr. 17.000 á viku
Ha= Hafnarstræti 81 Akureyri verð kr. 25.000 á viku
Hr= Hrannarból. Laugarvatn verð kr. 17.000 á viku
Kr= Káranaust Hraunborgir verð kr. 15.000 á viku
La= Laugaból Laugarvatn verð kr. 17.000 á viku
Sæ= Sæból Laugarvatn verð kr. 19.000 á viku
P.s. Nýr valkostur. Hafnarstræti 81 er nýuppgerð íbúð í hjarta Akureyrar
Gistiaðstaða fyrir 5-6 manns.
Ath:
14 - Sjómannablaðið Víkingur