Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 37
annars leiðrétting á loftþrýstingi, sjón-
línulengd miðað við hæð, stórbaugssigl-
ingareiknir og svona mætti lengi telja.
Ometanlegt hjálpartæki siglingafræðing-
anna. l’ar er einnig að finna miklar upp-
lýsingar um sjórán. Ég gæti verið heilan
dag að lýsa þessari síðu en hún hélt at-
hygli minni vel á annan klukkutíma.
Nú ætla ég að fara með ykkur á
Thamesána með því að fara á slóðina
www.riverthames.co.nr/. Þar er mikill
fjöldi upplýsinga sem eru áhugaverðar.
Mikið er af myndum af skipunr sem ferð-
ast um ána, auk þeirra reglna sem skipin
verða að fara eftir. Þá eru upplýsingar
unt hvenær brýr á ánni eru opnaðar, auk
korts af ánni. Vissulega er hér áhugaverð
síða á ferðinni og virkilega skemmtilega
unnin.
Þá förum við að skoða farþegaskip
sem hafa klofið öldur heimshafanna.
Slóðin www.ssmaritime.com/ leiðir okk-
ur að miklum fróðleik um gömul far-
þegaskip sem eflaust margir lesenda Vík-
'ngsins muna eftir, annað hvort af
uiyndum eða þeir hafa jafnvel séð þau
uieð eigin augum. Þessi síða hefur að
geyma ógrynni af ljósmyndum sem
áhugamaður hefur safnað um þessi
gömlu skip. Það er Reuben Goossens,
siglingasagnfræðingur frá Brisbane í
Ástralíu, sem heldur þessari síðu úti.
Hann segir á síðunni að hann hafi skrif-
að greinar um yfir 92 farþegaskip og að
rúmlega 2700 myndir sé að finna á
netinu sem hann hefur tekið.
Nú er farið að síga á seinni hlutann og
því rétt að fara niður i Evrópu og skoða
hvernig hægt er að sigla á fljótum, inn
um allar trissur ef svo tná að orði kom-
ast, á síðunni, www.containerafvaarten.be/.
Þeir sem hafa séð og / eða fylgst með
lektunum sem sigla á fljótunum geta nú
séð hvað hægt er að fara siglandi og ég
verð að segja að þetta heillaði mig algjör-
lega. Þar er líka hægt að sjá hvað það
tekur langan tíma að fara á milli borga í
Evrópu - siglandi.
Næsta síða inniheldur upplýsingar um
eilt öryggistækið sem farið er að krefjast
að sé um borð í kaupskipum heimsflot-
ans. Hér er um að ræða hinn svonefnda
„svarta kassa” eins og það er kallað í
fluginu. Slóðin www.s-vdr.com/ leiðir
okkur í sannleikann um þessi nýju
skráningartæki setn eiga að fylgjast með
því sem er að gerast í stjórntökkum og
fjarskiptum skipa þannig að hægt sé að
skoða hvaða aðgerðir voru framkvæmdar
eftir að slys hefur orðið.
Björn Valur Gíslason stýrimaður á
Kleifaberginu heldur úti bloggsíðu á
slóðinni http://www.bvg.is/ þar sem er
tengill á heimasíðu Kleifabergsins ÓE Sú
síða er reyndar með heimilisfangið
www.simnet.is/kleifaberg/. Þar er á ferð-
inni einhver skemmtilegasta skipasíða
sem ég hef séð til þessa. Þar er meðal
annars mynd af öllum skipverjum sem er
í sjálfu sér áhafnaskrá skipsins. Einnig
er að finna myndir frá lt'finu um borð og
ættu rnenn ekki að láta þessa síðu fram-
hjá sér fara. Á síðu Björns er tengill á
Bracknell sem allir skipstjórnarmenn
þekkja, eða ættu að þekkja, en þar er að
finna veðurkorl fyrir Norður Atlantshaf.
Nú verður staðar numið að þessu sinni
og vonar Víkingurinn að þessar síður
geti haldið áhugasömum netverjum upp-
teknurn unr nokkurn tíma.
klaki stálsmiðja efh. framleiðir ýmsan ryðfrían búnað og tæki fyrir fiskiðnaðinn.
HÖNNUM OG SMÍÐUM AÐGERÐARKERFI í FISKISKIP AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM.
I gegnum árin hafa komið fram margar nýjungar fyrir fiskiðnaðinn tii sjós og lands frá Klaka stálsmiðju ehf. Þar má
nefna lóðréttar fisklyftur af mismunandi breidd og hæð, sem tengja má við þvottakör, úrsláttarvélar sem skila af sér í
vinnuhæð, afkastamiklar fiskdælur, sem einnig þvo aflann og meðfærileg útdraganleg færibönd í ísfiskskip.
Við smíðum einnig lúgulyftur í frystilestar, pönnu hleðslu- og afhleðsluvagna, frystipönnur, þvottakör og færibönd af
ýmsum stærðum og gerðum og ýmsan annan búnað sem nauðsynlegur er í fiskvinnslu, á vinnsludekki og í lestum.
iskalt mat: Þú ert í góðum höndum hjá Klaka þar sem góðir starfsmenn, vönduð vinnubrögð og öflugur tækjabúnaður
tryggir hámarksgæði á öllum stigum framleiðslunnar.
- WWW.KLAKI.IS • klaki@klaki.is
HAFNARBRAUT 25, KÓPAVOGI. - S: 554
HÖFUM Á LAGER PARKER VÖKVAMÓTORA, FIBERGRATE GÓLFGRINDUR,
STÁLNET OG DERCO FÆRIBÖND ÁSAMT LÁSUM, SPYRNUM OG FL.
Sjómannablaðið Víkingur - 37