Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 15
Öryggið 1 öndvegi máljundir um öryggismál sjómanna Arið 2002 var efnt til Öryggisviku sjó- manna sem endaði með mikilli ráð- stefnu er stóð í einn dag. Árið eftir var hleypt af stokkunum málfundum um ör- yggismál sjómannna og þeir haldnir víða um land. Tóninn var sleginn og ákveðið að halda þessu vinnulagi áfram. Annað árið á öryggisvikan að vera en málfundir hitt. Málfundaherferðinni, sem hófst á Grundarfirði í nóvember síðastliðnum, fer nú senn að ljúka. Ætli verði nema tveir eftir þegar þið sjáið þessi orð, les- endur góðir, annar í Hafnarfirði og hinn á ísafirði. Þáttur Sturlu í Grundarfirði ávarpaði Sturla Böðvars- son samgöngumálaráðherra fundinn en Víkingur finnur það glöggt að hvar sem hann kemur bera sjómenn hlýjan hug til Sturlu fyrir framgöngu hans í málefnum þeirra. Pað kom líka fram í ræðu ráð- herrans að þegar hann settist á ráðherra- stól, eftir kosningarnar 1999, taldi hann sér beinlínis skylt að „ ... leggja sérstaka áherslu á öryggismál sjómanna.” Menn höfðu til dæmis látið það vefjast fyrir sér að setja lög um losunarbúnað gúmmíbáta. Það breyttist þegar Sturla tók um stjórnvölinn: „Áður en árinu 1999 lauk höfðu, að minni tilstuðlan, tekið gildi reglur um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmí- björgunarbáta og í dag er gerð krafa um slíkan búnað fyrir öll skip sem gerð eru út í atvinnuskyni á íslandi.” Sturla setti líka á oddinn að gerð yrði langtímaáætlun um öryggismál sjófar- enda og í ársbyrjun 2000 lét hann ráðu- neytið hefja undirbúning slíkrar áætlun- ar sem síðar var falin Siglingastofnun. 1 maí 2001 var svo samþykkt þingsálykt- unartillaga um þetta efni. Málfundirnir, sem hér eru til umræðu, eru einmitt liður í þessari áætlun um ör- yggi sjófarenda en að þeim standa sam- gönguráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæsla íslands, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Landssamband smábátaeigenda, Far- manna- og fiskimannasamband íslands, Vélstjórafélag íslands, Sjómannasamband íslands og Siglingastofnun íslands en hún sér um framkvæmd áællunarinnar. Dalvíkurfundurinn Drepum niður fæti á einurn þessara funda. Þann 1. desember siðastliðinn Kœli- og frystiklefar -Kœlar og frystar -Stuttur afgreiðslufrestur -Allar stœrðir -Með eða án vélakerfa £Vvís-húsið S:566 6000 - www.ishusid.is Sjómannablaðið Víkingur - 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.