Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 11
Jón Páll Halldórsson
Ensku „sáputogararnir“
Fyrir stríð könnuðust
margir landsmenn við
ensku „sáputogarana”,
sem svo voru nefndir.
Þeir stunduðu þá flestir
veiðar hér við land. Þetta
voru stærri og glæsilegri
skip, heldur en þá stund-
uðu almennt veiðar á ís-
landsiniðum. Á stríðsár-
unum voru þessi skip öll
tekin í þjónustu flotans
til kafbátaleitar og vernd-
ar skipalestum. Þrjú
þeirra fórust á stríðsárun-
um, en að stríðinu loknu
snéru tólf þeirra aftur til
veiða. Stunduðu mörg
þeirra veiðar hér við land
fram á sjöunda áratuginn
og voru þá vel þekkt í ís-
lenzkum höfnum.
Togarinn Northcrn Gcm á siglíngu út Hvalfjörð á stríðsárunum tilfylgdar við skipalest. Hann var tekinn í þjón-
ustu flotans, til kafbátaleitar og verndar skipalcstum, ásamt hinum „sáputogumnum”, sem svo vom nefndir, en
snéri aftur til veiða að stríðinu loknu. Pessi skip voru auðþekkt á tveggja hœða brú. Þrír „sáputogarar” voru
keyptir til landsins að stríðinu loknu og gerðir útfrá Patreksfirði og Reykjavík, og hlutu þá nöfnin Gylfi, Vörður
og Kári. Mynd úr bókinni Btyndrckar og vopnagnýr eftir Fríðþór Kr. Eydal.
Betri skip
Þessi skip voru srníðuð í Þýzkalandi, í
Bremen og Wesermúnde, og afhent árið
1936. Seebeck-fyrirtækin voru þá tekin
að blómstra á ný eftir valdatöku Hitlers,
en þau höfðu riðað til falls í upphafi
heimskreppunnar upp úr 1930. Kaup-
andinn var Unilever, dótturfyrirtæki
sápu- og malvælaframleiðandans Liver-
holme Group of Companies, sem sam-
einaðist hollenzka smjörlíkisframleiðand-
anum Van Den Berghs 1930. Andvirði
skipanna var sagt, að Unilever hafi reitt
af hendi í vöruskiptum með framleiðslu
verksmiðja sinna, Sunlight Soap. Sumir
nefndu þessa togara því „Sunliglrt-togar-
ana”, en algengara var að þeir væru
nefndir „sáputogararnir.” Skipin voru 15
og báru eftirfarandi nöfn:
Northern Chief
Northern Duke
Northern Gem
Northern Isles
Northern Princess
Northern Rover
Northern Spray
Northern Wave
Northern Dawn
Northern Foam
Northern Gift
Northern Pride
Northern Reward
Northern Sky
Northern Sun
Skipin fóru upphaflega öll til Fleet-
wood og var skráður eigandi Mac Line
1-td., London, en eftir erfiðan rekstur þar,
voru þau öll seld árið 1937 til William
Bennet, sem stofnaði útgerðarfélagið
Associated Fisheries Ltd. í Grimsby árið
1929. Þetta var mikil lyftistöng fyrir
höfnina í Grimsby, sem sköimnu áður
hafði aukið þjónustu við togaraflotann
með byggingu á skipadokk nr. 3.
Fram yfir 1930 voru flest skip, senr
stunduðu veiðar á íslandsmiðum, í
Hvítahafinu, Barentshafinu og við strend-
ur Noregs, 130-140 fet á lengd og yfir-
leitt um 320-400 rúmlestir. (Árið 1945
var meðalstærð íslenzkra togara 335
rúmlestir). „Sáputogararnir” voru aftur á
móti 181 fet og mældust 620-625 rúm-
lestir. Þeir höfðu margt franr yfir eldri
skip enska flotans, voru t.d. búnir ýms-
unr siglinga- og fiskileitartækjum, sem
ekki voru í eldri togurum. Vistarverur
skipverja voru einnig allt aðrar, full-
komnari og betri og hreinlætisaðstaða
skipverja önnur og betri. Þeir voru tald-
ir rnjög góð sjóskip og voru auðþekktir á
Brezki togaraflotinn í fiskihöfninni í Grimsby, þegar umsvifin vom þar mest. Mynd úr bókinni
Grimsby Fisli 1984 eftir Charls Ekberg.