Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 12
Togarinn Northern Spray strandaður á Norðurtangarifinu við Skutulsfjörð, fyrir framan húsið nr. 14 við Fjarðarstrœti 10. desember 1950. Ljósmynd: Ágúst Leós brúnni, sem var tveggja hæða. Á stríðs- árunum var þriðju hæðinni síðan bætt ofan á brúna. Upphaflega voru togar- arnir allir með 1000 ha. gufuvél, kola- kyntir, en fljótlega eftir stríðið var breytt yfir í olíukyndingu. í stríðsátökum Strax í stríðsbyrjun voru Northern-tog- ararnir teknir í þjónustu flotans til kaf- bátaleitar og til verndar skipalestum, sem voru í flutningum til og frá íslandi og víðar. Voru þeir búnir fallbyssum og djúpsprengjum. Höfðu margir þeirra aðstöðu í Hvalfirði öll stríðsárin. Togar- inn Northern Gem bjargaði áhöfn Liberty- skipsins J. L. M. Curry út af Austfjörðum veturinn 1943 og flutti áhöfnina til Seyð- isfjarðar. Togarinn Northern Reward var eitt af fylgdarskipum skipalestarinnar, sem Goðafoss var í, þegar þýzkur kafbátur réðist á skipalestina á Faxaflóa 10. nóv- ember 1944 og sökkti Goðafossi og fleiri skipum skammt frá Garðskaga. Skip- verjum á Goðafossi hafði þá nýverið tek- izt að bjarga 19 skipverjum af olíuskip- inu Shirvan, sem kafbáturinn hafði áður skotið niður með tundurskeyti. Togar- inn kom á vettvang tíu til fimmtán mín- útum eftir að Goðafoss sökk. Hófu skip- verjar togarans þá að varpa djúpsprengj- um þar sem kafbáturinn var talinn lúra. Það voru talin nauðsynleg viðbrögð lil að útrýma hættunni, svo að togarinn sjálfur yrði ekki fyrir árás kafbátsins, ef hann færi að bjarga fólki, eins og reynslan var með Goðafoss. Annað skip kom einnig á vettvang, þegar Goðafossi var sökkt. Það var dráttarbáturinn Empire World, en honum var ætlað að bjarga olíuskipinu Shirvan, en kom aldrei framar til hafnar. Álitið var í fyrstu, að kafbáturinn hefði grandað dráttarbátnum, en síðar kom í ljós, að hann mun hafa farizt vegna ó- veðurs, en ekki af hernaðarvöldum. Togarinn Northern Reward flutti síðan skipbrotsmennina af Goðafossi til hafnar í Reykjavík. Rétt fyrir stríðslokin var skipalest á leið frá íslandi til Bretlands í fylgd þriggja vopnaðra togara. Þegar skipalest- in var á leið fyrir Reykjanes gerði þýzkur Strandaði tvisvar Eins og fjöldi annarra enskra togara, hóf Northern Spray veiðar við ísland að stríðinu loknu. Þann 9. desember árið 1950 kom togarinn til hafnar á Isafirði. NA-hvassviðri var og lét skipstjórinn reka á Prestabugtinni, fyrir framan Skut- ulsfjarðareyri. Eftir hádegið rak skipið upp á Norðurtangarifið, en losnaði aftur um kvöldið. Lagðist hann þá fyrir akkeri skammt frá landi, en strandaði stuttu síðar fyrir framan húsið nr. 14 við Fjarð- arstræti. Um nóttina tilkynnti skipstjór- inn, að menn hans vildu yfirgefa skipið. Skipverjar skutu þá línu á land og voru þeir síðan dregnir upp í fjöruna í björg- unarstól. Björgunaraðgerðum lauk kl. 10 um morguninn. Voru skipverjarnir þá allir, 20 talsins, komnir á land. Tveir brezkir togarar og varðskipið Ægir gerðu tveim dögum síðar tilraunir, til að ná logaranum á flot, en það tókst Togarinn Northern Príde á siglingu við ísland á stríðsárunum. Á myndinni sést greinilega, hvernig þriðju hœðinni hefir verið bætt ofan á brúna ogfallbyssustœðið fram á bakkanum. Mynd í eigu Friðþórs Kr. Eydal. kafbátur árás á skipalestina og tókst að hæfa olíuflutningaskip, sem nýverið hafði losað olíu í Hvalfirði. Togararnir hófu þegar að leita kafbátsins, og kom á- höfnin á Northern Spray auga á sjónpípu hans skammt undan. Þegar djúpsprengj- unum var sleppt, fann áhöfn togarans, hvar boln hans skrapaðist eftir skrokki kafbátsins, en kafbáturinn komst undan og var enn staddur undan Garðskaga, þegar styrjöldinni lauk 8. maí 1945 og skipun barst um að gefast upp og halda heirn til Þýzkalands. Fróðlegar frásagnir af þessum viðureignum eru í bók Frið- þórs Kr. Eydal, Vígdrekar og vopnagnýr, sem kom út fyrir nokkrum árum. Eins og áður segir fórust þrír Northern-togararnir í stríðinu: Þýzkur kafbátur sökkti Rover við Orkneyjar í stríðsbyrjun, 30. október 1939, annar þýzkur kafbátur sökkti Princess undan Ameríkuströnd 7. marz 1942 og Isles strandaði nærri Durban í Afríku 19. jan- úar 1945. 12 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.