Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Blaðsíða 45
Þakkir til Friðriks Við Strandgötu númer 7 á Akureyri er að finna matsölustaðinn Friðrik V Brass- erie en það er kokkurinn á staðnum og eigandi hans, Friðrik Valur Karlsson, sem hefur undanfarið heiðrað okkur Vík- 'ngslesendur með leiðbeiningum í malar- gerð. Friðrik er þekktur að hugkvæmni og djörfum tilraunum í matargerðarlist- inni, líkt og hefur glögglega komið fram í þáttuin hans hér á síðum Víkingsins. Ymsir hafa haft samband við Víkinginn og viljað koma á framfæri þakklæti til Friðriks fyrir frábærar uppskriftir og ekki síður skemmtilegar hugleiðingar sem hann hefur látið fljóla með. Takk kærlega, Friðrik, megum við njóta sín sem lengst. Vafasamar myndbirtingar 1 seinasta tölublaði Víkingsins birtist niyndaopna er lýsti lífinu um borð í Sól- baki EA. Ýmsir hafa haft samband við ntstjórann úl af þessu tiltæki. „Þetta eru svikarar við málstaðinn,” sagði einn og var þungur á brún. Ágætur Olafsfirðingur sagði myndbirtinguna taktlausa sem menn ættu þó frekar að gantast með en annað. Sá þriðji spurði fitstjórann hvar hann hefði eiginlega alið manninn undanfarna mánuði og ár. - Og ritstjórinn þakkaði sínum sæla fyrir að sjómenn eru ekki nándar nærri jafnmiklir harðhausar og rostamenni og af er látið. Þvert á móti hafa þeir kímni- gáfu fyrir gönuhlaupi landkrabba og eru löngu hættir að kjöldraga ódáma - eða hvað? Liggur hér ef til vill fiskur undir steini. Þannig er nefnilega mál með vexti að mágur minn ágætur, og stýrimaður að öafnbót, vill endilega fá mig með sér í etnn lúr. „Þú verður að kynnast sjó- 'ttannslífinu, landkrabbinn þinn,” segir hann og efast um hæfni manns til að rit- stýra sjómannablaði sem aldrei hefur í saltan sjó migið - nema fram af bryggju. Á ég ef lil vill að gruna hann um græsku? Skuttogari-safn Víða í útlandinu hefur skipum verið hreytt í safn. Nægir að nefna í því sam- bandi Great Britain en urn það skip verð- Ur fjallað nokkuð í næsta tölublaði. ís- lendingar hafa hins vegar ekki gert neitl í þessum dúr, ekki ennþá. Hilmar Snorra- son skólastjóri og skipstjóri er mikill á- hugamaður urn þetta efni. „íslenskir sjó- menn eru stöðugt að tönglast á því að það hafi verið mistök að varðveita ekki einn af síðutogurunum görnlu sem kenndir voru við nýsköpunina. Það er ljósl að slíkt skip verður ekki varðveitt hvað sem tautar og raular. Þess í stað eigum við að varðveita skuttogara.” Hilmar bendir á þá skemmtilegu stað- reynd að skuttogari sem safn væri líklega einsdæmi í heiminum. Við íslendingar búum líka svo vel að við gætum, ef við höldum vöku okkar, varðveitt einn af fyrstu togurunum sem hingað kom því nokkrir þeirra sigla enn undir íslenskum fána og færa fisk að landi. Til dæmis mætti hugsa sér skip úr norsku skuttogaraseríunni, en þau voru sex talsins, og rnætti fá lítið breytt frá upphafi skutlogaravæðingar íslendinga. Kosturinn við norsku logarana er að þeir eru fremur litlir, eða undir 500 brúttó- tonnum. Hilmar hefur lagt þetta til og bent á Framnes ÍS sem nú er búið að leggja. Slíkt skip, hvort sem það væri Framnesið eða einhver annar skutlogari, yrði safna- skip sem tekið yrði eftir og sýndi næstu kynslóðum íslendinga hvernig skuttog- aravæðingin byrjaði. Togarinn gæti sem hægast orðið tilvalin viðbót við Sjóminja- safnið í Reykjavík og varla hægt að hugsa sér drýgra framlag lil íslenskrar sögu á einum stað. Við skulum ekki gleyma því að rætur íslenskrar velmegunar eru í haf- inu í kringum landið. Þá sögu ber okkur að varðveita. Það er því ekkert annað en þjóðernislegt skylduverk að hlusta á Hilmar og leggja drög að skuttogarasafni. Skipið myndi aukin heldur vekja mikla athygli og draga til sín fjölda gesta. Um það erum við vissir, landkrabbinn og Hilmar. Guðmundur fer á sjóinn í seinasta tölublaði lofaði ég viðtali við Guðmund Jónson skipstjóra. Þegar ég loks mjakaði mér af stað til að ná í skott- ið á Guðmundi var hann farinn á sjóinn þar sem hann ætlar að vera í mánuð eða svo. Ég næ í skottið á honum að lokum en minni þó á að sagnfræðingar hafa bæði annað tímaskyn en venjulegl fólk þótl þeir fari kannski ekki alveg í sporin hans sem Matthías Jochumsson orti um og sagði að fyrir honum væru þúsund ár sem einn dagur. Svo hefur líka verið efast um áreiðanleika þess sem sagnfræðingar lofa, jafnvel þótt það sé fært til bókar og gefið út fyrir alþjóð að lesa. Vísnakeppnin-skilafrestur færður aftar Þið megið ekki bölva mér mjög mikið en mig langar til að framlengja skilafrest- inn fyrir jólavísnaþrautina okkar til loka apríl. Verið nú dugleg, rifjið upp vísna- þrautina sem hinn orðhagi Ragnar Ingi lagði fyrir ykkur í jólablaðinu, spreytið ykkur og sendið inn ykkar hugmyndir að lausnum fyrir apríl-lok. Niðurstaðan verður svo kynnt í 2. tbl. þessa árs, eða laust fyrir sjómannadaginn. Sjómannablaðið Víkingur - 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.