Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 46
INÆSTA BLAÐI, MEÐAL ANNARS:
Hilmar Snorrason skrifar um gömul íslensk
skip sem hafa ratað til Namibíu og segir okkur
frá því hvernig Afríkumenn nota þau.
Bernharð Haraldsson ræðir við áttræðan sjó-
mann sem hóf sjómennskuferilin á 73. ald-
ursári. Sá heitir Ragnar Sigtryggsson, fyrrver-
andi landsliðsmaður í knattspyrnu, og sjómað-
ur á Kleifarberginu ÓF.
Þórdís Bernharðsdóttir skrifar um þróun
skipasmíða í heiminum. Hvernig skipin hafa
verið að stækka jafnt og þétt. Um hina 80
tonna Santa Mariu til framtíðarskipsins,
Freedom Ship, sem verður meira en einn kíló-
metri að lengd og rúmar meira en 30.000 íbúa
með fasta búsetu um borð.
Birt verður gamalt viðtal við Guðjón Guð-
björnsson, sem ekki hefur sést víða, en hann
var stýrimaður á Snæfellinu þegar það lenti í á-
rásum bæði Þjóðverja og bandamanna árið
1940.
• Saga lengsta skipaskurðar heimsins, Súes,
verður rakin í máli og myndum, allt frá dögum
faraóanna til átaka hinna ólíklegustu þjóða um
skurðinn.
Ólafur Ragnarsson, skipstjóri og stýrimaður,
segir frá ævintýralegum siglingum um
heimshöfin.
Gunnar Guðmundsson skrifar frá Bandaríkjun-
um um ótrúlega þrekraun tveggja sjómanna frá
Gloucester í Massachusetts.
Gunnar Guðmundsson skrifar frá Bandaríkjunum:
Skrímslið
Sjómenn hafa fært eitt og annað að
landi, og ekki alltaf farið troðnar slóð-
ir í þeim efnum. Fyrir daga ljósvaka-
miðla og flugvéla, sem eru ekki nema
örskot að skjótast á milli landa, voru
það iðulega sjómenn sem opnuðu
löndum sínum nýja sýn á heiminn og
kenndu þeim að ekki er allt eins og í
heimahögunum. Haustið 1875 opnaði
seglskipið Amerika einn slíkan verald-
arglugga þegar það lagðist að bryggju
í New York. Koma skipsins hefðu ekki
þótt merkileg tíðindi og ekki verið
getið í blöðunum nema fyrir þær sakir
að upp úr iðrum þess kom torkenni-
legt dýr.
Skrímsli, æptu bæjarbúar skelfingu
lostnir, þegar þeir sáu skepnuna. Sama
var uppi á teningnum þegar dýrið birtist
í Salem í Massachusetts. Hvarvetna flýði
fólk í felur, æpandi og veinandi.
Þetta er stærsta dýr sem nokkur
Bandaríkjamaður hefur séð, með risastór
lafandi eyru og langt nef sem dregst eftir
götunni, skrifaði bæjarblaðið Salem
Gazetle.
Sannleikurinn í málinu var sá að
skrímslið var fíll, sá fyrsti sem tók land í
Bandaríkjunum eftir að ritöld hófst.
Skipstjórinn á Ameríku, Jacob Crownins-
hild, var fæddur prakkari og hafði ætlað
að koma fjórum bræðrum sínum á
óvart með uppátækinu.
Á leiðinni yfir hafið hafði fyrsti
stýrimaður, Nat Hathorne, séð um fíl-
inn sem var aldrei kallaður annað en
Beta gamla eftir að hann fluttist til
Bandarikjanna. Halhorne hafði hlaðið
skipið af allskonar grænmeti en
mataræði Betu átti eftir að breytast
nokkuð í nýrri heimsálfu. Þegar hún
var orðin að einu undri veraldar og
sýningardýri á torgum Salemborgar,
þar sem fullorðnir greiddu tuttugu og
fimm sent og börn tólf og hálft fyrir
að berja hana augum, var hún byrjuð
að þamba púrtvín með öllu kálmel-
inu.
Innan skamms var Beta orðin að
1.500 kílóa fyllibyttu sem enginn
kunni tökin á. Crowninshild hafði
selt aumingja skepnuna fyrir stórfé en
nýju eigendurnir ekki haft fyrir því að
læra af Hathorne hvernig átti að
hugsa um fílinn. Fyrir vikið andaðist
gamla Beta úr drykkjuskap, löngu fyr-
ir aldur fram. Og lauk þar sem ævi
fyrsta fílsins sem nam land í Banda-
ríkjunum.
46 - Sjómannablaðið Víkingur