Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 28
Björn Ingólfsson
Vörður TH 4 drekkhlaðinn síld við bryggju á Siglufirði.
Ljósm.: Úr bókinni, Bein úr sjó
Gjögurshúsið.
Ljósm.: Úr bókínni, Bein úr sjó
Aþessu ári eru liðin 60 ár síðan Út-
gerðarfélagið Gjögur hf. á Grenivik
var stofnað. Allan þennan tima hefur fé-
lagið starfað með sama sniði, án þess að
skiptast upp eða sameinast öðrum út-
gerðarfélögum. Mun Gjögur hf. því vera
elsta útgerðarfélag á Iandinu um þcssar
mundir.
Vélbátaútgerð hófst á Grenivík 1907.
Tveimur árum áður hafði fyrsta vél kom-
ið í bát á Kljáströnd sem var annar út-
gerðarstaður í hreppnum. Á fyrstu þrem-
ur áratugum vélbátaaldar eignuðust út-
gerðarmenn í Grýtubakkahreppi alls 52
vélbáta. Bátar komu og fóru og voru
flestir smáir. Fyrir utan tvo 40 tonna báta
á árunum 1916-1924 voru þeir allir inn-
an við 10 brl. Hver útgerð byggði upp
aðstöðu fyrir sig og voru fimm bryggjur
þegar flest var á Grenivík.
Árið 1934 urðu ákveðin kaflaskipti.
Útgerð hafði þá nær lagst af á Kljáströnd
en vaxið að sama skapi jafnt og þétt á
Grenivík. í stórbrimi þá um haustið má
segja að öll aðstaða útgerðarmanna hafi
verið lögð i rúst á einni nóttu. Sex vél-
bátar sukku og fjöldi árabáta brotnaði í
spón. Allar bryggjur sópuðust burt, að-
gerðar- og geymsluhús stórskemmdust
eða eyðilögðust. Pótt aðstaðan væri
byggð upp á ný og smíðaðir nýir bátar
náði útgerðin ekki sama vexti aftur.
Á stríðsárunum voru seldir þrír
stærstu bátarnir, sem gerðir voru út frá
Grenivík, Hákon (1941) Sjöfn (1943) og
Gunnar (1945), allt 7-9 tonna bátar. Út-
gerðin var farin að dragast það mikið
saman að ljóst var að hér þurfti að gera
eitthvað róttækt.
Félagsstofnun
Árið 1946 var bjartsýni ríkjandi, stríð-
inu var lokið og uppgangstímar fram
undan. Sérstaklega bundu menn miklar
vonir við síldveiðar. Öll stríðsárin höfðu
menn mokað upp síld. Þótt aflinn 1945
hefði hrapað niður í fjórðung þess sem
veiddist árið áður2 voru allir vissir um
að síldin kæmi aftur. Á Grenivík sáu
djarfhuga menn tækifærin blasa við.
Þann 16. júní 1946 var boðað til fund-
ar í skólahúsinu á Grenivík til að ræða
hvort gerlegt væri að stofna hlutafélag til
skipakaupa. Aðalhvatamaður var Þór-
björn Áskelsson. Fundurinn var aðeins
boðaður sem undirbúningsfundur en
þarna var í raun og veru strax gengið frá
stofnun félagsins. Samþykkl var í einu
hljóði að stofna hlutafélag, kosin bráða-
birgðastjórn og Þórbirni Áskelssyni falin
framkvæmdastjórn. Hann hafði þá þegar
tryggt hlutafjárloforð 35 manna að upp-
hæð 135.500 kr. og hafði von í meiru. Á
fundinum var rætt um að
kaupa tvo báta og var æski-
legasta stærð þeirra talin vera
55-65 tonn.
Formlegur stofnfundur var
haldinn 14. nóvember um
haustið. Þá var svo gott sem
búið að tryggja kaup á tveim-
ur 67 brl. bátum sem voru í
smíðum í Landssmiðjunni. Á
fundinum undirrituðu 28
manns stofnsamning og áður
en árinu var lokið höfðu 20
bæst við á listann. Fyrstu
stjórn skipuðu Jóhann Stef-
ánsson, Þórhallur Gunnlaugs-
son og Þórbjörn Áskelsson.
Bátarnir
Fyrri báturinn frá Lands-
smiðjunni var afhentur 10.
febrúar 1947. Hann hlaut
nafnið Vörður TH 4 og kost-
28 - Sjómannablaðið Víkingur